19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 47
bandinu, meðan verið er að prjóna, því er tvívafið utan um hann og þar að auki rekst hann oft á hægri handar prjóninn, þegar hann er að sækja bandið í lykkjuna. Svo er hún nritt í öllu prjónabaslinu farin að vorkenna kóngsdótturinni góðu, sem varð að vinna það til að prjóna skyrtur handa ellefu bræðrum sínum á einni nóttu, til þess að frelsa þá úr álög- um, sem þeir höfðu komið sér í, líklega með ó- þekkt og glannaskap. Og mikið hlýtur hún að hafa verið orðin þreytt, þó aldrei nema hún hafi prjón- að þær laust, að ekki skyldi vanta nema eina ermi, þegar hún aflienti skyrturnar að morgni og frels- aði alla strákana. Og hún fer að leggja það niður fyrir sér, ef hún væri nú sett í aðra eins rauh, hvort hún myndi nokkurn tíma verða svo dugleg að geta prjónað þessar tvær skyrtur, sem þyrfti til þess að frelsa strákana, bræður hennar, ef þeir kæmust einhvern tíma í svona klandur. En í Þykjastmannalandi ríkti meira kvenfrelsi en þekktist í öðrum löndum á þeim tíma. Þar voru stelpurnar líka kallaðar Þykjastmenn, alveg eins og strákarnir, þar heyrðist aldrei talað um Þykjast- Stelpur. Þær nutu allra sönui réttinda og strákar, og hétu allteins oft strákanöfnum í Þykjastmanna- leikjunum. Þær áttu jarðir sínar sjálfar og stóðu fyrir búum sínum, þær voru bændur. Stundum voru þær líka hreppstjórar eða prestar í sinni sveit, engu síður en strákarnir. Tryppin sín tömdu þær líka sjálfar og fóru lestaferðirnar og smöluðu afréttarlöndin. Á stríðstímum voru þær kóngar, eða aðrir framámenn, sem réðu fyrir þjóð- um. Sem sagt, þær höfðu allar sömu skyldur og sömu réttindi og kölluðust líka menn. Aðeins í einu er vitað að þær stæðu strákunum að baki: þær gátu aldrei sprænt eins langt og þeir. Það var því ekkert tilhlakk, fyrir svona virðinga- persónur í eiginlandi, að fá yfir sig þvílíka dembu hjá alvörufólkinu, þegar komið var lieim úr kátum leik: Að þú skulir láta svona hálffullorðin stelpan. Þú ert ekki nokkurn hlut betri en strákarnir. Skyldi þér ekki vera þénugra að læra að prjóna sokkinn þinn heldur en að svína þig upp fyrir liaus á hverjum degi. Láttu ekki sjá þig svona oftar. Stelpan átti að vísu engin svör við þessu og varð 19. JÚNÍ H Ó L M F R í Ð U R JÓNSDÓTTIR: í Kringlumýrinni Ó, mín ástkœra jörð, með þinn iðgrœna svörð, með þin angandi blóm, og þín kartöflugrös. Þar sem andinn fœr sitt, og holdið fcer hitt, þangað held eg, úr bœjarins þvargi og ös. Þar er Maja frá Grund. Hún á mátulegt hús þarsem maturinn fast upp að tröppunum grcer. Hún er sólbrennd og feit, eins og scemir i sveit, og hún syngur viðstörfin og dillandi hleer. Þar er sól, þar erskjól, og þar kasta eg kjól, og þar kneifa eg guðanna dýrasta vin. En sá bikar er hreinn, ekki bölvaldur neinn, frá þeim brosandi himni,sem yfir mér skin. Þegar kveldar um geim, og eg held aftur heim, þá er hvislað og rislað við blcevarins nið. Eg hef yngst upþ i dag, eg hef ort þennan brag. Eg kem afturá morgun ogsccki mér frið. að láta sig hafa það að húka inni ísköld á fótunum, við prjón, eða bætingar, með fullorðna kvenfólk- inu 1—2 daga. En til allrar lukku brást það aldrei, að ekki leið á löngu áður en þurfti að kalla til hennar í útisnatt. Hún var beðin að sækja lömbin eða vatna hestunum, og þá fór ekki hjá því að hún tæki við sínu hlutverki í útilegumanna- eða stríðs- kallaleiknum, og gleymdi því rækilega aftur, að lnin heyrði undir allt aðra siði og önnur lögmál en strákarnir, í mannheimum. En aumingja kóngsdóttirin. Skyldi það vera satt, að hún liafi getað prjónað allar skyrturnar? Og hvernig hefði það farið, ef strákarnir ellefu hefðu átt að l'relsa systur sína? Væri ekki vissara, að kenna öllum kóngssonum að prjóna? 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.