19. júní


19. júní - 19.06.1955, Side 38

19. júní - 19.06.1955, Side 38
A D D A B Á R A SIGFÚSDÓTTIR: HÆÐIRog LÆGÐIR Hæðir og lægðir skipa virðulegan sess í veður- fregnum og margir Jiafa veitt því athygli, að eftir þeim dansa vindarnir og raunar allir þættir veð- ursins. Margur norðlendingurinn hristir t. d. liöfuðið, þegar hæð yfir Grænlandi er nefnd. Þá er norðan- eða norðaustan áttin vís, en henni fylgir oftast ó- lundarveður nyrðra, þó að samtímis skíni sól á Suðurlandi. En hvers konar fyrirbrigði eru þá hæðir og lægðir og í hverju er drottinvald þeina fólgið? Ef við rifjum upp fyrir okkur gamian skólalær- dóm, minnumst við þess, að okkur hefur verið sagt að andrúmsloftið, sein umlykur jörðina, hafi ákveðna þyngd og það hvíli hreint ekki svo létt á móður jörð. Yfir hverjum fersentimetra er sem sé loftsúla, sem vegur um það bil eitt kíló. Við skul- um hugsa okkur svolítið stofuborð, sem er 1 meter á kant. Borðplatan er þá 1 fermeter eða 10 þúsund fersentimetrar. Loftþunginn sem hvílir á þessari borðplötu er hvorki meira né minna en 10 þúsund kíló. En hvers vegna brotnar þá ekki borðið undan Jressu feikna fargi? Skýringin er Jiað eðli Jrrýstings í lofti eða vökva að vera jafn í allar áttir. Þannig þrýsta 10 þúsund kíló ofan á borðið, en önnur 10 Jrúsund Jrrýsta neðan frá og upp, og borðinu verð- ur á engan liátt meint af Jdví. Það lítur út fyrir að borgarstjórar hugsi stund- unr um veðurfræði eða eðlisfræði. Að minnsta kosti var Joví þannig farið með borgarstjórann í Magdeburg. Hann sannaði samborgurum sínum á áþreifanlegan hátt hinn mikla þunga loftsins eða réttara sagt Jrann geysilega Jrungakraft, sem þrýstir á allt og alla. Hann fékk sér tvær hálfkúlur, sem hægt var að lella vel saman. Ekki límdi hann sam- an brúnirnar á nokkurn hátt, heldur felldi Jxær aðeins loftjrétt saman og dældi Jrví næst loftinu úr Jreim. Nú kallaði hann saman allt stórmenni, sem til náðist, og fékk sér 32 hesta. Beitti 16 fyrir hvorn Adda Bára Sigfúsdóttir kúluhelming og hottaði á, og eftir mikið strit gátu hestarnir slitið kúluhelmingana hvorn frá öðrum. Það er þessi kraftur, sem togaðist á við hestana í Magdeburg, og snúningur jarðar, sem gefur storm- inum aflið. En hverju erum víð þá nær um hæðir og lægðir? Til Jress að skilja livað er hæð og hvað er lægð, er í fyrsta lagi nauðsynlegt að gera sér grein fyrir Jrunga loftsins. Síðan kemur hitt atriðið: Loftið er ekki alltaf og alls staðar jafn þungt, þyngd Jress fer m. a. eftir hita og raka. Ef loftsúlan frá yfirborði jarðar að endamörkum andrúmsloftsins er léttari á ein- hverjum stað en yfir nálægum stöðum, er sagt, að lægð sé á Jreim stað, en ef loftþunginn er meiri á einum stað en á nálægum stöðvum, er sögð Iiæð á þeim stað. Þegar loftjryngdin er mæld, er rnældur sá þungi, sem hvílir á einum fersentimetra. Þessi Jrungi er kallaður loftþrýstingur og er venjulega hvorki mældur í kílóum eða grömmum, heldur í millibörum, sem daglega heyrast nefndir í veður- fréttum. En hvernig má þá skýra áhrif lægðanna á vind- inn? Ég nefndi áðan að loftþrýstingurinn á einum 19. JÚNÍ 24

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.