19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 50

19. júní - 19.06.1955, Page 50
Ljósmóðirin í Bárðardal Hún lieitir Kristlaug Tryggvadóttir og er hús- freyja á Halldórsstöðum þar í dalnum. Hún hefir nú starfað 26 ár sem ijósmóðir í sveit sinni, en jafn- frarnt hefir lnin búið í Bárðardal með bónda sín- um, Valdimar Asmundssyni, í 24 ár og eignazt 4 mannvænleg börn. Fyrsta barn þeirra hjóna fædd- ist með báða fætur allmikið skakka — svonefnda njórafætur — og hefði aldrei getað gengið, ef ekki hefði fengizt aðgerð á þeim. Móðirin leitaði til margra lækna hérlendis, bæði norðanlands og í Reykjavík, en allt varð það árangurslaust. Þá dreif hún sig til Kaupmannahafnar með drenginn sinn á þriðja ári, og nreð aðstoð bróður síns, Tómasar, sem þar stundaði þá framhaldsnám, kom hún drengnum á spítala þar sem fætur lians voru skorn- ir upp með ágætum árangri. Þessi ferð tók 6 mán- uði, og þótti giftusamlega liafa tekizt. Allmörg fyrstu búskaparárin hafði Kristlaug á heimili sínu alblindan föðurbróður sinn, heyrnar- litla, sjóndapra og síðar blinda föðursystur og fjörgamlan fávita, sem um tugi ára hafði áður ver- ið á heimili foreldra hennar og fjölskyldu. Þessi 3 gamalmenni áttu öll hjá henní athvarf og traust til æviloka. Má nærri geta, að ekki hefir ijósmóðirin ætíð átt þægilega heimangengt til skyldustarfa frá smábörnum og gamalmennum, því að oftast liafði hún litla heimilishjálp, nema hvað greiðviknar ná- grannakonur eða heimasætur hlupu í skarðið og önnuðust heimili hennar meðan liún Jrurfti að dvelja hjá sængurkonum. En allt blessaðist Jretta furðanlega vel, og ætíð gat hún rækt ljómóður- skyldu sína í bezta lagi, róleg, glaðvær og Jnek- mikil. Umdæmi hennar er stórt og strjálbýlt, og Jregar liörð var tíð og snjóþungt á vetrum þótti oft var- legra að sækja ljósmóður fyrirfram. Gat þá svo far- ið að dvölin hjá sængurkonu skipti vikum. Þá sat ljósmóðirin tíðum að tóskap fyrir húsmóður. Líka kom það oft fyrir, að hún sinnti búverkum lieim- ilisins með Ijósmóðurstörfunum, ef aðstoðarlaus einyrkjakona átti í hlut. Meðan heimilisástæður ljósmóðurinnar voru Kristlaug Tryggvaclóttir erfiðastar, börn hennar ung, gamalmennin enn á líf'i og engin stórvirk tæki til að létta heyvinnu ein- yrkjans, þurfti hún líka að leggja fram krafta sína Jrar og standa í heybandi fram á nætur, þegar mik- ið lá við. Fannst henni Jxá stundum, að þessi marg- földu skyldustörf væru sér ofraun, og hafði Jrá við orð að segja af sér fjósmóðurstarfinu. En ungu kon- urnar, sem hún hafði setið yfir og veitt ró og ör- yggi á erfiðum stundum, mótmæltu allar. ,,Það er ekki til neins fyrir Jng,“ sögðu þær, ,,við sækjum þig samt.“ Og bæði J^ær og hún vissu, að aldrei myndi hún neita, ef lijálpar hennar yrði leitað. Sökum trausts þess og vinsælda, sem ljósmóðir- in naut í sveitinni, og svo af hinu, að aldiæi var við öðru búist af hennar hálfu en frábærri ósér- plægni og Jrreki, Jrá vakti Jrað enga furðu, né Jrótti frásagnar vert, Jrótt hún ynni afrek, sem óvenjuleg ldjóta að teljast. Því var það, að þegar hún ferjaði sig alein á smábáti austur yfir Skjálfandafljót í hlákuvexti, vetrarnáttmyrkri og nærri óstæðu vest- anroki, til móts við mann, sem var að sækja hana til sængurkonu, og beið á austurbakka fljótsins, tepptur af veðrinu — aðþá var þessa getið í útvarpi 19. JÚNÍ 36

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.