19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 10

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 10
um aðra köku, sem nefndist skánarkaka og var svo tilbúin, að skánin var tekin ofan af flóningarpott- inum og brotin saman, fyrst tvöföld, síðan hvað eftir annað, þangað til hún var orðin á stærð við úr flatköku, þá var hún látin kólna. Þá færði Gróa mér hana og þykka smjörsneið ofan á. Stund- um var kandísmola stungið í miðja smjörsneiðina. Seinni vikuna, sem við sátum lömbin, voru þær með mér til skiptis nöfnurnar á Syðri-Hofdölum, sinn daginn hvor, og einn daginn var ég ein í lambasetunni. Þá var verið að rýja geldfé, og þær þurftu báðar að hjálpa þar til. Þá sóttu að mér daprar hugsanir. Síðastliðinn vetur seint hafði komið sú frétt til Skagafjarðar, að Island ætti að sökkva í sjó á ár- inu, og var það haft eftir stjörnufræðingum í Þýzkalandi. I margar vikur var þetta fyrsta umræðuefnið, þegar gest bar að garði, sem var æði oft, því að Hofdalir voru í þjóðbraut. Ég held nú, að blessað fólkið hafi ekki lagt mikinn trúnað á þetta, þó að það þreyttist ekki á að tala um það, en ég var í bamslegri einfeldni farin að trúa því. Vissi ég, að allir eiga einhvern tíma að deyja. Ég kveið því, að ég yrði ein úti á víðavangi, þegar þetta gerðist, og ég var oft á rölti við skepnur á vorin og sumr- in. Bað ég þess með sjálfri mér, að þetta mætti dragast til hausts. Veður var kyrrt og mollulegt þennan dag, loft þéttskýjað. Sýndist mér einhver móða koma yfir Vatns- skarð og breiðast hægt yfir héraðið. Hélt ég, að þetta væri sjórinn, hefði gengið á land fyrir sunn- an. Gróa kom óvenju seint með matinn, hún var á stekknum eins og aðrir. Loksins hillti undir hana. Hljóp ég þá skælandi á móti henni og spurði, hvort hún sæi ekki, að sjórinn væri að koma ofan af Vatnsskarði. „Láttu ekki svona, hróið mitt, þetta er bara mistur,“ sagði Gróa; hún tók kandísmola úr vasa sínum og gaf mér. „Þú verður ekki ein í lambaset- unni nema i dag,“ sagði hún, „þau verða rekin á morgun eða hinn daginn.“ Á kvöldin var „breitt á“ fyrir okkur, þegar tími var kominn til þess að fara heim með lömbin, og nú var það laugardaginn í 12. viku sumars, að Gróa sagði, þegar hún kom með matinn, að nú yrði „breitt á“ með fyrra móti, það ætti að reka lömbin í kvöld. Ég hoppaði upp af kæti, því að mér fannst ég hafa unnið til verkalaunanna. Það reynd- ist rétt, því þegar búið var að láta inn lömbin, var mér sagt að flýta mér heim til að borða og hafa fataskipti. Ekki þurfti að segja mér það tvisv- ar. Ég fór í sparifötin mín, rauðan vaðmálskjól og rauðrósótta mittissvuntu, rauða sokka og brydda skó, setti upp skotthúfu og batt á mig rauðstykkj- ótt bómullarsjal. Piltarnir fóru í betri föt, því að það var siður að koma á bæi í heimleiðinni, og ekki að vita, nema maður mætti einhverjum höfðingj- um á þjóðveginum. Þegar ég kom út á hlaðið, var Kuldi minn þar fyrir, tygjaður þófa. Kuldi var stór, rauðskjóttur áburðarhestur, nafn sitt hlaut hann af því, hvað hann var kaldlyndur við aðra hesta, þegar hann var hýstur. Ég fór á bak honum, en þeir voru ferð- búnir á hlaðinu pabbi minn, Jón bróðir minn og Jón Guðmundsson vinnumaður, sem nú var kom- inn frá Drangey. Veður var kyrrt og hlýtt, sól- skinslaust, þoka í fjöllum. Þá man ég, að pabbi sagði: „Það verður þoka og súld á Hríshálsinum, getið þið ekki lánað henni Unu litlu eitthvað utan- yfir sig?“ Hann beindi þessum orðum til stúlkn- anna, -— það var hvert mannsbarn á bænum kom- ið út á hlað til að kveðja okkur. Lauga, systir mín, kom með reiðtreyjuna sína, en hún var alltof stór á mig. Þá sagði Guðmundur Eldjárnsson (hann var kallaður Gvendur): „Ég skal lána henni spari- treyjuna mína.“ Hann hljóp inn og náði í treyj- una, hún var úr gráu vaðmáli, með stykkjóttu dúk- fóðri. Ég var nú klædd í hana, og mamma náði í skýluklút handa mér. Við héldum nú af stað með lömbin. Frá Syðri- Hofdölum fór Pétur bóndi, föðurbróðir minn, Guð- mundur, sonur hans, og vinnumaður, er Ásmund- ur hét. Möngurnar tvær fygldu okkur út að Gljúf- urá. Þegar búið var að koma lömbunum yfir hana, héldu þær heim. Sögðu þær þá sín á milli: „Gott á stelpan hún Una að fá að fara svona langt,“ hvort sem þær hafa sagt það af einlægni eða mér til uppörvunar. Við fórum, sem leið liggur, yfir Hríshálsinn. Pabbi reyndist sannspár, það var þoka og súld þar, og kom þá treyjan Gvendar í góðar þarfir. Lömbin voru þæg, en mér fannst Hríshálsinn langur, þegar ég morraði á eftir þeim í þokunni. Man ég, að pabbi benti mér á stóran stein og sagði: „Þessi steinn heitir Djáknasteinn, og gætirðu nú séð heim að Hólum í björtu veðri. Skammt hér frá er pollur, sem heitir Djáknapollur; segja munn- mæli, að þar hafi djákni frá Hólum drukknað.“ 8 19. JÚNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.