19. júní


19. júní - 19.06.1955, Side 20

19. júní - 19.06.1955, Side 20
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR: Jöfn lann tíl karla og koenna fyrír jafnoerðmœt störf Réttindamál. Nú eru liðin 40 ár síðan Alþingi Islendinga sam- þykkti með stjórnlagabreytingu, að konur skyldu fá kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Sá sigur, sem unninn var árið 1915 ásamt þeirri við- bótarbreytingu, sem gerð var árið 1918, var árang- ur langrar baráttu frjálslyndra og víðsýnna karla og kvenna, bæði liér á landi og í öðrum ríkjum Ev- rópu og Vesturheims. Það, sem hér gerðist í rétt- indamálum kvenna árið 1915 og fyrir þann tíma var í samræmi við þær hugsjónastefnur, sem höfðu rutt sér braut hvarvetna í þeim löndum, þar sem menning var á svipuðu stigi og hér, en hugsjónin um frelsi og jafnrétti liefir á síðari tímum orðið aðveruleika fyrir fleiri ogfleiri, bæði í gegnum lög og reglur einstakra ríkja og fyrir samstarf þjóð- anna. Áður höfðu hér verið sett: lög um það, að konur hefðu sama rétt og karlar til menntunar, náms- styrkja og embætta. Það var ekki fyrr en síðar, sem farið var að Iireyfa nýjum þætti í réttindamálum kvenna, þ. e. rétti þeirra á vinnumarkaðinum. Til þess Hggja marg- ar ástæður, sem fyrst og fremst má rekja til breyttra þjóðfélagshátta og aukinnar þátttöku kvenna í at- vinnulífinu. Þessi réttindabarátta hefir hlotið sem einkenni kröfuna ,,sömu laun fyrir sömu vinnu“, sem nú liefir verið orðuð um a. m. k. í sumum sambönd- um, þar sem talað er um jöfn laun til karla og kvenna fyrir jafnverðmœt störf. Þetta þýðir í lengra máli kröfu um það, að ekki sé greitt fyrir unnin störf eftir því, livort verkið er framkvæmt af karli eða konu, heldur án tillits til þess, hver það vinn- ur. Rökin fyrir jöfnum launum kvenna og karla. Um þetta mál hefir verið rætt og ritað, og eink- um bent á eftirfarandi tjl stuðnings kröfunni um launajafnrétti: 1. að ekki sé hægt að telja að jafnrétti karla og kvenna sé í þjóðfélagi, þar sem konum er goldið lægra kaup en körlum fyrir jafnverðmæt störf. 2. að ósanngjarnt sé og óréttlátt, þar sem konur vinna sömu störf og karlar, að þeim sé goldið lægra kaup, enda beri vinnuþiggjanda að greiða laun eftir þeim störfum, sem hann fær unnin, en ekki eftir því, af hverjum þau eru framkvæmd. 3. að þótt vitað sé, að karlmenn séu venjulega hæfari til starfa, sem líkamlegt þrek þarf til, þá séu þó mörg störf, sem konur vinna að jafnaði bet- ur en karlar, og það hafi sýnt sig á ýmsum sviðum, að konur reyndust jafnokar karla við störf, sem yfirleitt eru falin kat'lmönnum. 4. að ef miða ætti við það, að karlmenn hafa oft fyrir heimili að sjá, þá gildi þar hið sama um fjölda kvenna, og að algengt sé, að einhleypur karlmað- ur hafi hærri laun en kona, sem er fyrirvinna Iieim- ilis síns, enda þótt bæði vinni að hinu sama og Iilið við hlið. Þetta ogfleira hefir veriðrætt ograkið um mörg undanfarin ár, án þess að enn sé komin sú skipan á, sem allir réttsýnir menn, karlar og konur, telja þá einu, sem til greina komi, nefnilega jafnrétti kvenna og karla í atvinnumálum. Islenzk lagaákvæði um launajaínrétti. Nú er það víst, að þótt engin almenn lagaákvæði séu til urn það hér á landi, að konum skuli goldin sömu laun og körlum fyrir sams konar störf, þá eru engin lög sem banna það, og má jafnvel líta svo á, að lagaákvæði þau, sem sett hafa verið varðandi konur, sem eru starfsmenn ríkisins, bendi mjög í þá átt, að almennt skuli gilda á íslandi jafn réttur kvenna og karla til starfa og reglan um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Þessi lagaákvæði eru: a) ákvæði unr jafnan rétt kvenna og karla til embætta. b) ákvæði í launalögunum frá 1945 um það, að 19. JÚNÍ 6

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.