19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 61

19. júní - 19.06.1955, Síða 61
ardóttur, Ása, gift Börge Petersen, og Gyða, gift Aage Stadil stórkaupmanni í Kaupmannahöfn. Eftir að lieilsa Guðrúnar tók að bila, og hún gat ekki unnið, dvaldi hún með börnum sínum, ýmist hér eða hjá dóttur sinni í Kaupmannahöfn. Hún andaðist eftir langa sjúkdómslegu 21. maí 1954. Sigriður Björnsdóttir. Þuríður Friðriksdóttir Hún var fædd 27. apríl 1887 að Þorgrímsstöðum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Gttnn- laugsdóttir og Friðrik Gunnarsson, er bæði munu liafa veriðkomin af nterkum bændaættum í Húna- vatnssýslu, Þegar Þuríður var enn í frumbernsku fluttu foreldrar hennar að Bergsstöðum á Vatns- nesi, og þar ólst hún svo upp í allstórum systkina- hóp. Kenndi hún sig jafnan við Bergsstaði, þá er tilrætt var um, hvaðan hún væri. Eigi naut Þuríð- ur skólagöngu í æsku sinni, en skörp greind mun hafa verið ættarfylgja foreldra hennar. Fór Þuríð- ur sízt varhluta að þeim dýra arfi. Árið 1914 fluttist Þuríður til Reykjavíkur, en fram til þess tíma dvaldi hún í föðurgarði. Fjórum árum síðar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Þorláki Ottesen. Fæddust þeim hjónum sex börn, sem öll eru á lífi. Hin síðari æviár kenndi Þuríður oft lasleika, þótt hún ræddi fátt um. Bar þó andlát hennar að skyndilegar en ætlað var. Veiktist hún mjög snögglega aðfaranótt 13. desember síðastl. og var flutt á landsspítalann að læknisráði. Andaðist hún þar að afliðnu hádégi þann sama dag. „Þuríður Friðriksdóttir var um marga hluti ó- venjuleg kona og minnisstæð hlýtur hún að verða öllum, sem hana þekktu,“ segir Svava Jónsdóttir í minningargrein um Þuríði, er birtist í tímaritinu „Melkorku“. Munu sennilega allir, er einhver kynni höfðu af Þuríði, taka undir þessi orð. Á Landsfundi kvenna árið 1938 mun fundum okkar Þuríðar hafa borið saman í fyrsta sinn. Varð mér Þuríður þá þegar minnisstæð sakir einurðar sinnar og einlægni í ræðunt sínum og málflutn- ingi. Var augljóst, að þar var á ferð kona, sem hvar- vetna vildi eiga hlut að því að rétta hlutskipti lítil- magnans og taka málstað hans. Er vafalaust, að i <). j ú N 1 ÞuriÖur FriÖriksdóttir Þuríður hefur skipað sér í fylkingu K. R. F. í. í því skyni, að láta ekki sitt eftir liggja að berjast fyrir fullu jafnrétti kvenna á inóts við karla í hví- vetna. Sýndi hún jafnan lifandi áhuga á málefnum félagsins, eins og hún ntun ltafa gert í hverjum þeint félagsskap, er hún tók þátt í, en hún var í allnrörgum félögum, t. d. Mæðrafélaginu, verka- kvennafélaginu „Framsókn", Þvottakvennafélag- inu „Freyju“, er hún stofnaði og veitti forustu um langt árabil. Þá var hún unt skeið í mæðrastyrks- nefnd, og vann lengi ötullega fyrir „Vorboðann“, sumardvalarheimili fyrir börn. Einn af stofnend- um kvæðamannafélagsins „Iðunnar“ var Þuríður, enda sjálf hagmælt vel og kvað manna bezt. — Nokkrar vísur eftir ltana birtast annars staðar í þessu blaði. Með Þuríði Friðriksdóttur á K. R. F. í. bak að sjá stórhuga og skapheitri baráttukonu, sem aldrei hikaði við að íylgja því fram, er hún áleit rétt að vera og ætíð barðist af fullri hreinskilni, án allrar undirhyggju. Svafa Þórleifsdóttir. Konur utan Reykjavíkur geta hvenær sem er á árinu sent „19. jún.í" greinar til birtingar, enda æskilegt að geta flutt lesendum efni sem víðast að af landinu. Bréf til blaðsins má senda til skrifstofu K.R.F.f. Skálholtsstíg 7, til formanns lv.R.F.f. frú Sig- ríðar J. Magnússon, Laugaveg 82, eða ritstjóra blaðsins Svöfu hórleifsdóttur, Framnesveg 56 A. Fyrri árgangar „19. júní" eru fáanlegir í skrifstofu K.R.F.Í. Verð eldri árganga er nú 5 krónur hver eða 20 krónur allir til sarnans. 47

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.