19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 49

19. júní - 19.06.1955, Page 49
JAKOBÍNA SIGUR8 ARDÓTTIR höfundur kvœÖisins „Dimmuborgir“ v_____________________________________________y uðu kassa. Svo ófu stelpurnar smávegis, s. s. púða, java til að sauma út í og gólfmottur. Of langt vrði upp að telja öll afbrigði af handavinnu, sem Anna lét okkur fást við, en hún var ótæmandi af nýjum viðfangsefnum. Ég átti því láni að fagna, að vera þrjá vetur í skóla lijá Önnu. Svo kenndi hún systkinum mín- um og fleiri börnum heima hjá mér í einn vetur, eftir að ég tók fullnaðarprófið. Anna var alltaf óþreytandi að segja sögur, hún kunni mjög margar sögur utanbókar, því að þegar hún var að alast upp, sagði fóstri hennar sögur og lét Iiana hafa þær eltir sér. Anna var svo næm, að hún þurfti ekki að heyra vísu lesna nema einu sinni, þá kunni liún hana. Ekki hætti hún að kenna, þegar hún fór úr Suðursveit. Kenndi hún næstu vetur í Álftafirði. Einu sinni kom hún í heimsókn í Suðursveit, eftir að hún hætti að kenna þar. Alls staðar var hún velkomin, og sá maður mun ekki vera til í Suðursveit, sem ekki mat að verð- leikum öll þau góðu fræðslu- og menningaráhrif, sem hún hafði á nemendur sína og reyndar alla, sem í kringum hana voru, því að hennar yndi var að láta sem flesta njóta fræðslu sinnar. Þegar ég minnist Önnu Hlöðversdóttur, minn- 19. JÚNÍ ist ég einnar þeirrar allra beztu konu, sem ég hef kynnzt.“ Anna Hlöðversdóttir Schou fæddist í Vallanes- hjáleigu á Fljótsdalshéraði 29. sept. 1876. Foreldr- ar hennar voru þau hjónin Lúðvík Jóh. Kristján Schou, verzlunarstjóri á Húsavík, danskur í föður- ætt. Móðir Lúðvíks var Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Austur-Skaftafellssýslu, og hennar móðir Elín Einarsdóttir prests í • Vallanesi, Hjörleifssonar prests á Hjaltastað, Þorsteinssonar. Móðir Elínar var Þóra Jónsdóttir vefara Þorsteinssonar. Móðir Önnu andaðist, þegar hún var á unga aldri, og var Anna Jrá tekin til fósturs að Bjarna- nesi í Austur-Skaftafellssýslu til frændkonu sinnar, frú Margrétar Sigurðardóttur prests frá Hallorms- stað, ogsr. Jóns Jónssonar prófasts, sem síðar flutt- ist að Stafafelli í Lóni. Naut Anna hins bezta uppeldis lijá Jieim heið- urshjónum. Anna stundaði nám í kvennaskólan- um á Ytri Ey, sem Jiá var fátítt meðal sveitastúlkna í Jreim landshluta. Árið 1897 giftist Anna Si gurði Jónssyni búfræð- ingi. Voru Jrau fyrsta árið áfram á Stafafelli, hann sem í'áðsmaður — og Jrar fæddist fyrsti sonur Jieirra, Geir, sem nú býr á Reyðará. Þau hjónin eignuðust sex sonu, sem flestir hafa orðið kennarar — og allir dugandi menn, eins og þeir eiga kyn til. Árið 1917 missti Anna mann sinn, en liélt áfram búskap nreð ungum sonum sínum. En árið 1928 gerðist Anna kennari, Jrað er að segja, helgaði sig Jrví starfi al- gjörlega að vetrinum til — en mestan tíma búskap- ar síns liafði Anna meiri og minni kennslustörf með höndurn. Alls mun liún hafa kennt um 20 ár. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Anna með Hlöðveri syni sínum, skólastjóra á Siglufirði, og konu hans, Katrínu Pálsdóttur — og þar andaðist hún 14. apríl 1953. Ég þakka Jrér, kæra frændkona, fyrir allt gott á liðnum árunr — og ég vona, að hlutskipti þitt sé nú í samræmi við jrað markmið, sem þú settir Jiér með starfi þínu meðan [ni dvaldir með okkur. „19. júní" kveður sér nú hljóðs 1 fimmta sinni sem blað K. R. F. í. Eins og áður eru lesendur blaðsins minntir á. að vel þegið væri, að konur sendu blaðinu línu um áhugamál sín, kvæði, stökur eða annað' það, cr þær vildu birta á prenti. Á jrað skal bent, að annars staðar í blaðinu er birt tilkynning um verðlaunasamkeppni um sögu. Utanáskrift blaðsins er: „19. júní", blað K. R. F. í„ Skálholtsstfg 7, Reykjavík. 35

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.