19. júní - 19.06.1955, Síða 53
Rayongarn
úr spólu-
práöum.
Til hœgri:
Rayon-
trefjur.
ir spóluþrœðir. Þeir eru notaðir einir sér, eða þeim
er snúið saman í garn til framleiðslu á dúkum, er
líkjast silkidúkum, svo sem satíni, tafti, brókaði o.
fl. Gerviþræðir eru oft skornir niður í stutta búta,
jafnlanga bómullar-, hör- eða ullartrefjum. Kall-
ast þeir þá gervitrefjur, og er spunnið úr þeim gani
á sama hátt og úr náttúrlegum vefjarefnum. Úr
slíku garni eru unnir dúkar, er líkjast bómullar-,
hör- eða ullardúkum. Dæmi um þetta eru rayon
gabardín og rayon flónel, svo eitthvað af því al-
gengasta sé nefnt. Nylon peysur og „spun“-nylon
sokkar eru einnig framleidd úr garni af þessu tagi.
Gervivefjarefnunum er skipt í tvo flokka: ann-
ars vegar þau, sem framleidd eru úr náttúrlegum
efnasamböndum, margbrotnum að samsetningu,
og liins vegar þau, sem framleidd eru með því að
byggja upp efnin úr einföldum samböndum frum-
efna. Til fyrri flokks teljast m. a. rayon, acetat og
vicara, sem unnin eru úr tré, úrgangsbómull og
maískorni. Eru þau einu nafni nefnd hálf-syntetisk
gervivefjarefni. Til síðari flokks teljast m. a. nylon
(perlon), orlon, dacron, acrilan og dynel. Þau eru
unnin úr kolum, jarðolíu, jarðgasi, kalki o. fl., og
eru nefnd einu nafni al-sytitetisk gervivefjarefni.
Hálf-syntetisk gervivefjarefni.
Af hálf-syntetískum gervivefjarefnum eru þrjú
algengust. Má þar fyrst nefna rayon. Það er fram-
leitt úr sellulósa, öðru nafni tréni. Af því eru tvær
tegundir, viskósarayon og koparrayon, sem einnig
er oft nefnt Bembergrayon. Viskósarayon er langt-
19. JÚNÍ
um algengara (yfir 90% af öllu rayoni) og ódýrara,
en Bembergrayon er hins vegar sterkara. Rayon-
{rræðir eru í eðli sínu mjög gljáamiklir, en þar
sem það þykir ekki eftirsóknarvert, er gljáanum
oft eytt að einhverju eða öllu leyti við framleiðslu.
Þurrt rayongarn er ekki alveg eins sterkt og garn
úr náttúrlegum vefjarefnum, og þegar viskósa-
rayongarn blotnar, veikist það enn meir. En rayon-
dúkar eru mjúkir og liprir, ódýrir miðað við ullar-
og silkidúka og oftáferðarfallegir og eru því mikið
notaðir í alls konar fatnað.
Acetat (áður nefnt acetatrayon og flokkað með
rayoni) er framleitt úr acetat-sellulósa. Acetatdúk-
ar eru fallegir og teygjanlegir (krumpast því að
öðru jöfnu minna en viskósarayondúkar), en þeir
eru viðkvæmir og þurfa nákvæma meðferð, t. d.
bráðna þeir undir heitu straujárni. Acetatþræðir
GcrvipráÖum... er snúið sam-
an í garn,...
sem notaö er til fram-
leiöslu á dúkum, er
likjast silkidúkum.
Úr gervi-
trefjum ...
er spunniö
garn ásama
hátt og...
úr náttúr-
legum vefj-
arefnum,..
og úr pvi unn-
ir dúkar, sem
likjast bómull-
ar-, hör- eöa
ullardúkum.
39