19. júní - 19.06.1955, Side 45
maður hennar, kennir íslenzku, sögu og landa-
fræði fjóra fyrstu veturna, sem skólinn starfar, al-
veg endurgjaldslaust. A fjárlögum 1876 fær skól-
inn 200 kr. styrk úr landssjóði, næsta ár sömu upp-
hæð, en á fjárlögum fyrir árið 1878 er tillagið
hækkað um helming eða í 400 kr., sem árið 1886
er komið upp í 1200 kr. A fjárlögum 1888 er í
fyrsta sinn veittur styrkur til efnalítilla sveita-
stúlkna, að upphæð 300 kr., Um aldamótin er
styrkurinn til skólans kominn í 2500 kr.
Eins og getið er um áður, urðu þau hjón að
hleypa sér í stórskuldir, til þess að skólinn fengi
þak yfir höfuðið. Þetta var hennar ósk. Hún varð
að vera þess minnug, að þessa skuld urðu þau að
greiða. Hún hefur án efa vanizt sparsemi í æsku,
nú var það skylda hennar og nauðsyn að fara vel
með alla hluti.
Eftir því sem skólinn stækkaði, urðu þau Mel-
steðshjón að þrengja að sér. 1888, þegar 3. bekk
var bætt við, urðu þau að rýma borðstofuna. Litlu
síðar var önnur stofa tekin fyrir 4. bekk.
Til að koma fyrir kennslu í vefnaði fluttu þau
hjón upp á efri hæð, og þar bjuggu þau síðustu ár
ævinnar.
Árið 1906 leggur frú Melsteð niður skólastjórn.
Við forstöðu skólans tók frk. Ingibjörg H. Bjarna-
son eftir eindreginni ósk frú Melsteð. Hafði hún
þá gegnt því starfi í 32 ár. Hún var þá 821/i árs. En
þrátt fyrir hinn háa aldur, var sálarþrekið óbilað
og heilsan góð. Þegar hún kvaddi skólann, mælti
luin meðal annars á þessa leið: ,,Ég vildi vera náms-
meyjunum móðurleg vinkona. Ég var kölluð
ströng, en allar hinar góðu stúlkur rnínar skildu,
að ég var vandlát sökum velferðar þeirra. Sá sem
ann hinum ungu og vill þeim vel, verður að gjöra
töluverðar kröfur til þeirra, og setja markið hátt,
eigi sízt að því er siðferðið snertir."
Það var siður frú Melsteð að þúa allar stúlkur
nieðan þær dvöldu við nám í kvennaskólanum.
Átti það að sýna samband milli móður og dóttur.
En aðskóladvölinni lokinni þéraði hún þær, nema
þær æsktu þess að hún þúaði þær áfram. Var henni
það kært.
Frú Melsteð var drengur hinn bezti. Lund
hennar var ör, en tryggð hennar og velvild var
takmarkalaus. Hún var ein af þeim, sem ekki verða
mældar á miðlungskvarða mannlífsins. Hún gjörði
miklar kröfur til sjálfrar sín. Að gjöra sitt bezta,
er eitt vænlegt til þroska. Hún unni öllu fögru.
Svipur hennar varð mildur og gleðin skein úr aug-
19. JÚNÍ
um hennar, er hún dáðist að fögru blómi, eða jafn-
vel fallega gjörðum smáhlut.
Páll Melsteð andaðist 9. febr. 1910, þrem mán-
uðum betur en 98 ára. Frú Melsteð lifði enn í full
9 ár. Nú var sem hugurinn hvarflaði meir til lið-
innar ævi. Hún las gömul bréf — bréf, sem nú hafa
ýmist verið prentuð eða verða síðar. Þá tók hún sér
fyrir hendur að ljúka við gamla handavinnu, er
legið hafði hálfgjörð frá dögum Ágústu systur
hennar. Þetta var henni kært og hugleikið, en
reyndi um of á sjón hennar og kiafta.
Síðustu árin dvaldi frú Guðrún Jónsdóttir frá
Kolfreyjustað lijá frú Melsteð og sáu þær fóstrur,
frú Guðrún og Kristrún, fósturdóttir hennar, um
liana eins og bezt varð á kosið og hjúkruðu henni
síðustu mánuðina. Hún andaðist 21. apríl 1919.
Þegar Friðrik konungur 8. kom liingað til lands
1907, sæmdi liann frú Melsteð verðlaunamedalíu
úr gulli. Um skólann, sem frú Melsteð stofnaði
þjóðhátíðarárið 1874, ætla égekki að fara mörgum
orðum. Hann er fyrir löngu landskunnur. En litli
skólinn með 9 nemendum og starfsfólki ólaunuðu,
hefur nú auk forstöðukonunnar sex fasta kennara
og 17 stundakennara. Nemendur voru síðastl. ár
(1954) 214, skipt í 4 bekki, 8 deildir.
Fjarri mun því fara, að frú Melsteð hafi talið
sig í hópi þeirra kvenna, er héldu merki kven-
réttinda á lofti. Hún mun hafa talið starf konunn-
ar fyrir heimilið mikilsvert, og þar með fyrir þjóð-
félagð. Þá voru líka aðrir tímar.
En þó hefur frú Melsteð sýnt með starfi sínu og
líl'i, að lienni hefur verið sama í hug og skáldinu,
er það segir:
í sálarþroska svanna, býr sigur kynslóðanna,
og hvað er menning nianna, ef menntun vantar snót?
Mætti ég svo að lokum flytja skólaæskunni kveðju
í anda frá Melsteð, mundi hún vera eitthvað á
þessa leið:
Verið heil, ungu menn og meyjar, í öllu námi og
starfi. Lífið sjálft með þrautum þess og sigrum er
sú liöll, sem bíður yðar. Að gjöra sitt bezta, er eitt
vænlegt til þroska.
Á Indlandi læra börnin að skrifa á málaðar fjalir. Þegar fjölin
er útskrifuð, er hún niáluð aftur.
International Alliance of Women (Alþjóðakvenréttindafélag-
ið) minnist 50 ára afmælis félagsins með fundi í Colombo á
Ceylon 17. ágúst til 1. september n. k.
31