19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 51

19. júní - 19.06.1955, Page 51
r~-----------------------------------------------n 19. JÚNÍ Útgefandi: Kvenréttindafélag íslands. Útgáfustjórn: Sigríður J. Magnússon, Soffía Ingvarsdótt- ir, Svafa Þórleifsdóttir, Guðný Helgadóttir, Halldóra B. Björnsson, Valborg Bcntsdóttir, Asta Björnsdóttir, Guð- rún Sigurðardóttir, Hlíf Gestsdóttir, Ingibjörg Tryggva- dóttir, Jakobína Matthiesen, Sigríður Björnsdóttir, Sig- ríður Þorláksdóttir, Þóra Einarsdóttir, Þórunn Magnús- dóttir. Ritstjóri: Svafa Þórleifsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður J. Magnússon, Jakobína Matthiesen. Afgreiðsla blaðsins er i skrifstofu Kvenréttiiulafélags ís- lands, Skálholtsstfg 7, Reykjavík, sími 81156. PRENTSMIÐJAN HÓLAIt H*F V________________________________________________) og einstaka blaði, aðeins vegna þess að námsstjór- inn norðanlands, Snorri Sigfússon, var af hend- ingu staddur þessa nótt í dalnum, sá og heyrði all- ar aðstæður og varð svo snortinn, að hann gat eigi orða bundizt, og kom því fréttinni á framfæri. Sjálfri fannst ljósmóðurinni þetta ekki frásagn- ar vert. Á unglingsárunum hafði hún stundum ferjað yfir fljótið og þótt hún væri nær fimmtugu, er þetta gerðist, og hefði sjaldan eða aldrei gjört það mörg síðustu árin, þá var þetta alveg sjálfsagt, þegar skyldustarfið kallaði; en svo stóð þarna á, að hún varð að fara ein eða ekki að öðrum kosti. Vissuleg var þetta þrekvirki, en þó hafði ljós- móðirin nokkrum árum áður lagt á sig miklu meira og óvenjulegra erfiði til þess að ná sem ágæt- ustum árangri í starfi. En sú saga er á þessa leið: Árið 1936 tók ljósmóðirin á móti fremur táp- litlu barni á heiðarbæ einum, Víðikeri í Bárðar- dal. En nú varð reyndin sú, er barnið var lagt á brjóst, að það gat með engu móti tekið og mylkt liörð ogstálmamikil móðurbrjóstin, þrátt fyrir all- ar tilraunir ográð, sem tiltæk voru. Ljósmóðirin hafði 8 vikum áður tekið á móti barni á næsta bæ, Engidal, sem er 7—8 km. norðar á heiðinni. Þangað var ekki sími, og hún gat því ekki vitað, hvernig á stæði þar; þess vegna hafði hún ekkert orð á erindi sínu, er hún fól sængur- konuna umsjá heimakvenna og lagði af stað, ein og gangandi til Engidals. En erindið þangað var að vita, hvort tök væru á að fá 8 vikna barnið með sér til að sjúga sængurkonuna og mýkja þannig brjóst hennar. Þetta var í maí, í fyrstu vorleysingum eftir mjög 19. JÚNf snjóþunga vetur. Ófært var með hest rnilli bæja, en gangandi maður gat l'leytt sér á skíðum yfir lint djúpfennið, en borið þau og vaðið krapið, þar sem blautara var og þúfnakollar og rindar stóðu upp úr. Ljósmóðirin sótti vel að á bænum og þau urðu erindislok, að unga konan með 8 vikna barnið sitt fylgdist með henni til baka. Ljósmóðirin bar barn- ið í fangi sér, vel búið og í sjalfatla til léttis. Móð- irin bar skíðin þeirra þá vegkafla, sem þau urðu ekki notuð. Ferðin tók lengri tíma en búizt var við, svo að komið var fram á nótt, er þær nálguðust leiðar- enda, en þar var smá vatnsfall á leiðinni. Hafði ljósmóðirin fariðyfir þessa á fyrr um daginn á snjó- brú eftir leiðsögn, en nú hafði áin vaxið svo, að snjóbrúin hafði brotnað niður og áin flæddi yfir allt saman. Var þetta nú ekki árennilegt yfirferð- ar í hálfrökkrinu fyrir þreytta vegfarendur og ó- kunna staðháttum. Eftir nákvæma athugun varð það að ráði, að móðirin biði með barnið við ána, en ljósmóðirin freistaði þess að hafa sig yfir með hjálp skíðanna. Valdi hún lygnan stað og óð á skíðunum á sokkinni snjófyllunni og jakahroða og komst þannig svo langt, að hún gat kastað sér yfir dýpsta álinn og náð í bakkann hinumegin, komizt upp á hann og fleytt skíðunum til sín með stöfunum á eftir. Flýtti liún sér þá til bæjar og vakti pilta, sem sóttu barnið og konuna. En þegar ekki sást til ljósmóðurinnar um háttatíma hafði fólkið í Víðikeri álitið, að hún myndi af einhverjum ástæðum hafa gist í Engidal. Árangur þessa sérstæða erfiðis varð hinn bezti. Aðkomubarnið mýkti liörð brjóst sængurkonunn- ar, svo að litli hvítvoðungurinn gat nú tekið brjóst- ið sitt, og dafnaði hann þá fljótt og vel. Ég hefi drepið á þessi atriði úr lífsstarfi sveita- ljósmóðurinnar af því, að mér finnast þau athyglis- verð. Hvar sem við kynnumst manni eða konu, sem leggur fram allan sinn hug og lijarta, og alla sína atorku og þrek til að rækja sem bezt störf sín og skyldur, á hvaða sviði sem er, þá er þar fyrir- mynd, sem hollt er að festa sér í minni og líkja eftir. I. T. Skrifstofa KRFÍ að Skdllioltsstig 7 er opin sem hér segir: Á þriðjudögum kl. 4—6 síðd. (form. félagsins til viðtals). Á fimmtudögum kl. 4—6 síðd. (afgr. fyrir Menningar- og minningarsjóð kvcnna). Á föstudögum kl. 4i/£—6i/> síðd. (gjaldkeri KRFÍ til við- tals). 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.