19. júní


19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 46
þeir taldír hafa sýnt það öðrum þjóðum, að hér búi þjóð á háu menningarstigi. En fátt sýnir þó betur menningarstig hverrar þjóðar en einmitt liúsnæðismál hennar. Á því sviði er þörf mikilla framfara. íslenzka þjóðin verður að búa vel að þegnum sínum í þeim efnum og vinna að því hiklaust og sleitulaust. Það á að vera fyrir neðan virðingu hennar, að mörg börn hennar og gamal- menni þurfi að dvelja í vistarverum, sem í marga staði standi að baki búpeningshúsum og er þó búpeningurinn alls góðs maklegur. íslenzka þjóðin verður að keppa að því, að vera sönn menningarþjóð um húsnæðismál sín, sæmd henn- ar liggur við. Því ber að fagna, að augu einstaklinga og fjöld- ans eru að opnast í þessuin málum. En langt er frá, að á þeirn sé enn tekið af þeirri djörfung sem skyldi. Ljóst er, að einstaklingarnir eru flestir svo litlum efnum búnir að þeir geta ekki af eigin rammleik byggt forsvaraniegar íbúðir handa sér og sínum, þar þarf einnig hið opinbera að veita sína mikilvægu aðstoð. Ymsir kunnir stjórnmálamenn hafa skilið þetta. Hinn þekkti foringi alþýðunnar, Héðinn Valdimarsson, barðist fyrir því að ríki, bæir og einstaklingar í sameiningu kæmu upp verka- mannabústöðum fyrir verkamenn og lágtekju- menn bæjanna. Jónas Jónsson, hinn merki for- ingi bændanna, var jafn duglegur að berjast fyrir bættu liúsnæði í sveitum. Þjóðin getur vissulega þakkað báðum þessurn mönnum þýðingarmikið forustustarf um húsnæðismál hennar. En betur má ef duga skal, því að þrátt fyrir fjölda glæsi- legra íbúðarhúsa bæði til sjávar og sveita og marga myndarlega verkamannabústaði, ríkir þó eins og áður segir, óviðunandi ástand fyrir fjöld- an allan af íbúum landsins í húsnæðismálum. Mér finnst nú kominn tími til, að konurnar taki mál þetta í sínar hendur, og geri það að einu að sínu aðalbaráttumáli. Gaman hefði verið að geta talið upp nokkrar konur, sem hefðu unnið jafnvel á þessu sviði og þeir tveir menn, er ég áð- ur nefndi, en því er enn ekki að heilsa. Konur hafa til þessa sinnt þessum málum of lítið. Þó reynir mest á þær, sem þurfa að búa í hinum lé- legu húsakynnum. Konan verður að þrífa þau og vera þar við vinnu sína allan daginn. Eitnar mest á henni óhagkvæm innrétting í eldhúsi, erfiðir stigar, ónógar geymslur og skortur á ýmis konar hjálpartækjum innanhúss. Hún hlýtur að finna það liezt livar skórinn kreppir í þessuin sökum. En það er erfiðara úr að bæta en um að tala. Það er að sjálfsögðu ókleift fyrir allan þorra verka- manna og láglaunamanna að byggja sér hús eða íbúðir eins og allt er dýrt, sem til bygginga þarf, þegar og þar við bætist, að lán til slíkra fram- kvæmda eru næstum ófáanleg og með háum vöxt- um ef fást. Hið opinbera verður að láta meira af hendi rakna í þessum efnum ef vel á að fara. Vel mætti í því sambandi taka aðrar þjóðir til fyrir- myndar svo sem Svía. En þeir hafa búið bezt að sínum þegnum í húsnæðismálum allra Norður- landaþjóðanna og þótt víðar væri leitað. Til þess að ráða bót á húsnæðisvandamálum sínum hafa þeir meðal annars byggt mjög stór íbúðarhús með 2—4 herbergja íbúðum. Eldhús og bað fylgir hverri íbúð. Stórbyggingum þessum fylgja sérstök þvottahús, þar sem íbúar húsanna fá þvott sinn þveginn fyrir lítið fé, sömuleiðis þurrkaðan og strokinn. Ymis konar önnur hagræði eru og látin í té. Yfirleitt eru hús þessi leigð fyrir sanngjarna leigu. Að því er unnið að liver fjölskylda fái hús- næði nteð tilliti til stærðar sinnar og greiðslu- getu. Þetta form virðist hafa gefið góða raun. Nti vilja einhverjir segja, að stjórnarvöld lands- ins hafi nú þegar gert allt það sem hægt sé til fyr- irgreiðslu í húsnæðismálum með framlögum til verkamannabústaða, nýbýla og endurbygginga í sveitum, lánum og ábyrgðum til byggingarsam- vinnufélaga, ákvæðunt um útrýmingu heilsuspill- andi íbúða og nú síðast með fjárveitingu í því skyni og til smáíbúða. Allt er þetta lofsvert og þakkarvert og miðar í rétta átt, en samt þarf meira til, mikið meira. Lánin til smáíbúðanna koma að sjálfsögðu nokkrum að notum. Einkum þeim, sem geta út- vegað sér önnur lán og hafa sæmilega atvinnu. En það er langt í frá, að hverjum sem er sé kleift að standa undir slíkum lánum eða ganga forsvaran- lega frá byggingu fyrir þau. Nú er afkoma fjölda fólks svo komið, að það hefur rétt til linífs og skeiðar, varla fyrir nauðsynlegum fötum, ekkert fyrir vaxandi sköttum og skyldum og því síður til greiðslu hárra lána. Smáíbúðalánin koma því ekki öðrum að notum en þeim, sein nokkrar eign- ir eiga, hafa trygga og góða atvinnu og geta sjálf- ir unnið verulega að smíði húsanna. Þeir, sem verr eru settir, fá engin lán eða gefast upp í miðj- um klíðum, skuldum vafðir. Það er líka mikill vafi, hvort rétt sé í kaupstöðum, einkum Reykja- 19. JÚN1 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.