19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 23
verðlag, skömmtun og eftirlit með gæðum neyzlu-
vara.
IJví skal ekki neitað, að það var erfiðleikum
bundið að fá öll þessi stóru, mannmörgu sarntök
til að sameinast. Þau voru vön að fara sjálf, hvert
um sig, á stúfana við ráðamenn þjóðíélagsins, er
þeim þótti þörf krefja. Þarna voru fulltrúar
hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins með ólíkustu á-
hugamál og ólíkan efnahag; sumir úr bæjum,
aðrir rir sveitum. Togstreita rnilli stjórnmála-
flokka, sem annars er fyrirferðarlítil í dönskum
kvennasamtökum, gerði vart við sig.
Forsætisráðherrann tók málinu vel. Hann sá,
að með þessu móti var liann laus við endalausar
kvartanir húsmæðra, er leituðu til hans. Sá varð
endirinn á, að húsmæðurnar féngu fulltrúa í
nefndum og ráðum. Síðar skildi ungur nýskipað-
ur verzlunarmálaráðherra, hve gagnlegt var að
hafa húsmæðurnar með í ráðum. Hann kallaði
oft á sinn fund nefnd kvenna, sem nú hefur hlot-
ið nafnið Neytendaráð liúsmæðra (Husmödrenes
forbrugerrád). Sú nefnd var jafnan höfð með í
ráðuni, þegar til nýrrar útlilutunar kom eða ef
um breytingar á neyzluvörum var að ræða.
Það heppnaðist að íá fleiri og fleiri konur inn
í hinar opinberu nefndir sem fulltrúa fyrir Neyt-
endaráðið. En starfið var erfitt. Allir þeir, sem
sátu fyrir í nefndunum, voru sérfræðingar á sínu
sviði eða þá stjómmálamenn, er höfðu verið við
þessi störf í mörg ár. Það var ekki vandalaust að
bnna heppilega fulltrúa og finna þá línu, sem
hægt var að slá föstu, að væri sjónarmið húsmæðr-
anna. En þetta smáfærðist í rétta átt og Neytenda^
ráð danskra liúsmæðra, sem upprunalega var
stríðsfyrirbrigði, varð að fastri opinberri stofn-
un. Dálitlir erfiðleikar komu þó ávallt fram
vegna áhrifa einstakra félaga. Húsmæðurnar eru
a vorum dögum sá stóri aðili, sem stjórnarvöldin
vilja heldur liafa með sér en mót. Verksmiðju-
stjórum og kaupmönnum hefur skilizt, að þeir
geti ekki framvegis spyrnt á móti kröfum ráðsins
um vörumerkingu og vörugreiningu. Verksmiðj-
bjóða meðlimum Neytendaráðsins að dænra
um barnaföt, skófatnað og vinnuföt o. þ. h. Unn-
er að því að koma á sérstakri viðurkenningu á
ýmsum vörum. Nú er farið að ræða um dagsetn-
mgarstimpil á niðursoðnum fiskvörum, liafra-
mjöli, þvottaefni, feitmeti o. fl.
Verðlag á vörum er engu síður áhugamál Neyt-
endaráðsins, og fulltrúar þess í verðlagseftirlitinu
!9. JÚNÍ
skipa þýðingarmikinn sess. Ráðgazt liefur verið
við verzlunarráðuneytið um vöruumbúðir.
Flokkun vörunnar er bezti leiðarvísir húsmóður-
innar, er hún verzlar. I Danmörku er flokkun
vara falin sérstöku ráði. í því eiga sæd 22 karl-
menn frá ýrnsurn starfsgreinum.
Til Neytendaráðsins er leitað úr öllum áttum
og sífellt eru lagðar meiri skyldur á herðar þess.
Hinn ótrauði og framtakssami formaður þess,
cand. polit frú Lis Groes, er 9 barna móðir. Hún
hefur bæði faglega og raunhæfa þekkingu á kröf-
um og vandamálum neytandans, en slíkt er nauð-
synlegt til þess að ná árangri á þessu sviði. Ráðið
liefur nú sérstaka skrifstofu og launaðan starfs-
mann. Það stendur í sambandi við hliðstæðar
stofnanir í Ameríku og Englandi. Takmarkið er
að fá yfirvöld og fyrirtæki til að taka til greina
sjónarmið neytandans, þegar ákvarðanir eru tekn-
ar. Jafnframt að halda uppi fræðsustarfsemi með-
al húsmæðra, þroska þær sem neytendur, þannig,
að þær hafi lull skil á verðlagi og gæðurn þeirrar
vöru, senr þær kaupa. Þá telur Neytendaráðið
eðlilegt og sjálfsagt, að húsmæður hafi íhlutun-
rétt á sviði verzlunarmála, ekki síður en þeir að-
ilar, sem í hagsmunaskyni annast innkaup og
dreifingu vara.
Mikið fé rennur í gegnum hendur húsmæðr-
anna og á dugnaði og hagsýni þeirra byggist heil-
brigði og starfshæfni fjölskyldunnar. Þannig er
því bæði réttmætt og hagkvæmt fyrir þjóðfélagið
í heild að taka því með skilningi, er húsmæður
fara fram á að fá að vera með í ráðum.
Heimilisráð ríkisins (Statens Husholdningsrád)
var sett á laggirnar í Danmörku í maí 1935. Til
skamms tíma liefur Karen Braae verið formaður
þess. Nú hefur húsmæðrakennari, Ingefred Juhl
Andersen, tekið við. í þessu ráði eru fulltrúar
ríkisstjórnarinnar, heilbrigðisyfirvalda og hinna
stóru húsmæðrasamtaka. Starfssvið þess er að
gera rannsóknar- og tilraunastörf og reka fræðslu-
starfsemi. Það kemur ennfremur fram sem opin-
iter aðili út á við og hefur samvinnu við ýmis
önnur samtök.
Heimilisráð ríkisins hefur leizt feikna verk af
hendi frá því það var stofnað, þó að sumu leyti
hafi það dregið úr störfum þess, hve liáð það er
ríkin u.
Á efnarannsóknarstofu þess fara fram margvís-
legar rannsóknir. T. d. eru rannsakaðar mismun-
9