19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 20
frúin, „það verður kannski einhvers virði eftir
50 til 60 ár.“
„En hvað viltu nú segja mér að lokum?“
„Ekkert annað en það, að ég er þakklát öllum,
sem hafa reynzt mér vel. Ég hef reynt að vinna
verk mitt vel, og eins samvizkusamlega og ég hef
bezt vit á, og vona, að mér hafi tekizt það.“
„Víst hefur þér tekizt það,“ hugsa ég, „og ertu
urn það, sem margt annað, lík föður þínum.“ En
frú Ingibjörg er dóttir Ogmundar heitins Sig-
uiðssonar skólastjóra Flensborgarskólans, og fyrri
konu hans, Guðrúnar Sveinsdóttur, prests Skúla-
sonar.
Um leið og ég kveð frú Ingibjörgu og þakka
henni fyrir kaffið og alla alúð, er sú hugsun áleit-
in við mig, hvort það fólk, sem vinnur verk sín
vel í kyrrþey og er áreiðanlega styrkasta stoð
hvers þjóðfélags, fái þá viðurkenningu, sem það
á skilið á þessum tímum hávaða og yfirborðs-
mennsku.
Guðlaug Narfadóttir.
Theresía Guðmundsson, veðurstofustj.
— Eiginlega var það bara tilviljun — eða á ég
kannski heldur að segja að það hafi verið örlögin,
sem réðu því, að ég valdi veðurfræðina, sagði frú
Theresía Guðmundsson, veðurstofustjóri, er ég
spurði hana hvers vegna hún hefði valiðþetta lífs-
starf, öðru fremur.
— Ég hafði mestan álniga á því að lesa stjörnu-
fræði, að loknu stúdentsprófi, hélt hún áfram, en
fékk þó áliuga á veðurfræðinni á stúdentsárun-
um, enda voru þá miklar nýjungar á þeim svið-
um að ryðja sér til rúms í Noregi. Svo giftist ég
íslending, fluttist hingað og fékk atvinnu á Veð-
urstofunni, — nú, og hitt kom af sjálfu sér.
— Hvenær komst þú til íslands?
— Haustið 1929 og segja má, að ég hafi farið
beint af skipsfjöl á Veðurstofuna, byrjaði að
vinna þar aðeins nokkrum dögum eftir komuna
hingað. —
— Það hlýtur að liafa verið erfitt?
— Víst var það, og fyrst og fremst af því að ég
kunni ekki að tala íslenzku, er hingað kom. Fyrsti
veturinn finnst mér vera sá lengsti, sem ég hef
lifað. En eftir að ég fór að ná sæmilegum tökum
á málinu hvarf óyndið, og hefur aldrei gripið mig
síðan. Ég komst fljótt niður í málinu, man t. d.,
að er ég kom í fyrsta sinn til Þingvalla á Alþing-
ishátíðinni 1930, átti ég auðvelt með að rabba við
fólkið. Ég hef alltaf unað mér vel á íslandi, og
aldrei dvalizt nema skamma stund í senn í Nor-
egi, síðan ég fluttist þaðan. Ég var þar lengst er
ég tók lokaprófið í veðurfræðinni, eða þrjá mán-
uði. En sá tími fór allur í lestur og veitti ekki af,
því að ég þurfti að lesa utanskóla, jafnhliða vinn-
unni.
— Hafði nokkur kona lokið prófi í Veðurfræði
frá Oslóarháskóla á undan þér?
— Nei, ég var sú fyrtsa. Yfirleitt virðast mjög
fáar konur hafa lagt fyrir sig veðurfræði. Ég veit
t. d. aðeins um eina konu, er starfar sem veður-
fræðingur í Noregi núna. Hins vegar eru þær
nokkrar í Finnlandi, þar má t. d. nefna konu,
sem mun vera yfirmaður flugveðurstofunnar á
flugvellinum í Helsingfors og önnur er þar dokt-
or x veðurfræði. Á síðasta Jxingi Alþjóðaveðui-
fræðistofnunarinnar í París var aðeins ein kona
fulltrúi, auk mín, ung kona frá Rúmeníu, en oft-
ast nær hef ég verið eina konan á slíkum alþjóða-
þingxxm veðurfræðinga. Eina konu veit ég um, er
starfar sem veðuistofustjóri í íran, en það er
mjög fátítt á þeim slóðum, að konur gegni á-
byrgðarstöðum. Fer mikið orð af gáfum og dugn-
aði þessaiar konu. —
— Hver heldur þú að sé meginorsök þess að
svo fáar konur gei'ast veðurfræðingar?
— Ástæðurnar eru sjálfsagt margar. Sagt er, að
konum láti verr en körlum að nema stærðfræði
og eðlisfræði, en ég held að það séu hreinustu
kerlingabækur. Hins vegar er þetta langt nám og
allerfitt ,og eins og allt er í pottinn búið, Jxurfa
konur að hafa hæri'i og betri pióf en karlar til
Jxess að eiga völ á jafngóðri atvinnu. Margir karl-
menn hafa rótgróið vantraust. á jxví, að konur geti
gert veðurspár og eru þess því dæmi, að konur,
sem lokið hafa námi í veðurfræði, hafa aðeins
fengið að vinna við loftslagsrannsóknir og því um
líkt, að námi loknu. Af þeim þjóðum, sem ég
þekki til utan íslands, virðist mér Finnar haldnir
minnstum hleypidómum í Jressum efnum. Loks
eru þess mörg dæmi, að konur hefji nám en gift-
ist síðan og hætti í miðjum klíðum. Annars hefur
ein ung og mjög efnileg íslenzk stúlka lokið fyrii-
hlutaprófi í veðurfræði, Adda Bára Sigfúsdóttir.
Hún vinnur nú á veðurstofunni og mun taka
lokaprófið við fyrsta tækifæri.
— Þú minntist á hleypidóma. Hefur þú orðið
19. JÚNÍ
6