19. júní - 19.06.1955, Síða 46
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON:
ELLEFU SKYRTUR
Það getur verið s\ o hlálegt og vandræðalegt að
vera stelpan í hópnum.
Stundum er itún látin sitja inni í bæ heila og
hálfa dagana, meðan strákarnir ærslast úti eins og
bestíur. Hún verður að g'era sér það að góðu að
sitja með prjóna í höndunum, sem hún kann eng-
in tök á ennþá, eða stagla eitthvað í tusku, sem
verður svo höfð til sýnis, þegar konurnar af hinum
bæjunum koma í heimsókn með dætur sínar, fyrir-
fram vissar um að fá að sjá handavinnu heimasæt-
unnar og ákveðnar í að hrósa henni, hvernig sem
hún verður:
Ljómandi er þetta fallegur krosssaumur, þetta
er vel gert af ekki eldri krakka. Sú verður einhvern
tíma myndarleg til handanna, ef hún lifir.
Það er að vísu mikið leggjandi á sig fyrir svona
falleg orð og klappið sem þeim fylgir. Og þetta er
sagt svo einlæglega að hún trúir því sjálf að þetta
sé dagsatt.
Og hún er næstum búin að telja sjálfri sér trú
um að það sé ekki nema sjálfsagt að sætta sig við
þetta, það sé eðlilegt hlutskipti hennar, af því hún
sé stelpa og verði að vera myndarleg í höndunum
og hún veit að hún getur ekki orðið það nema hún
læri allt sem fullorðna kvenfólkið getur kennt
henni.
En þegar komnir eru útmánuðir, með sólbráð
og auða þúfnakolla og vaknandi læki undir krím-
óttu snjóþakinu, þá er sannarlega meira gaman að
reka lömbin út á Stekkjarbörðin og sjá þau stymp-
ast ánægjulega um gulleita vornálina, sem er að
koma undan fönn, heldur en að sitja með ólukkans
prjónana, og vera myndarleg í höndunum.
Og það er nú meira hvað þetta getur verið sein-
legt. Það munar næstum ekkert um hverja lykkj-
una. Stundum verður hún líka að rekja upp það,
sem búið er að basla við tímunum saman, því eitt-
hvað hefur verið gert skakkt. Þegar hún sýnir
mömmu sinni íleppinn og heldur að allt sé í stak-
asta lagi, þá er kannski ófétis leppurinn orðinn
helmingi breiðari í annan endann, eða þá að
gleymzt hefur að setja eina rauðu röndina, þar sem
hún átti að vera. Og þegar búið er að rekja upp,
verður að prjóna aftur úr sama bandinu og þá er
það allt í bugðum og krókum og hálfu verra að
prjóna úr því en áður. Það er heldur ekki látið
bezta bandið í hendurnar á krökkunum, sem eru
að byrja að halda á prjónum, en oftast valinn tog-
bandsgroddi, sem særir bæði fegurðarskyn þeirra
og fingurna.
Það vantar heldur ekki mikið á að hún sé búin
að stinga gat á sleikipott vinstri handar. Það er
hann sem mest mæðir á, því hann verður að halda
32
1 í). | l) N í