19. júní - 19.06.1955, Side 56
konar vefnaðarvöru úr gervivefjarefnum, bæði til
jress að koma í veg fyrir, að óprúttnir framleið-
endur rangnefni vörur í gróðaskyni, og eins til þess
að neytendur geti áttað sig á hinum mörgu og
margvíslegu nýju dúkum. Erætlunin, að á merkis-
spjaldi verði letrað vir hverju varan sé, til hverrar
notkunar framleiðandinn telji hana heppilegasta,
livaða meðferð hún þoli hvað lireinsun og þvotti
viðkemur og aðrar upplýsingar, er neytendum má
að gagni koma. Yrði slík merking til mikils hag-
ræðis fyrir allan almenning, því að ekki geta nema
færustu sérfræðingar, er afnot liafa af fullkomnum
rannsóknartækjum, fullyrt um efnablöndu, og þá
um leið notagildi, margra hinna nýju dúka.
En eins og ég gat um í upphafi, er mikið af álna-
vöru nú framleitt úr lúöndu af tveim til jrrem mis-
munandi vefjarefnum, með það fyrir augum að
skapa mismunandi efni, sem livert fyrir sig hæfir
l>ezt til ákveðinna nota. Er jrað gert með ýmsu
móti, t. d. eru stundum hafðir þræðir úr mismun-
andi vefjarefnum í uppistöðu og ívafi dúka, stund-
um er garnið, sem ofið er úr, spunnið úr trefjum
tveggja eðaþriggja mismunandi vefjarefna. Blönd-
unni er á hverjum tíma Iiagað Jiannig hlutfalls-
lega, að fram komi beztu eiginleikar vefjarefn-
anna, en sem minnst verði úr miður heppilegum
eiginleikum þeirra. Sem dæmi um þetta má nefna
kápuefni úr 60% ull, 25% vicara og 15% nylon.
Þar leggur vicara til mýktina, nylon endinguna, en
ullin hlýleikann og fjaðurmagnið.
Hér á landi væri sannarlega ekki vanj)örf á að
gæðamerkja vefnaðarvöru, sérstaklega jrar sem
innflutningur dúka virðist nokkuð tilviljunar-
kenndur, jr. e. sams konar dúkar kannske ekki fá-
anlegir nema eitt skipti, og því sjaldan hægt að
fara eftir fyrri reynslu við innkaup. Sennilega yrði
nokkuð kostnaðarsamt að koma á gæðamerkingu
hér, en varla þyrfti sá kostnaður að vera óviðráð-
anlegur, sér í lagi ekki, þar sem í flestum tilfellum
hl jóta að fást nauðsynlegar upplýsingar um vöruna
frá framleiðendum erlendis um leið og keypt er,
svo að ekki ætti að þurfa að efnagreina og rann-
saka hér nema lítið eitt. — Og hæg eru heimatökin.
Hvers vegna er ekki fyrir löngu farið að gæða-
merkja íslenzka ullardúka, prjónavörur og garn,
þannig að neytendur geti vitað, hvort þeir séu að
kaupa vöru úr nýrri eða að einhverju leyti tættri
ull, eða þá blendingsvöru? Eitthvað mun vera
framleitt hér af ullardúkum blönduðum rayoni,
og einnig er nú framleitt ullargarn blandað nylon-
tegundinni Grilon. Síðast þegar ég vissi til, var
Jjess ekki getið á umbúðum garnsins, hve mikil ull
og hve mikið Grilon væri í garninu, en slíkar upp-
lýsingar væru þó kaupandanum til gagns, og ættu
ekki að skaða framleiðendur, nema síður væri.
Ég treysti mér ekki til að benda á, hvaða aðili
eða aðilar væri eðlilegt að beittu sér fyrir gæða-
merkingu á vefnaðarvöru hér á landi. Ef til vill er
hér verkefni fyrir hina nýju iðnaðarmálastofnun.
En óskandi er, að eitthvað verði gert í jiessu máli
áður en langt um líður, og að komið verði á alls-
herjar gæðamerkingu, jafnt á innlendri sem er-
lendri vefnaðarvöru. Hlyti slík merking hér sem
annars staðar að verða öllurn til ávinnings, bæði
framleiðendum og innflytjendum, sem hljóta að
vilja kosta kapps um að selja sem mesta og bezta
vöru, og einnig neytendum, sem orðnir eru lang-
Jireyttir á ófullnægjandi og, J)ví miður, jafnvel vill-
andi upplýsingum um vörurnar.
Ekki væri heldur úr vegi, að félagssamtök, eins
og kvcnfélagasambandið og neytendasamtökin,
gengjust fyrir aukinni fræðslu almennings um
vefnaðarvöru, h'kt og svipuð félagssamtök hafa
gert t. d. í Danmörku, en þar útbjuggu vefnaðar-
vöruframleiðendur fyrir þau möppur með ýmis-
hornum af dúkum og hagnýtum upplýsingum um
Jjá, til notknar á námsskeiðum og í skólum. Með
samstarfi vefnaðarvöruframleiðenda og -innflytj-
enda annars vegar og fyrrgreindra félagssamtaka
hins vegar, ætti slík fræðslustarfsemi einnig að geta
komizt á hér á landi. Og hún yrði áreiðanlega vel
þegin.
HOLLRÁÐ
Látið böriiin fara snemma að hátta.
Vær svefn er bezta hvíldin og ltefur ómetanlcga þýðingn fyrir
alla, styrkir sál og líkama, eykur ánægju og vellíðan.
Öllum foreldrum ætti að vera ljóst, hve náið samband cr
milli heilsu barnsins og svefns þcss. Börn þurfa meiri svefn en
fullorðnir, og margir læknar eru jtcirrar skoðunar, að svefninn
fyrri part nætur gefi bezta hvfld. Hvort sem svo er eða ekki,
ættu foreldrar ekki að láta það eftir börnum sínum að lofa þeim
að vera á fótum jafn lengi og fullorðna fólkið.
Stundum finnst foreldrunum, einkum mæðrunum, hagsýni í
því að hafa börnin á fótum fram eftir kvöldinu, þau sofi þess
lengur fram eftir á morgnana og þá sé betra næði til morgun-
verkanna. En börnunum er hollara að hátta snemma og er þá
eins vel hægt að ijóka af einhverjn af verkunum (t. d. gólfþvott-
um) eftir að þau cru sofnuð.
42
19. JÚNÍ