19. júní


19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 45
BJÖRG GUBNADÓTTIR: UM HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðis- og byggingamál eru að mínum dómi mál, sem þarft og nauðsynlegt er um að tala og skrifa. Þau hljóta alltaf að vera ofarlega á baugi og lausn þeirra eitt af megin viðfangsefnum líð- andi stundar. Enda þótt margt °g mikið hafi áunnizt í þessum efnum á síðari tímum, er því þó ekki að neita, að íbúðarhúsnæði fjölda fólks, bæði við sjó og í sveit, er langt frá því að vera for- svaranlegt. í sveitum landsins má að vísu sjá allmikið af stórum og vel byggðum húsum en jafnframt alltof mörg og illa byggð hús og af vanefnum og ófær til að vera mannabústaðir. Sama er að segja um íbúðarhúsnæði kauptúna og kaupstaða. Ef til vill er þó mismunurinn á hús- næðinu hvergi eins áberandi mikill og í liöfuð- borginni, Reykjavík. Þar er meira af stórum og veglegum húsum en annars staðar. í sumum þeiiTa býr aðeins fátt fólk, kannski tvær til þrjár rnanneskjur, sem liafa til umráða fjölda herbergja °g öll nútíma þægindi. En allmargir aðrir verða að gera sér að góðu lítilfjörlegar kjallaraíbúðir eða bragga. Hjón með mörg börn verða jafnvel að kuldrast í 1—2 herbergjum og örlítilli kompu úl að elda í, aðstaða til þvotta lítil eða engin og geymslur af skornum skannnti. Alltof margir búa enn í bröggum, sem voru hermannabústaðir eða geymslur frá síðasta stríði, hrófað upp til notkun- at um skannnan tíma. Enda efnið í þeim að mestu endingarlítið. Húsnæðisvandræðin í stríðslok og öeima fyrir, og sundstaðurinn þyrfti á meðan að Vera lokaður öðrum en konum. Ollum ,sem þetta mál er kunnugt, er ljós nauð- syu þess. Þeim peningum, sem varið nnin í það starf, mun vel varið þjóðinni í lieild til gagns og blessunar. !9. JÚNÍ hinn mikli innflutningur til bæj- arins neyddi fólk til að taka sér bólfestu í þessum grenum, sem aldrei virðast geta orðið viðhlít- andi mannabústaðir þótt miklu sé til þeirra kostað. Við bregðum okkur inn í einn braggann. Þar búa gömul hjón með veikan son. Hvorugt gömlu hjónanna er vinnufært. Kolaelda- vél liitar upp allan braggann, sem er nokkuð stór. Þegar lrost eru verður kuldinn óbærilegur inni og vatnið frýst í vatnsleiðsl- unni. Ekkert frárennsli er til og verður því að bera allt skolp langar leiðir. Þegar rignir lekur þakið hér og hvar. Braginn er sundurþiljaður með gömlum kassafjölum og ónýturn pappa. Rottur hafa það til að gera sig heimakomnar bæði að nóttu og degi, þegar vel liggur á þeim, og láta ekki sitt eft- ir liggja að skennna híbýlin og aðrar eignir. Gömlu hjónunum er algerlega um megn að út- vega sér annað og betra húsnæði. Ævistarfi þeirra er að mestu lokið. Þau hafa unnið baki brotnu alla ævi, reynt að tryggja framtíð hins veika son- ar, en getan ekki orðið meiri en þetta. Ef til vill ættu þau þó betra skilið. I öðrum bröggum búa að sjálfsögðu hjón með mörg börn, stórar fjölskyldur. Hvernig fer með heilsu þessa fólks? Það segir sig sjálft. Börnin þrífast illa, eru næm fyrir öllum sjúkdómum og beinlínis veiklast strax á unga aldri. Það kemur í þau kyrkingur eins og allan gróður, er ekki nýt- ur sólar. Það er vitað mál, að mjög lélegar íbúðir eru hreinustu ræktunarstöðvar fyrir berkla og aðra liættulega sjúkdóma. Með því að láta okkur hús- næðismálin litlu skipta, sýnum við hver og einn mikinn menningarskort. Blöðin birta iðulega með stórum fyrirsögnum, greinar um íslenzka listamenn og íþróttamenn og 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.