19. júní - 19.06.1959, Page 15
einnig á hið leikræna í kveðskap hans. Finnst mér
hann minna mig mikið á Euripides.“
„Nokkrar sérstakar persónur — goð eða hetj-
ur — sem eru yður hugstæðar framar öðrum?“
„Þar vil ég telja Völund í Völundarkviðu. Enn-
fremur Sigurð Fáfnisbana."
„Þér hafið greinilega meiri mætur á hetjukvæð-
unum en goðakvæðunum.“
„Goðakvæðin eru ekki eins áhrifamikil og goð-
in ekki sérstaklega persónuleg. Óðinn er sérkenni-
legastur — óhugnanleg dularfull persóna, marg-
ræður, ekki alltaf heill. Mér finnst sterkari per-
sónulýsingar i hetjukvæðunum.
Annað, sem hefur hrifið mig i Eddukvæðunum,
er það, sem ég vildi kalla orðgleðina eða frásagn-
argleðina. Þar er mikil fjölbreytni í orðum, og
þau falla vel að efninu. — Enn fremur finnst mér
áberandi smekkvísi höfunda yfirleitt, utan ein-
stakra kvæða, eins og Atlamála hinna grænlenzku,
sem ég tel lélegan skáldskap. Völsungakviða hin
forna ber vitni um mikla smekkvísi höfundar, og
í Helgakviðunum er geysilega fagur og skrautleg-
Ur skáldsk.apur.“
„Er það nokkuð sérstakt, sem þér munduð vilja
bæta við það, sem við höfum þegar rætt?“
„Mig langar aðeins til að hvetja fólk til að kynna
sér Eddukvæðin. Það er mesti misskilningur, að
þau séu mjög torskilin, og til eru ágætar skýring-
ar á því, sem erfiðast er. En þau geta veitt okkur
uiargar ánægjustundir — þar er mikið um fagr-
an skáldskap.
Ég tel, að næstum öll Eddukvæðin hafi að geyma
tigulegt málfar, gagnort og víða mjög fágað. Ég
tel því öllum Islendingum, sem unna máli sínu,
mikinn ávinning að kynnast þeim. Þau fjalla um
örlög hugrakkra manna, sem vaxa með örðugleik-
um og sjá sóma sinn í því að standa einir og upp-
réttir, hvað sem að höndum ber, án barlóms eða
undirgefni.
„Ey var mér týja (tvísýni), meðan tveir lifðum,
nú er mér engi, er ek einn lifik," sagði Gunnar
Gjúkason. Hugsjón fornaldarinnar er einnig gagn-
ort og tigulega fram sett i heilræði móðurinnar i
Grógaldri:
„Sjalfr leið þi'i sjalfan þik.“
Sturlunga saga var efni það, sem Herborg Gests-
dóttir hafði valið sér.
„Hvenær vaknaði áhugi yðar á Sturlungu og af
hvaða ástæðu?“
„Ég byrjaði snemma að lesa bæði hana og Is-
lendinga sögur, en verulegan áhuga á henni fékk
ég ekki, fyrr en ég las útgáfu Magnúsar Jónsson-
ar 1944. Þá las ég hana með vaxandi ánægju og
hef gert það síðan alltaf öðru hverju. Það er hægt
að lesa hana alla ævi og læra stöðugt eitthvað
nýtt.“
„Eru það nokkrar sögur eða kaflar innan safns-
ins, sem þér hafið mætur á framar öðrum?“
„Það er helzt Islendinga saga Sturlu Þórðarson-
ar. Andi Sturlu, sem ég dái mikið, svífur alls stað-
ar yfir vötnunum, þar sem hann er að segja frá
ætt sinni og örlögum hennar. — Annars er erfitt
að gera upp á milli sagnanna. Ég hef ánægju af
að lesa þær flestar. Það er t. d. ein saga, sem er í
litlu áliti — hún er illa skrifuð — en ég hef alltaf
gaman af. Það er Guðmundar saga dýra. I henni
er svo mikið af — ja, ég vildi kalla það bæjar-
slúðri. Höfundur hefur verið nauðakunnugur
sveitalífinu i Eyjafirðinum og þeim héruðum, þar
sem sagan gerist."
„Hvaða persónur eru yður hugstæðastar?"
„Það er fyrst og fremst Sturla Þórðarson, höf-
undur Islendinga sögu. Mér þykir mjög vænt um
hann. — Annars eru mér í rauninni margar þær
persónur sagnanna hugstæðastar, sem verst er far-
ið með af höfundanna hálfu — þeir eru oft ærið
hlutdrægir. — Vil ég t. d. nefna Vatnsfirðinga.
Ég hneigist mjög til að taka málstað þeirra, fá
samúð með þeim, leita þeim málsbóta. Einnig hef
ég mætur á Þorvarði Þórarinssyni, þó að ég sé
ekki viss um, að hann sé höfundur Njálu, eins og
Barði Guðmundsson hefur haldið fram. En Sturla
Þórðarson er mér kærastur. Hann vinnur á, þvi
oftar sem ég les Sturlungu. — Snorri, föðurbróðir
hans, finnst mér hins vegar tapa við nánari k}mni.“
„Eru það ákveðin skapeinkenni i fari þessa fólks,
lundarfar eða eðlishættir, sem einkum hrífa yður?“
„Nei, það get ég ekki sagt. Það er eins og í líf-
inu sjálfu. Okkur geðjast betur að sumu fólki en
öðru án þess að gera okkur grein fyrir af hverju.
Fólkið í Sturlungu er orðið vinir mínir og kunn-
ingjar. Ég hef jafnvel fengið orð fyrir að vera í
nánari tengslum við það og þá tíma en við nútím-
ann og nútímafólk. Mér finnst ég þekkja fólkið
svo vel — það er mér raunverulegra en margt
annað. Einn af vinum minum er t. d. maður að
nafni Kolbeinn grön, sem lítið kemur við sögu og
er feikna ribbaldi — en hann er mér samt geð-
felldur, og mér þykir vænt um hann. Svo er auð-
19. JtJNl
13