19. júní


19. júní - 19.06.1955, Side 36

19. júní - 19.06.1955, Side 36
— Henni vegnar vel, en hugurinn hvarflar oft heim og lnin er dugleg að skrifa. Hún kom hingað í heimsókn í fyrra. — Það er orðið rokkið. Ljós Aladínslampans, sem á að bíða þess að rafmagnið leysi hann af hólmi, gerir blæ þessa fyrsta sumarkvölds notalega sveita- legan. Ef til vill á Aladínlampinn eftir að for- framast og verða raflampi. Og ef til vill verður rafmagnið þess valdandi, að sveitin, gróin og græn, verður æskunni ákjósanlegra framtíðarheimili en malbikið við Kollafjörð. Við gætum rabbað lengi nætur um skáldskap og fleiri sameiginleg áhugamál, en sveitakonan þarf að vakna snennna til að sinna sínum skyldum, og ég þarf að fá að fljóta með mjólkurbmsunum í veg fyrir bílinn í fyrramálið. ANNA SIGURÐARDÓTTIR: Verkakonan á Eskifirði I'egar ég var beðin að tala við verkakonu A Eskifirði fyrir „19. júní“, datt mér strax í hug að hitta frú Ragnhildi Einarsdóttur Snædal að máli. Ragnhildur hefir unnið lengur úti en flcstar konur hér, auk þess er hún formaður verkakvennafélagsins og hefir verið það samanlagt í 28 ár. Ragnhildur hefir búið á Eski- firði í rúm -10 ár. Hún fluttist hingað frá Vopnafirði tvítug að aldri ásamt manni sínuin, Jóni H. Snædal, og tveim ungum börnum. Frá þeim tíma hefir hún jafnan unnið að fiskverkun ásamt heimilisstörfunum, þegar vinnu hefir verið að fá, þangað til fyrir rúmum tveim árurn, er maður hennar varð fyrir slysi og liggur síðan rúmfastur. Var ekki oft erfitt að stunda útivinnu og purfa jafnframt að annast heimili og börn? Jú, það var erfitt, einkum meðan börnin voru ung, og þó sérstaklega fyrsta sumarið mitt hérna á Eskifirði, þegar maðurinn minn var veikur. Syst- ir mín, er hér bjó, tók raunar eldra barnið í umsjá sína, en liitt var heima Jijá föður sínum veikum og fólkinu, sem viðleigðum hjá, en að öðru leyti varð það að bjarga sér sjálft, eins og börn annara verka- kvenna, sem hvorki höfðu eldri börn eða gamal- menni til þess að líta eftir börnunum. Þegar fram liðu stundir — en erfiðir tímar líða hægt—varðþað ekki alvegeins erfitt, því aðþá voru þessi tvö börn orðin svo stór, að þau gátu sinnt þeim tveim, sem seinna fæddust. Þau elduðu mat- inn og hugsuðu um miðdegiskaffið. Eldri dóttir mín var ekki nema 10—11 ára þegar hún gat eldað matinn. Það er mikill munur að geta sezt beint að matborðinu, er lieim kemur, en verða að elda eða hita upp mat í hádegishléinu. En hún fór að heim- an áður en yngri dóttirin gat tekið við þessunr störfum, en yngri sonurinn var liðtækur við Jrau. Þegar vinna var að staðaldri vikum saman, eins og olt var á sumrin áður fyrr, varð margt að sitja á hakanum heima, t. d. allur saumaskapur, en ekki varð h já því komizt að sinna þvottum og allra nauð- synlegustu þjónustubrögðum, og þá varð tíminn, sem bættist við 10 tímana riti, stundum alllangur. Hvað barst þú úr býturn fyrir vinnudaginn fyrstu drin1 Fyrsta tímakaup, sem ég man eftir, var 15 aurar. Það var á Vopnafirði. Áður en verkakvennafélagið Framtíðin var stofnað hér 1918, var tímakaup 25 aurar, en á stofnfundi félagsins var kaupið ákveðið 40 aurar á tímann í 10 tíma dagvinnu. Brátt hækk- aði þó kaupið í 75 aura. Ég sé i frásögn af verkakvennafélaginu ykkar i „Vinnunni" 1950 (4.-5. tbl.) að eitt sinn hafi ver- ið gerður samningur, sem raunar átti sér skamm- an aldur, um pað að greiða konum sama kaup og körlum fyrir verk, „er almennt teljast karlaverk1'. Pið virðist hafa barizt dyggilega fyrir réttindum verkakvenna. Ertu annars ekki orðin langpreytt eftir launajafnréttinu? Jú, það er ég raunar, en konurnar mega sjálfum sér nokkuð um kenna. Mér hefir alltaf fundizt, að K.R.F.Í. hefði getað verið duglegra og stutt verka- kvennafélögin betur í baráttu þeirra. Það er ekki nóg að fá viðurkennt launajafnrétti til lianda kon- um, sem eru starfsmenn ríkisins. Eins atriðis hefir ekki verið gætt sem skyldi, en það er, að bilið milli karla- og kvennakaups verður æ stærra, eftir því 19. j ÚNÍ 22

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.