19. júní


19. júní - 19.06.1959, Side 6

19. júní - 19.06.1959, Side 6
ina, birtist Parthenon flóðlýst, eins og í leiftursýn, gnæfandi á Akropolishæðinni í miðri borginni. Komu mér þá í hug ljóðlínur skáldsins, því að þótt súlur Parthenons séu ekki gulli drifnar eins og sú himneska höll, er það kveður um — og byggingin sjálf að miklu leyti í rústum, blandast engum hugur um, að þar er eitt af mestu snilldar- verkum mannsandans. Enda var hún helguð Pallas Aþenu, vísdómsgyðjunni, sem er ein af þeim fáu goð- og mannverum, sem ekki eru af konu fædd- ar, heldur hljóp hún alvopnuð út úr höfði föður síns, hins volduga Seifs. Oþægileg uppgötvun. % vissi, að konum þeim, er ætluðu að sækja námskeiðið, hafði verið búin gisting í húsi „Kristi- legs félags ungra kvenna“, og þegar ég kom á flug- stöðina inni í borginni um miðja nótt, var ég svo heppin að hitta bílstjóra, sem kunni dálítið í ensku og skilaði mér því á réttan stað. I gegnum rúðu á hurðinni sá ég inn í stóran forsal, þar sem var ofurlítil ljósglæta, sem gaf vonir um, að einhver væri þó vakandi. Ég hringdi næturbjöllunni, og brátt kom gamall maður fram að dyrunum. Við horfðumst í augu dálitla stund, og svo skokkaði hann inn aftur. „Honum lízt líklega ekkert á mig,“ hugsaði ég, en blessaður karlinn kom fljótt aftur, hafði bara farið að sækja lyklana. Hann lagði fing- ur á vör til merkis um að hafa hljótt, sem reynd- ar var óþarft, því að við skildum ekki hvort ann- að og gátum ekki talað saman. En hann sýndi mér lista með nöfnum allra þátttakenda námskeiðsins, og þar fann ég, í hvaða herbergi mér var ætluð gisting, og urðum við bæði fegin, ég að komast í rúmið og hann að losna við mig, en við brostum alltaf sérlega hýrt hvort til annars, þegar við hittumst seinna á ganginum. Þetta hús K.F.U.K. er notað til skólahalds á vetrum. Þar er stúlkum veitt margs konar fræðsla bæði bókleg og verkleg. Herbergin eru mjög íburð- arlaus, en allt hreint og þokkalegt. Rúmfötin voru ekki annað en dýna, tvö lök og lítill koddi, en þnð var alveg nóg, því að hitinn komst stundum upp í 45 stig á C. og sjaldan niður fyrir 40 stig á dag- inn, á kvöldin og nóttunni var ofurlítið svalara. Næsta dag, þegar ég kom út á götu, gerði ég þá óþægilegu uppgötvun, að það var ekki einungis, að ég mætti heita mállaus, heldur líka ólæs, því að því litla, sem ég hafði lært í gríska stafrófinu hjá honum föður mínum, var ég búin að gleyma. Reyndar lærðist okkur fljótlega að átta okkur á helztu götunöfnunum. Á námskeiðinu. Konur af flestum litarháttum, hvítar, gular, brúnar og hér um bil svartar, voru á námskeið- inu. Fundir byrjuðu kl. 9 og þá lauslega farið yfir verkefni dagsins. Síðan var hópnum skipt í þrjá flokka, og var einn stjórnandi í hverjum flokki. Þeir fundir stóðu til kl. 12,30, en kl. 5 hittust all- ir aftur, og var þá gerð grein fyrir þeim niður- stöðum, er hver flokkur hafði komizt að varðandi verkefnið. Umræður allar fóru fram á ensku, en á þinginu voru ræður haldnar bæði á ensku og frönsku og þýddar á eftir. Um miðjan daginn, meðan hitinn er mestur, sofa allir Grikkir. Okkur var sagt, að önnur eins hitabylgja og var þennan mánuð, sem við vorum í Aþenu, hefði ekki komið í hundrað ár. Jafnvel Afríkukonurnar sögðust aldrei hafa komizt í ann- að eins. Umræðuefni á námskeiðinu voru margvísleg: Staða konunnar í fjölskyldunni og þjóðfélaginu í austri og vestri, uppeldismál, jafnrétti kynjanna, borgaralegar skyldur og réttindi, æðri menntun kvenna í austri og vestri, löggjöf, er sérstaklega varðar fjölskylduna, o.fl. o. fl. Oft var umræðum hagað þannig, að hver fulltrúi sagði frá, hvernig málum væri komið í hans heimalandi. Sjónarmið Vesturlandakvenna voru í aðalatrið- um þau sömu og við þekkjum hér, en Austurlanda- konur höfðu nokkuð aðra sögu að segja. Víða eru feðurnir þar því mótfallnir, að dætur þeirra njóti æðri menntunar. Við það verði þær uppivöðslu- samari, vilji t. d. sjálfar ráða giftingu sinni. Þó kom þeim öllum saman um, að háskólamenntaðir karlmenn vildu heldur ganga að eiga menntaðar konur. Víðast hvar er fjölkvæni úr sögunni, en venjulegt er, að fjölskyldan ákveði ráðahaginn. f Nígeríu, sem fékk sjálfstæði 1916, valda mis- munandi trúarbrögð nokkrum erfiðleikum. Land- ið er sex sinnum stærra en England, og þar búa tvær milljónir manna. Vestur- og norðurhluti landsins er að mestu byggður Múhameðstrúar- mönnum, en í suðurhlutanum eru heiðnir menn og kristnir, en kristnir menn ráða mestu. Flestir eiga ekki nema eina konu, báðar fjölskyldur verða að samþykkja ráðahaginn. Brúðguminn borgar föður brúðarinnar ákveðna upphæð, er fjölskylda brúðarinnar leggur til heimilið. Komið getur fyr- 4 19. J O N1

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.