19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 30
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR:
Endurskoðun skattalaganna
Á síðasta þingi var borin fram þingsályktunar-
tillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir heildarendurskoðun laga um
skatta og útsvör. Við endurskoðun þessa skyldi
stefna að því, að lögfest verði heilsteypt kerfi
skattamála, sem byggist á eðlilegri og samræmdri
tekju- og verkaskiptingu ríkisins annars vegar og
bæjar- og sveitarfélaga hins vegar, og jafnframt
við það miðað að ofþyngja ekki einstaklingum,
félögum og atvinnurekstri í opinberum gjöldum.
í meðferð þingsins tók tillaga þessi m. a. þeim
breytingum, að bætt var inn í upptalningu þeirra
aðila, sem ekki skyldi ofþyngja með opinberum
gjöldum, orðinu ,,hjónum“, þannig að málsgrein-
in leit þannig út, er tillagan var samþykkt: „Sé
jafnframt við það miðað að ofþyngja ekki ein-
staklingum, hjónum, félögum og atvinnurekstri
í opinberum gjöldum", og er það þá ákveðið, að
við endurskoðun skattalaganna beri að taka sér-
stakt tillit til aðstöðu giftra kvenna í þjóðfélag-
inu, en það er mál, sem réttindasamtök kvenna
hafa á undanförnum árum látið sig miklu skipta.
Ákveðið er að rannsókn og undirbúningi máls-
ins sé hraðað svo, að ríkisstjórnin leggi frumvarp
til laga um málið fyrir næsta reglulegt Alþingi.
Ríkisstjórnin hefur svo skipað nefnd til þess að
vinna að undirbúningi skattalaganna á fvrr-
greindum grundvelli og er sú nefnd nú þegar bú-
in að sitja alllengi á rökstólum, en þó mun starfi
hennar ennþá ekki vera langt komið.
Skatta- og útsvarsmál eru einhverjir allra um-
fangsmestu málaflokkar þjóðfélagsins, ekki sízt
hjá þjóð eins og okkur, þar sem opinber rekstur
og afskipti ríkis- og sveitarfélaga af málefnum
einstaklinganna eykst ár frá ári, m. a. vegna óska
borgaranna um slík afskipti, og framkvæmdir
ríkis og bæja verða að greiðast með fé, sem jafnað
er niður á borgarana með ýmsu móti, en þó eink-
um með sköttum og tollum. Það snertir því hvern
einasta borgara þjóðfélagsins, hvernig þessi rhál
Í6
eru leyst, bæði í heildinni og í einstökum atrið-
um, og er erfitt að taka ákveðna þætti skattamála
út úr heildinni, og ræða þá sérstaklega, vegna þess
að livert einasta atriði skattamálanna hefur áhrif
. langt út fyrir það, sem kalla mætti takmörk þess
sjálfs. Og þótt konur hafi fyrst og fremst tekið
upp baráttuna fyrir réttlátri sköttun giftra
kvenna — hjóna — þá er það mál, sem snertir alla
skattgreiðendur, eins og líka að aðrir þættir
skattamálanna snerta jafnt giftar konur og aðra
skattþegna.
Ríki og sveitarfélög þurfa árlega að innheimta
frá borgurunum upphæðir, sem að vísu eru ekki
fast ákveðnar fyrirfram, en sem þó eru, hvað rík-
ið snertir, miðaðar við fyrirfram gerða áætlun,
— fjárlögin — og hvað bæina snertir miðaðar við
þörf hvers árs, eftir að áætlun um fjárþörfina
liggur fyrir. Það er m. ö. o. við álagningu opin-
berra gjalda miðað við þarfir ríkis og bæja, en
ekki við getu eða vilja borgaranna til þess að
greiða þessi gjöld. Að vísu eru tekjustofnar ríkis
og bæja með ýmsu móti, en í aðalatriðum er það
þó þannig, að með óbreyttum útgjöldum fiá ári
til árs má ganga út frá því, að lækkun á einum
tekjustofni þýði hækkun á öðrum, og að hækkað-
ur reksturskostnaður hins opinbera þýðir liækk-
anir á opinberum gjöldum, einhverjum eða öll-
um, og ef til vill nýjar skattaálögur.
Það er að sjálfsögðu mjög til athugunar fyrir
þegnana, á hvern hátt heppilegast sé að tekjurnar
séu fengnar, hvort t. d. að heppilegra sé að þær
séu teknar með óbeinum sköttum, þ. e. sem
neyzluskattur á hvern mann eða með beinum
sköttum, sem lagðir eru á eftir fjárhag. Óbeinu
skattarnir eru m. a. tollarnir, sem hljóta aðallega
að verða nefskattur, þar sem þeir eru miðaðir við
neyzlu manna, og sem koma að miklu leyti jafnt
niður á einstaklingana og þá tiltölulega þyngra
á framfærendur, sem hafa þung heimili og mörg
börn, heldur en liina. Beinu skattarnir eru mið-
19. JÚNÍ