19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 17
RABBAÐ VIÐ SJOMANNSEKKJU Þegar hringt var til mín og ég beðin um eitt- hvert efni í 19. júní, datt mér í hug, að fróðlegt gæti verið að spjalla dálítið við konu, sem ég þekki litið eitt. Og hæg eru heimatökin, því að hún býr skammt frá. Við Akurnesingar þekkjum til henn- ar ytri ástæðna. Á óveðursdegi i janúarmánuði 1952 varð hún ekkja. Einn Akranesbátanna kom ekki að landi það kvöld. Á leiðinni til lands heyrðist siðast til hans. Bátur, sem hafði verið honum samferða, missti sjónar á honum, þegar él skall á. Þegar það birti skömmu síðar, var hann hvergi sjáanlegur lengur. Það er hægt að hugsa sér framhaldið: óljós von ástvina næstu daga, meðan leit stóð yfir, unz íoks var fengin full vissa og engin von framar. Og nú, rúmum sjö árum síðar, fer ég heim til Sigríðar Sigurðardóttur til að vita, hvort hún vilji ekki segja lesendum þessa blaðs eitthvað frá reynslu sinni. Hún var þennan óveðursdag svipt fyrirvinn- unni og stóð ein síns liðs með fjögur litil börn. Hún tekur mér vel og vingjarnlega. Hún segist hafa legið í inflúenzunni og börnin hafi líka verið lasin, en nú séu allir á batavegi. „Fékkstu ekki borgaða veikindadaga samkvæmt nýju lögunum um rétt verkafólks?" spyr ég, því að mér var kunnugt um, að hún hafði unnið síð- ustu árin að staðaldri i frystihúsi. „Ja, ég hafði ekki athugað það, vissi ekki um þessa veikindadaga, vissi aðeins, að hægt væri að fó greidda sjö daga, ef viðkomandi hefði orðið fyrir slysi á vinnustað.“ „Jú, jú, blessuð vertu. Það eru ný lög, sem voru sett í fyrra, sem tryggja fólki f jórtán veikindadaga, ef það hefur unnið 1800 vinnustundir síðustu tólf mánuði hjá sama atvinnurekanda, og með þess- um tima má telja orlof og veikindadaga. Þú hlýt- ur að eiga rétt á þessu.“ „Ja, ég hef áreiðanlega unnið svo mikið. Ég þarf endilega að athuga þetta, ekki veitir af að halda vel utan að sinu.“ Ég sný mér nú að erindinu. „Á hvaða aldri voru börnin þin, þegar þú varðst ekkja?“ spyr ég. „I’au voru sex, fimm og tveggja ára, en hið yngsta var ófætt, fæddist ekki fj'rr en um sum- arið.“ „Hvernig tókst þér að komast yfir fjárhagsörð- ugleikana fyrstu árin, á meðan þú gazt lítið unn- ið þér inn?“ „Það var vissulega erfitt i fyrstu. Ég var alls- laus, átti ekki svo mikið sem fyrir mat til næstu daga. Maðurinn minn var nýbúinn að ljúka prófi frá Sjómannaskólanum og átti meira að segja óborgaðar skuldir vegna námsins. En mér var mik- ið hjálpað. Meira en algengt er, held ég. Bæjar- búar brugðust drengilega við og efndu til sam- skota og færðu mér. Og fyrir þá upphæð tókst mér að eignast þennan bæ, sem ég bý í, og það varð mér ómetanleg hjálp. Þótt hann sé ekki stór, er það mikils virði að eiga þak yfir höfuðið. Til þess að ég gæti flutt í bæinn, þurfti ég að láta gera mikið við hann, og til þess fór obbinn af slysa- tryggingunni, sem ég fékk.“ „Fékkstu ekki talsverðar slysabætur?" „Ég fékk þrettán þúsund og fimm hundruð krónur. Það var allt og sumt.“ * „Hjálpi mér! Voru dánarbætur ekki meira en þrettán þúsund og fimm hundruð krónur á því herrans ári 1952?“ varð mér að orði. „Nei, ekki var það nú, en margur hjálpaði mér. Ég held mér hafi þótt vænzt tim þær gjafir, sem ég fékk strax eða fyrstu dagana. Mér er t. d. minn- isstætt, að ég fékk fyrsta eða annan daginn eftir slysið bréf frá konu hér á Akranesi, sem ég þekki ekki neitt. Hún sendi mér elskulegt og uppörvandi bréf og hundraðkrónaseðil. Sjálf skildi hún ástæð- ur mínar vel, hafði einnig misst mann sinn í sjó- inn með fiskibáti frá Akranesi mörgum árum áð- ur og stóð þá uppi með lítil börn. Það var gott bréf og gjöf, sem kom sér vel. Ég er þakklát henni enn í dag.“ „En ekki hefur þú getað unnið þér neitt inn fyrstu árin, meðan börnin voru svona ung?“ „Það var lítið. Ofurlítið vann ég þó heima, og einnig ræktaði ég kartöflur fyrstu árin og hafði dálitið upp úr því. Svo vann ég stundum dag og dag eða tíma úr degi við ræstingu eða þvotta í * Árið 1959 eru dánarbætur kr. 87.130,85. 19. JtTNl 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.