19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1955, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.1955, Qupperneq 19
r-----------------------------------s FORSÍÐUMYNDIN cr eftir GunnfrtOi Jónsdóttur niyndhöggvara og nefnir hún hana: Fornaldarkonuna. Gunnfriður cr fædd á Sæunnarstöðum í Hallárdal 26. des. 1889. 29 ára gömul fór hún utan til að sjá og nema fleira en kostur var á hér hcima. í 10 ár dvaldi liún vtra, GunnfriOur Jónsdóttir á Akropolis. i Danmörku, Svfþjóð og Frakklandi, og á þessum árum ferðaðist hún víða, m. a. til Ítalíu og Grikklands til að kynna sér listir. — Fé til fcrðalaganna aflaði hún með saumaskap, því að félaus hafði hún farið að heiman. Frú Gunnfriður dvaldi um tíma hjá prófessor Utzon Frank við listaháskólann í Kaupmannahöfn. 1929 kom Gunnfríður heim aftir og tveimur árum seinna mótar hún fyrstu ínynd sína: Drcymandi drcngur. Mynd þessi vakti strax mikla r.lhygli og var sýnd ásamt öðrum verkum hennar á Norðurlandasýningu kvenna í Stokkhólmi 1918. Myndir Gunnfríðar hafa verið á 4 Norðurlandasýn- ingum og mörgum samsýningum liér hcima. l’ekktasta verk liennar er myndin „Landsýn", scm höggvin var í granít og stcndur í nánd við Strandarkirkju. V_____________________________________________________; ;í eftir. En þetta hafði afturþann ókost.að stundum týndist miði og miði við afritun, svo að það kom fyrir að þeir féllu alveg úr, er ég færði kvæðið inn síðar og vantaði þar í. Þetta gæti litið svo út sem ég hefði ort þessar vísnr síðar, en svo er þó ekki, held- ur stafar þetta af því, að ég hirti síður um að læra eftir að ég tók upp þann hátt að festa allt sam- stundis á blöð og gleymdi ég þá stundum vísu og vísu úr lengri kvæðum, enda var þá ekki minni mitt orðið eins traust og það varð aftur eftir veik- 19. J ÚNÍ indin, sem sviptu mig því svo á 25 ára aldrinum, að ég mundi varla, livað ég var gömul, nema með höppum og glöppum. Annars mun það mála sann- ast, að sinn slái með hverju laginu í þessu efni sem öðru. Það var nokkuð algild regla, að ég orti lirað- ast — og bezt — þegar égátti sem allra, allraannrík- ast. Man ég eftir kvæðum, sem ég orti við þvotta- balann, hrífuna, tóvinnuna, húsaræstingu, slátur- gerð og jafn vel þegar ég var veik og lá rúmföst. Það voru oft mínar einu hvíldarstundir og þá hafði ég aldrei stundlegan frið fyrir þessu aðkalli. Sem dæmi nefni ég eitt kvæði, sem ég orti hálft við þvottabalann og hálft síðar, rúmlæg, með hita og andlitið stokkbólgið af tannrótarígerð. Þetta er eitt af mínurn stærstu kvæðum. — Rúmlæg þýddi ég stærsta kvæðið, sem ég hef þýtt til þessa, svo veik í bakinu, að ég átti óhægt með að róta mér til að festa það á blöðin. Svona gæti ég lialdið áfram lengi án þess að ýkja, af því að mér hefur oft verið skipað að halda áfram, eins og með harðri hendi, þó að ég liafi oft verið bæði þreytt og veik. Hvort þessi harðstjórn hefur verið utanaðkomandi eða hið innra með mér, veit ég ekki, en hart liefur ver- ið eftir rekið og stundum jafnvel án allrar mis- kunnar. Þetta er nú mín reynsla, en ekkert veit ég um það, hvort aðrir hafa sömu sögu að segja. — Þetta uppkast er rissað upp í flaustri 11. apríl 1949. Hermenn hlýða messu hjá konu í lítilli borg í Sviss, þar sent ein herdeild hafði aðsetur, hafði hermönnunum einn sunnudags- morgun verið skipað aðganga í fylkingu til kirkju til að hlýða messu. En lierpresturinn kom ekki. Organistinn spilaði og spilaði, en enginn kom presturinn. Þá var sent í flýti til sóknarprestsins og hann beðinn að koma. En liann lá þá veikur i sjúkra- húsi, svo að konan lians, seni hafði prestsvígslu. sté í stólinn og messaði yfir 600 fondða hermönn- um. Þeir hlustuðu hljóðir á hina auðskildu, en á- hrifaríku, ræðu prestskonunnar, sem gekk þeim beint til hjartans. Eftir messuna þökkuðu þeir henni hrærðir og fagnandi. Þeim liafði skilizt. að guðspjöllin missa einskis í við það að vera túlkuð af konu. 5 „International Women's News".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.