19. júní


19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 38
x línum og litum. Ég er fædd á Korpúlfsstöðum, og í því umhverfi sleit ég barnsskónum. Þaðan er fagurt um að litast á sólbjörtum vormorgni lífs- ins, horfa yfir eyjar og sund, til fjallanna, Skarðs- heiðar og Esjunnar með þeiira fögru litbrigðum. — Þar átti ég svo margt geymt', þarna máluðust mínar fyrstu myndir í barnshúgann, og áhrif þeirra koma fram alla tíð. — En hvenær byrjaðir þú að teikna og mála? — í Landakotsskólanum fékk ég undirstöðu í teiknun, og hjá Meulenberg biskupi lærði ég meðferð vatnslita, sem var ágæt. Akademía sálai’- innar var fjallahringurinn með Skarðsheiði í önd- vegissætinu. Ekkert gladdi hugann meir en hin- ar blíðu línur í víðfeðmi Skarðsheiðar og tignir snævi þaktir tindar við djúpblámann, sem bentu í hæðirnar og örfuðu til að gefast aldrei upp. Ljóð Jónasar og Bjarna frænda míns höfðu einn- ig mikil áhrif á mig, því livar finnst fegurra mál- verk í orðum en „Gunnarshólmi", eða meiri hvatning en „Þú nafnkunna landið“? Þessar dá- semdir megnuðu að feykja burt öllum áhyggjum og andstreymi og gjöra sál mína þá sælustu í þessum heimi, og ég vissi að ég vildi verða mál- ari. Eftir fermingaraldur fór ég í teikniskóla til Stefáns Eiríkssonar, og síðar lærði ég teiknun hjá Ríkarði Jónssyni og Guðmundi Thorsteinson. Hjá honum byrjaði ég að fara með olíuliti, það var dásamlegt. Eftir það reyndi ég að mála úti og var á flakki um holt og hæðir til að leita að motivum. Ég gerðist svo djörf að senda nokkrar af þessum myndum á samsýningu, sem þá var haldin í Lisvinahúsinu. í sýningarnefnd voru þrír af okkar mætustu málurum, og tvær af mínum myndum voru tekn- ar. Þvílíkur sigur! Nú stefndi hugurinn á danska Akademíið, en faðir minn féll frá um þær mund- ir svo að ekkert rnátti vei'ða úr því. í nokkur ár stundaði ég svo píanóleik, og var 1930—31 í Þýzkalandi, en árið 1937 tók ég hanzk- ann upp að nýju, og hóf nám hjá Jóhanni Briem og Finni Jónssyni. — En hvenær fórstu í Handíðaskólann? — Árið 1944. Þar kornst ég í kynni við nýja stefnu, hjá hinum ágæta kennara Kurt Zier, þar lann ég grundvöllinn að þeirri persónulegu tján- ingu og stíl í æfintýramyndum mínum, sem urðu til þess seinna, að ég fór út í vefnaðinn. — Og nú lá leiðin til Danmei'kur? — Já, loksins varð úr því haustið 1946, að ég færi utan með meðmæli upp á vasann frá Zier og nokkrar smámyndii', sem ég hafði gert. Þetta sýndi ég próf. Kiæsten Ivei'sen og sótti um inn- töku í konunglega listaháskólann, en þangað hafði ég lengi þráð að komast. Ég varð nemandi skólastjórans, þess mikla meistara og íslandsvin- ar, próf. Kiæsten Iversen. Þá voru í Kaupmanna- höfn góðvinir mínir, síra Þorsteinn L. Jónsson, kona hans og lítil dóttir. Þau samglöddust mér hjartanlega yfir að Iiafa nú fengið þessa langþráðu ósk uppfyllta. Nú hófust dásamlegar vikur, 5—6 klst. vinna á dag, nám við beztu skilyrði og samfélag góðra vina. Haustið er fagurt í Kaup- mannahöfn og nágrenni og margt nýtt var að skoða og kynna sér. — Hvað vaistu lengi á Aka- demíinu? Ég var þar þrjá vetur og reyndi að notfæra mér tímann sem bezt, svo að sumum þótti jalnvel nóg um, en ég vissi hvers virði tíminn var, og það að nota hin gullnu tækifæri, er buðust. Vorið 1949 sendi 19. JÚNÍ Vigdis Kristjánsdóttir: GobelinvefnaSur 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.