19. júní - 19.06.1955, Síða 43
dætur hans hlotið þá beztu menntun, sem þá var
títt um stúlkur.
Arið 1859 verða þáttaskipti í lííi frú Melsted.
13. nóv. það ár giftist hún Páli Melsteð sagnfræð-
ingi. Hún er þá 36 ára, en hann 47. Tveim árum
áður, þá 45 ára gamall, hafði hann lokið lögfræði-
prófi í Kaupmannahöfn. (Var hann þá, þegarhann
kvæntist, nýbakaður juristi). Páll hafði ætlað að
ljúka prófi í lögum 1841, en sýktist þá alvarlega og
varð þess vegna að hverfa heim próflaus. Faðir
hans undi því illa, en auðheyrt er á frásögn Páls,
að sagnfræðin hafi verið honurn hugleiknari en
laganámið.
Eins og forstöðukona Kvennaskólans segir í sögu
Kvennaskólans í Reykjavík á 70 ára afmæli skól-
ans, var hjónaband þeirra Thoru og Páls einkar
farsælt. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru
og áhugamál annars varð líka áhugamál Iiins. Vil
ég nú láta Pál Melsteð hafa orðið. Hann segir svo
í endurminningum sínum á bls. 85:
„Þáð mun flestum kunnugt, sem nokkuð þekkja
til þessa lands og til menningarástands þjóðarinn-
ar, að kvenfólkinu hefir verið lítill sórni sýndur;
synirnir ltafa verið látnir læra, mér liggur við að
segja hvort senr þeir gátu það eða ekki, en dæturn-
ar liafa verið settar hjá. Jafnvel sumum heldri
manna dætrum var framan af þessari öld* ekki
kennt að skrifa, en ef jreim var kennt það, og ef
þar voru bræður til, fengu þeir einir að skrifa við
borð, en systur þeirra fengu ]rað ekki; þær urðu
að fá sér einhverja skruddu og skrifa á hné sínu.
Og svona var fleira eftir þessu. Þóra þekkti hvern-
ig þessu hagaði til í Danmörku, og hvernig því
liagaði til hér á landi. Þessu vildi hún breyta; hún
vildi gjöra sitt til að hefja íslenzkt kvenfólk upp úr
þeirri niðurlæging, senr það liafði lengi átt undir
að búa, og beinasti vegurinn til þess var að koma
fótum undir einhverja stofnun, þar sem ungar
stúlkur gætu fengið tilsögn í nauðsynlegum og
nytsömum fræðigreinum bæði til munns og handa.
Þóra vissi vel, að hér var um nýmæli að gera, og
hér var við gamlan vana, gamla deyfð að stríða, og
að jafnvel mætti búast við opiberri og leynilegri
mótspyrnu; en hún er hugrökk og lét það ekki
aftra sér frá að byrja verkið treystandi guði og
góðu málefni. Þegar á fyrstu hjúskaparárum fór
kona mín að hugsa um þetta, og minnist ég þess
nú, að sumarið 1861 var Jón (Sigurðsson) á Gaut-
löndum einu sinni staddur hjá okkur, í gamla
* 19. öld.
--------------------------------------------
VeiSlaunasamíepjjni
„19. júní" efnir til verðlaunasamkeppni um beztu
smásögu, sem blaðinu berst fyrir 1. janúar næstk.
Sagan má ekki vera lengri en 3 síður í „19. júní"
og verður að vera frumsamin af íslenzkri konu.
Handritin séu vélrituð eða vel læsilega skrifuð
og merkt dulnefni. Nafn og heimilisíang höfundar
fylgi í lokuðu umslagi merkt sama dulnefni.
Fyrir beztu verðlaunahæfu sögu verða greiddar
kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur — í verðlaun en
engin sérstök ritlaun.
Utanáskrift blaðsins er „19. júní", Skálholtsstíg 7,
Reykjavík.
V____________________________________________
húsinu okkai', þá fæxði hún þetta málefni í tal
við okkux' Jón, og sagði ég, að hún skyldi skrifa
liugmyndii' um það í blað, og það gerði Iuin, og
veit ég ekki betur en það blað sé í skjölum K\ enna-
skólans. Síðan var hún að tala um þetta við mig og
eggja mig að skrifa eitthvað um kvennamálefnið
í blöðin, þangað til ég gerði þetta urn síðir og setti
grein í Norðanfara (mig minnir 1869) með þess-
ari yfirskrift: Hvað verður hér gjört fyrir kven-
fólkið? Áiið 1870 sigldi konan mín og var í Kaup-
mannahöfir og í Edinborg hjá Ágiistu systur sinni
meiri pai't surnars, og þá vakti hún máls á þessu
efni við ýmsa menn erlendis. Árið eftii', 1871,
fékk hún nokkrar heldri manna konui hér í
Reykjavík að koma til fundar við sig og í'æða
um fyrirkomulag kvenlegrar menntastofnunar, og
niðurstaða fundarins varð sú, að þessar konur létu
prenta Ávarp til íslendinga að koma á fót kvenna-
skóla, og í ávarpinu er gi'einlega sagt frá því
hvernig þær hugsa sér slíka menntastofnun; þá
var og kosin nefnd (í lxenni voru fimm konur) til
framkvæmda þessu málefni. En varla mátti lxeita
að ávextir af orðum og aðgjöxðum Þóru færu að
koma í ljós fyr en hún bjó til ábreiðu (gólfteppi),
sem spilað var burt í ,,Lotteríi“ hér í Reykjavík.
Þannig fengust fyrir ábi'eiðuna því nær 200 krón-
ur. Og þetta er fyi'sta undirstaða Kvennaskóla-
sjóðsins
200 kr. eru á nútíma mælikvarða ekki miklir
peningar. En þá voru það 3—4 kýrverð og kaupa
hefði mátt fyrir þá upphæð 50 dilka á fæti í réttum
á haustnáttum.
19. JÚNÍ
29