19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 16
vitað Þórður kakali, hinn mikli riddari. — Við ítrekaðan lestur sagnanna nálgast fólkið lesand- ann meir og meir. Fyrst eru það atburðirnir, sem athyglin beinist að, en þegar frá liður, skýrist fólk- ið æ meir. Það kemur fram að baki atburðarásar- innar, verður lifandi. Síðan verður það vinir og kunningjar, sem lesandinn kemst í vaxandi tengsli við.“ „Hvaða atburðalýsingar hafa einkum hrifið yður?“ „Vmsir kaflarnir eru höfuðsnilld. Lýsingin á á örlygsstaðabardaga er t. d. stórkostleg. Lesand- inn sér allt gerast, tekur þátt í öllu. Það er stór- fengleg lýsing. Sama má segja um frásögnina af Flugumýrarbrennu. — Fyrirburðasögurnar eru einnig oft áhrifaríkar. Sturla hefur verið hjátrúar- fullur eins og samtíð hans. Það gerast engir merki- legir atburðir, án þess að á undan gangi merki- legir fyrirburðir.“ „Þér hafið auðvitað einnig kynnt yður fslendinga sögur — ekki einungis helgað yður Sturlungu?“ „Já — ég hef lesið þær flestar vandlega og hef miklar mætur á t. d. Eyrbyggju, Landnámu og Egils sögu. Fyrst í stað las ég mest rómantískari sögurnar, eins og Laxdælu og Njálu. Ég hef gef- izt fyrr upp á þeim — hinar gefa meir, þegar farið er að sökkva sér niður í þær.“ „Var stutt, síðan þér höfðuð lesið Sturlungu í vetur?“ „Það voru líklega rúm 2 ár síðan. Þegar ég fór að rifja hana upp, gleymdi ég mér oft — gleymdi, að ég ætlaði að læra hana eins og undir próf. Það var hreinn skemmtilestur." „Og af hverju er yður þetta verk einkum hjart- fólgið?“ „Það er af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst af því, að þetta er lifandi samtímasaga um langt og merkilegt tímabil. Að vísu fjallar sagan um bar- daga, eiðrof, brennur og segir frá miklum upp- lausnartímum. En þrátt fyrir vígaferli og bardaga hefur mönnum verið tamt að halda á penna — eða réttara sagt fjöðrinni — áhugi hefur verið á ýmiss konar fróðleik. Flestar íslendinga sögurnar voru skrifaðar á þessum tíma. Ýmsir höfundar þeirra munu sennilega koma við sögu í Sturlungu. Við þekkjum Snorra og Sturlu. — Annað, sem hrífur mig — og á það við um beztu Tslendinga sögurnar — er hinn gagnorði frásagnarstíll. Allt er sagt í sem fæstum orðum — lopinn aldrei teygð- ur. Síðast, en ekki sízt, eru það persónurnar, fólk- BRDSTNIR HLEKKIR Tvær félagskonur hafa látizt, siðan blaðið kom út í fyrra: Sigrún G. Jónsdóttir, f. 5. júní 1891, d. 13. ágúst 1958. Hún var gift Jóni Hjartarsyni kaupmanni, og eftir andlát hans stjórnaði hún verzluninni, ýmist ein eða með börnum sínum. — Sigrún var ákaflega dugleg og glæsileg kona og vel metin af öllum, er þekktu hana. Þórunn Aðils fulltrúi var f. 29. sept. 1905, d. 13. ágúst 1958. Hún gegndi mörg ár ábyrgðar- stöðu í Landsbanka íslands og var fjölda ára end- urskoðandi reikninga Kvenréttindafélags Islands. Þórunn var mjög félagslynd og var einn af stofnendum Starfsmannafélags Landsbankans og var lengi í stjóm þess. Hún var öruggur starfs- kraftur i félagsmálum, á meðan heilsa hennar leyfði, en síðustu árin átti hún að stríða við mikla vanheilsu. HAUST. Til skugganátta dregur, og skriftin verður máS, þar skrautritu'S var aSeins tveggja saga. En héSan af mun œviljóS mitt ÖSrum stöfum skráS og árin fyrna liSna sumardaga. 1 rökkurskyggSri minning ég reika gamla slöS, úr rúnaletri þýSi töfrasögur. Ef vetrarkvöldin löngu mín vitjar enn þitt IjóS, þái verSur dimma nóttin hlý og fögur. Valborg Bentsdóttir. ið, sem mér finnst ég vera í lifandi tengslum við.“ „Er það nokkuð sérstakt, sem þér vilduð taka fram til viðbótar því, sem við höfum þegar rætt?“ „Ég vil ekki vera beinlínis með lestraráróður, en mig langar samt til að hvetja fólk, ekki sízt ungt fólk, til að lesa Sturlungu gaumgæfilega. Það rót- festir í íslenzku máli og í að vera íslendingur. Engin þjóð á eins lifandi sagnir af fyrstu ævi- ámm sínum og við, og með því að lesa Landnámu, Kristni sögu og Sturlungu getur hver og einn feng- ið lifandi hugmynd um þjóðveldistímann. Ættu allir að hafa gagn og gaman af því.“ Katrín Ólafsdóttir Hjaltested. 14 19. .TtJNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.