19. júní


19. júní - 19.06.1955, Page 59

19. júní - 19.06.1955, Page 59
BROSTNIRHLEKKIR Kristín Guðmundsdóttir Ftccid 12. marz 1882. Dáin sumardaginn fyrsta 1954. Það var sumardaginn fyrsta árið 1954, að Kristín í Gróðrarstöðinni að loknu dagsverki gekk til her- bergis síns. Á leiðinni þangað hitti hún sonardótt- ur sína og nöfnu og bað hana að líta inn til sín séinna um kvöldið. Vinnudagurinn hafði reynzt henni lengri en hún hafði ætlað sér þennan dag, og nú fann hún að bezt var að unna sér hvíldar og fara inn. Undan- farna daga hafði Kristín verið að ganga frá og lilúa að vaknandi vorgróðri úti við, en í gróðurskálan- um teygðu smáplöntur upp kollana sína og biðu þess með eftirvæntingu, að sumarið kæmi með birtu og yl og hjálpaði þeim til að stækka og breiða út blöð og blóm. Allt virtist vera í góðu lagi, og vænta mátti góðs gróðurs, er lengra drægi fram. Laukblóm og skrautplöntur fylltu loftið í blóma- skálanum sterkri angan og fegurð. í dag var sum- ardagurinn fyrsti og Kristín liafði notið þess að eiga talsvert af fögrum blómum lianda vinum og viðskiptafólki. En nú var dagurinn að kvöldi kom- inn og rétt að liætta vinnu. Hún gekk fram skál- ann, en er hún nálgaðist dyrnar, staðnæmdist hún stundarkorn og leit yfir blómabreiðuna. Rósirnar fögru, tvöföldu túlípanarnir og páskaliljurnar teygðu sig eins og í áttina til hennar og buðu lienni góða nótt. Frú Kristín var Vestfirðingur að ætt, fædd og uppalin að Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Hún var af góðu bændafólki komin í báðar ættir. Fað- ir hennar, Guðmundur, var hagur bæði á tré og járn, hafði numið járnsmíði í Kaupmannahöfn. Móðir liennar, Þórunn Halldóra Sveinbjarnar- dóttir frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, var búsýslu- kona mikil og kom Jjað sér vel, því að barnahóp- urinn var stór. Kristín vandist því snemma vinnu og gekk að henni af ósérplægni. Rúmlega tvítug að aldri fór Kristín til Reykjavíkur og gekk þar í Kvennaskólann. Síðar bætti hún við sig námi í fatasaumi o .fl. Kristin Guðmunósdóttir Árið 190(i giftist hún Einari Ilelgasyni garð- yrkjustjóra og varð framtíðarheimili þeirra Gróðr- arstöðin í Reykjavík. Varð sá staður um langt ára- bil aðalmiðstöð gróðurtilrauna. Voru þau hjónin, Finar og Kristín, samhent í Jrví að gera garðinn l'rægan og nutu margir leiðbeininga Jreirra í garð- rækt, gróðursetningu og annarar fyrirhyggju um öflun plantna, trjáa og frætegunda. Þegar Einar Helgason féll frá, tók Kristín kona hans við starfinu í Gróðrarstöðinni og stjórnaði Jrví til hinztu stundar með mikilli prýði og dugn- aði. Fn Kristín var á fleiri sviðum mikilhæf kona. Hún halði lifandi áhuga á Jreim málefnum kvenna er studdu að víðsýni þeirra og þroska. Hún vann að stofnun Kvenréttindafélags íslands, er byrjaði starf sitt árið 1907. Hún átti og þátt í því að komið var á fót litlum vísi til bókasafns handa félagskon- um. En Kristín var liagsýn kona og glögg og sá því brátt, að Kvenféttindafélagið hafði ekki bolmagn til Jress að reka Jrað sem skyldi. Og er Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur var stofnað árið 1911, vann hún að Joví að bókasafnsvísir Kvenréttindafélags- ins fengizt keyptur með góðum kjörum og yrði þannig nokkur stuðningur því félagi, sem hefði sem aðalmarkmið bókasafnsrekstur fyrir konur 19. JÚNÍ 45

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.