19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 18

19. júní - 19.06.1955, Page 18
gangur málanna löngum. Og því gæti ekki farið eins með þessa þjóðsögu, þetta hugarfóstur ein- livers, sem ekki vill láta sín við getið, þó að hann — eða hún — kæmi þessu á kreik og væri umhugað um að láta menn festa trúnað á það, með því að klína á það vörumerkinu „alveg satt“, sem oft er notað við svona tækifæri og hefur gefizt mörgum vel? Flestum er það sameiginlegt, sem lítið skyn bera á skáldskap, að þeir halda að enginn geti ,,skáldað“ úm annað en það, sem fyrir þá liafi komið í raun o'g veru, eða þá einhverja aðra, sem þeir hafi þekkt. Þeir skilja sem sagt frásagnarhliðina, en hafa mjög takmarkaðar hugmyndir um hina eiginlegu hlið málsins, það sem skiptir þó mestu máli — liinn skapandi mátt skáldsins. Þeir athuga það ekki, að það er sitt hvað að fást við að yrkja eða rita, eða vera skáld. Almenningur hugsar að allir séu skákl, sem einhvern tíma hafa borið það við að ríma stöku. — Mig hefur oft f’urðað á, hvað þessi villa er almenn — og svo jafnframt hitt, hvað flestum hættir til að telja sig skáld, þó að vísurnar sem þeir tilfæra séu mesta ómynd. — Þarna er það, sem kött- urinn liggur grafinn. Þeir, sem eiga það skilið að vera nefndir skáld, verða að eiga hægt með að bregða sér í allra kvik- inda líki. Þeir verða að geta hleypt hömum í sí- fellu og þurfa þá að tala jafn snjallt fyrir munn allra, sem þeir taka sér fyrir hendur að lýsa, hvort það er heldur maður eða málleysingi, háleit hug- sjón, stráið, sem berst fyrir straumi eða þá storm- urinn, sem hrekur stráið til og frá og eirir engu. Svo verða þeir auðvitað einnig að geta tjáð sig, á sem allra ljósastan og aðgengilegastan hátt, svo að aðrir geti hrifizt með og séð og notið þess sama með þeim, sem Ijóðin lesa. Þar við bætast svo fleiri skilyrði, sem nauðsynlegt er að fullnægja, eins og meðferð máls og stíls. Allt þetta, í sem beztu sam- ræmi, skapar listina. Því meiri myndauðgi, sam- fara töfrum máls og stíls, því betra skáld! En þetta skilja ekki allir, sem ekki er heldur von til. Auðvitað leggja skáldin alltaf meira eða minna af sjálfum sér í hvert ljóð, sem þau semja, eitthvert brot af sinni eigin sál, vitandi eða óafvitandi. Þeir tjá sín eigin viðhorf við lífinu og fyrirbrigðum þess, hvert á sinn sérstaka hátt. Þau leggja sögu- fólki sínu í munn sínar eigin skoðanir. Þau reyna að tjá, hvernig þau vildu hverfast við vandamálum daglega lífsins. Því geta menn rakið þeirra eigin baráttusögu með því að lesa þau ofan í kjölinn, þó að menn taki ekki hvað eina alveg bókstaflega, sem þau segja.----- Mig langar nú til að segja ykkur í trúnaði frá því, hvernig eitt af elztu kvæðunum mínum varð til, í raun réttri, svo að enginn þurfi að fara í graf- götur um það, þegar ég verð farin héðan. Frásögn mín er hvorki löng né merkileg, en hún skal verða sönn — og verður það styrkur hennar. Mér er þetta litla kvæði einna kærast ljóða minna, vegna minn- inganna unt það, hvernig það varð til. Það er eitt af ótal eingetnu afkvæmunum mínum, framhjá- tökubörnunum, sem stytta mér stundir og létta mér einangrun og stríð daganna. En ég bið ykkur að hafa það hugfast, að ég er ekki að segja frá þessu til þess að stæra mig á nokkurn hátt, síður en svo. Lílið var nú einu sinni svona — og þetta var það fangaráð, sem ég greip, til að liamla á móti lam- andi áhrifum þess. Uppgjöf var mér fjarri skapi, þrátt fyrir veika heilsu og litla líkamskrafta. — Það var 5. ágúst 1920. — Ég átti heima inni í heiði. Fólkið var allt á engjum, nema ég og óska- börnin mín, sem voru í svefni. — Ég fór fram í hlóðahús til að búverka, taka ost, flóa til skyrs og gera 30 flatkökur, sem áttu að bakast á glóðinni. — Fyrsta verkið var að sækja taðskán í poka. — Ég þreif pokann og skálmaði út að hlaðanum, sem var á hólnum utan við bæinn, skammt frá. Ég kraup niður til að taka úr stæðunni heila skán til að hafa með. Sá ég þá að arfaklær uxu upp með skánunum. Kom mér þá í hug: Alls staðar er þessi arfi, þessi harðgerða jurt, sem allir ofsækja, en fest- ir þó hvarvetna rætur, jafnvel í hverju einasta ak- urlendi. — Svo er skemmst af að segja. Fyrsta vísan varð til á meðan ég fyllti pokann og sú næsta var búin meðan ég gekk heim að bænum, og man ég, að þegar ég steig inn í bæjardyrnar, var hún búin. Svo kom ein eftir aðra í einni dembu, svo að ég varð að sækja mér inn blað og ritblý til að bjarga þeirn frá því að glatast jafnóðum. Annars var ég ekki vön að skrifa neitt niður, fyrr en ég hafði lært það að fullu og þá við fyrstu hentugleika, því að ekki mátti eyða vinnustund í þann óþarfa, held- ur hvíldarstund eða næsta helgidegi. — Ég orti síð- ustu vísuna meðan ég bakaði brauðið á glóðinni — og lærði, fágaði og festi mér í huga. Annars fædd- ist flest nærri fullskapað hjá mér, svo að ég breytti örsjaldan miklu frá fyrstu gerð framan af árum. — Fram yfir fimmtugt lærði ég allt, sem ég orti, áður en ég festi það á miðana. Ég orti á síðari árum á lausa miða, svo að ég gæti raðað vísunum eftir vild 19. JÚNÍ 4

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.