19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 55

19. júní - 19.06.1955, Page 55
19. JÚNÍ FABRIC Con,S^*e' BAIRNS WEAR heldur vot eða þurr, auðvelt er að þvo þau, og þau skemmast livorki af möl né myglu. Hér mætti skjóta því inn, að ný gerð af álnavöru er nú A tilraunastigi erlendis. Er hún framleidd á þann hátt, að í staðinn fyrir að spinna og vefa hrá- efnið, eru trefjurnar límdar og pressaðar saman í dúk á sérstakan hátt. Mætti einna helzt líkja gerð slíkra efna við gerð flóka. Nú þegar er komið á markaðinn millifóður af þessari gerð, og verið er að gera tilraunir nteð framleiðslu á þunnum efn- um til latagerðar. Talið er, að slík efni yrðu ódýr, og auk þess hafa þau þann kost, að hægt er að sníða úr þeim án tillits til þess, hvernig þræðirnir liggja. Frágangur á ejnum. Það eru ekki aðeins nýju gerviefnin, sem gera okkur erfitt fyrir að átta okkur á vefnaðarvöru nú orðið. Eins og ég drap á í upphafi, eru margir dúkar, jafnt úr náttúrlegunr vefj- arefnum sem gervivefjarefnum, þannig frágengnir, að þeir líkjast harla lítið hliðstæðum efnum ó- frágengnum. Nærtækt dæmi um þetta eru „Everglaze“-efnin al- þekktu, sem orsakað hafa bylt- ingu á sviði bómullarkjóla hér síðustu árin. Frágangur efna er margvíslegur og í ýmsum tilgangi gerður: til að auka litfestu eða rnýkt efnis, til vatnsþéttingar, til einangrunar, til mölvarnar, til brunavarnar eða til að sterkja efni eða auka gljáa þes.. Er stöð- ugt verið að finna upp nýjar, endingarbetri frágangsaðferðir og endurbæta þær gömlu. Sum æskileg frágangsefni enn ófundin, svo sem mölvarnar- efni, er enzt gæti jafn lengi og efnið að garnið, þrátt fyrir þvotta, hreinsanir og hvers kyns meðferð aðra. Og erfitt getur verið fyrir neytendur að átta sig á notagildi sérstaklega frágenginna efna, að upplýsingar um endingu frá. gangsins eru oft óljósar eða ófull- nægjandi frá hendi framleið- enda. Greðamerking vejnaðarvöru. Heppilegasta og öruggasta leiðin til þess að lið- sinna neytendum við val á vefnaðarvöru er tví- mælalaust sú að gæðamerkja vöruna, livort lield- ur um álnavöru eða tilbúinn fatnað sé að ræða. Um árabil liafa verið í gildi bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum (og ugglaust víðar) lög um gæða- merkingu á efnum og fatnaði úr ull. Er framleið- endum skvlt að skýra frá því á merkispjaldi, hvort annað en ný ull sé í vörunni, og ef svo er, þá hvað það sé, t. d. tætt ull, rayon eða annað, og hve mik- ið í hundraðshlutum. Einnig eru í Bandaríkjun- um lög unr að merkja verði allar rayon- og acetat- vörur á svipaðan hátt. Um þessar mundir er verið að reyna að koma á í Bandaríkjunum allsherjar merkingu á hvers virðast þó því nnmiiVHi ium SHIRTS «MM» £ sportshirt ÝLASK SfylW w Cofftforf 7%9%. Sport* 0«nfm Vot Dyml ocn vou*nta( »«kbi'AO frán V ■ tiook b.»*r >rp-» ***** ^ flf fOO%tkMlkpM &imp S«t MomVraoT »»!».»*. H > H U Km i» SltQoUn flAM »oVtUC**AH» CO A vörumerkjum erlends tilbúins jatnaðar og prjónagarns er að visu oft talsvert af gagnlegum upplýsingum, en keppa verðurað þvi að koma á allsherjar gceðamerkingu, jafnt á innlendri sem crlendri vefnaðawöru.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.