19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 26

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 26
— Hatramlega upp á milli ykkar systkinanna, livers konar tal er þetta eiginlega? Við skulum láta þá dauðu hvíla í friði og ekki blanda föður þínum í deilu okkar. En annars get ég sagt þér það, að lionum var svo sannarlega ekki um það gefið, að alið væri á neins konar óeðli í kvenfólki, og hann liefði sízt af öllu viljað sjá fram á það, að þú yrðir uppþornuð fræðasyrpa, og færir á mis við allt raunverulegt líf. — Raunverulegt líf, tók unga stúlkan upp með lieitum móði. — Er það ekki raunverulegt líf að fá að læra það, sem hugur og hæfileikar hneigj- ast að, fá að verða það, sem manni er ætlað að verða? — Þú heldur kannski, að þér sé ætlað að verða einhver ósköp. Ekki vantar sjálfsálitið. Það liafa margar stúlkur haft gaman af að líta í bók eitt- hvað fram eftir aldri meðan ekki kallaði neitt sérstakt að, og ekki held ég, að hafi búið neitt merkilegt á bak við það. Þessar stúlkur verða jafnt sem aðrar húsfreyjur og mæður, nú og verði þær það ekki er líf þeirra aumkvunarvert og mis- heppnað. — Ég kæri mig ekkert um að gifta mig, ég vil heldur halda áfram að læra og fá svo, þegar námi mínu er að fullu lokið, starf sem er í samræmi við menntun mína, það er mér raunverulegt líf. — Við skulum hætta þessu þrefi, það er auð- heyrt, að þú vilt engum sönsum taka, en þú verð- ur að beygja þig fyrir nauðsyninni samt. Efni mín hrökkva ekki til að kosta ykkur systkinin bæði til langrar skólagöngu, þú ert búin að læra nóg til þess að geta farið að vinna fyrir þér. Og svo tölunr við ekki meira um þetta. Gerður hafði ekki neina löngun til að rýra hlut bróður síns, en hún gat þó ekki stillt sig um að segja: — Palli hefur mun minni áhuga fyrir námi en ég og helzt held ég, að hann vildi vera laus við langt skólanám, það er svo margt annað, sem hann getur valið um. Hvers vegna á hann þá endilega að ganga fyrir, ef aðeins annað okkar fær að stunda framhaldsnám? — Það er réttur hans. Hann verður að sjá um sig sjálfur, og verða þar að auki vafalaust fyrir- vinna heimilis. — Þú ert alltaf að hamra á því, að ef stúlkur giftist verði menntunin þeim til einskis, en menntun er aldrei til einskis, og þar að auki gæti farið svo, að ég yrði engu síður en Páll að vinna fyrir mínu heimili. Þó að ég eignaðist mann gæti liann orðið veikur og ófær til vinnu og ég gæti orðið að sjá um börn mín og kosta þau til mennta. Væri ég þá ekki betur á vegi stödd, ef ég hefði góða menntun? Gæti ég þá ekki vænst þess að fá betra starf? — Það er óþarfi að gera ráð fyrir því versta, og ef illa færi mundi þér áreiðanlega leggjast eitt- hvað til, þó að þú værir ekki hálærð. — Þér finnst skylt og sjálfsagt að búa Pál sem bezt undir að verða fyrirvinna heimilis, en hvað með mig, ef ég er lítt undir það búin, ætti ég þá að leggja árar í bát ef þar að kæmi? — Hverslags heimskuþvaður er þetta, eins og þér væri ekki undir öllum kringumstæðum skylt að annast um börn þín, ef þau ættu ekki annan að en þig. Annars finnst mér svona tal alveg út í liött, þú ættir að gifta þig fyrst áður en þú ferð að ráðgera að verða ekkja. Nú tekur þú þá atvinnu, sem þér stendur til boða og málið er útrætt. Gerður horfði á móður sína og lamandi von- leysi greip hana, liún skildi ekki liið flókna völ- undarhús mannssálarinnar og gat því ekki vitað, live ræturnar að synjun móður hennar lágu víða, að hún dýpst í hjarta sínu hafði ótrú á kynsystr- urn sínum og auk þess hafði hún meiri andúð en henni var sjálfri Ijós á þeim konum, sem sköruðu fram úr öðrum, hún vildi helzt, að allar konur væru steyptar í sem líkast mót og hún sjálf, um fram allt ekki stærra, því að heldur vildi hún liafa ástæðu til að líta niður á aðrar konur en upp til þeirra. Við þetta bættist dýrkun hennar á einkasyninum og óskin um, að hann sæti að því bezta og að systir hans drægi ekki neitt frá hon- um í neinu tilliti. Með sjálfri sér vissi hún, að hún var ekki verr stæð en svo, að hún gat gert báðum börnum sínum jal’nt undir höfði, livað menntun snerti, en hún liafði nú einu sinni tekið þá óhagganlegu ákvörðun, að Páll skyldi bera stærri hlut frá borði en sysdr hans, hans sómi verða meiri. — Og enn víðar lágu ræturnar að synjun móðurinnar, Jregar hún með köldu blóði svipti dóttur sína þeirri menntun og þeirri fram- tíð, sem henni bar. Þótt Gerði væri fæst af Jressu ljóst, þá sannfærð- ist hún um það, að við móður hennar stoðuðu engar rökræður, engin skýrskotun til skilnings og sanngirni. Með skelfingu komst hún að Jreirri niðurstöðu, að þessi kona, sem hafði valdið til að marka henni framtíðarbraut, væri ánetjuð kredd- um og fordómum, sem kváðu á um skyldur kon- 19. JÚNl 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.