19. júní


19. júní - 19.06.1959, Page 18

19. júní - 19.06.1959, Page 18
húsum. En fyrst vann ég úti sumarið, sem yngsti drengurinn var á öðru ári. Tvö eldri börnin voru þá í burtu sumarlangt, drengurinn í sveit, en telp- an hjá kunningjakonu minni. Tvö yngri börnin voru þá á dagheimili, sem aðeins var starfrækt yfir sumarmánuðina. Þá vann ég í þvottahúsi sjö tíma á dag, gat ekki byrjað fyrr en um níuleytið, þegar ég var búin að fara með börnin á dagheimilið. Þegar heimilið hætti um haustið, varð ég að hætta líka. En smám saman fór ég að vinna tíma úr degi, ýmist á morgnana eða eftir hádegi, eftir því hvern- ig stóð á skólaveru eldri barnanna. En á sumrin, meðan dagheimilið starfaði, vann ég fulla vinnu. Síðastliðin þrjú ár hef ég unnið í frystihúsi alla vinnu, sem til fellur.“ „Já, og vinnustundir þínar eru nú svo margar, að þú telst tvímælalaust til fastafólks,“ gríp ég fram í. „Ég býst við því, eftir því sem þú segir um lögin.“ „Hefur þú nú svo miklar tekjur, að þú komist sæmilega af með hópinn þinn?“ „Já, já, ég kemst vel af. Ég hef verið svo hepp- in, að meirihluta vinnu minnar á síðastliðnu ári hef ég verið á karlmannskaupi.“ „Hefurðu þá aðallega flakað?" „Já, mest við flökun og lika við roðflettinguna og ýmislegt, sem unnið er á karlakaupi. Þeir hafa ef til vill verið svo hugulsamir, blessaðir verkstjór- amir minir, að hafa ástæður mínar í huga, þegar skipað hefur verið til verka.“ „Það er gott að heyra, að fjárhagurinn hefur rýmkazt, en vinnustundir þínar verða víst ekki svo fáar á hverju ári, fyrst þú ert viss um að hafa unn- ið að minnsta kosti 1800 stundir á vinnustað og auk þess hugsað um fimm manna heimili,“ segi ég og hef samvizkubit yfir að hafa tafið þessa vinnusömu konu heilt kvöld, þó að það sé raunar sunnudagur. „Já, sunnudagarnir og kvöldin fara í það að hugsa um heimilið, en stundum er ég svo þreytt, þegar ég kem heim, að ég verð að leggja mig stundarkorn. Það borgar sig, ég er hressari á eftir. Sunnudagamir fara til þvotta og þjónustubragða, þá þarf að laga til föt barnanna fyrir vikuna. En stundum falla úr vinnudagar, og ég er ekkert í vandræðum með, hvað ég á að gera við þá.“ „Finnst þér ekki erfitt að gegna því ábyrgðar- mikla hlutverki að vera bæði faðir og rnóðir?" „Jú, ekki er því að neita. Ég held, að hver ekkja óttist það mest í fyrstu erfiðleikunum, að henni verði ekki unnt að halda barnahópnum hjá sér. Það má segja, að úr því sem komið er, sé það ein- mitt hamingja mín að fá að gegna bæði föður- og móðurskyldum. Auk þess kemur þetta dálítið líka af sjálfu sér. Eldri börnin venjast við að þurfa að bera ábyrgð á hinum yngri og einnig á mörgu varð- andi heimilið, þegar þau eru ein heima.“ „Finnst þér ekki, þrátt fyrir hinar vandasömu kringumstæður, að þú getir leyft þér að líta bjart- ari augum á framtíðina en áður?“ „Jú, svo sannarlega finnst mér það. Ef allt geng- ur vel og ég hef heilsu, finnst mér ég vera komin yfir örðugasta hjallannn. Ég hef verið svo hepp- in, að börnin hafa verið heilsugóð, og nú á hvíta- sunnunni á að ferma hið elzta. Ég var alin upp við að þurfa að vinna, og í sannleika sagt finnst mér nú, að ég lifi við betri kjör en ég átti við að búa á uppvaxtarárum mínum fyrir norðan. Ég missti föður minn sex ára gömul og varð snemma að vinna fyrir mér. Ég hef kynnzt harðri lífsbar- áttu allt frá æsku, og engin ástæða er fyrir mig nú annað en vera vel bjartsýn." Bömin hafa öðru hvoru verið að líta inn til okkar, falleg og hraustleg, undrandi yfir þessu langa samtali, sem tafði móður þeirra frá venju- legum störfum. Ég kveð Sigríði ekkju skipstjórans á m/b Val frá Akranesi, sem fórst í fiskiróðri fimmta janúar 1952, og ég þakka henni fyrir samtalið. Ég labba heim á leið út í vorkvöldið, og hugur minn býr yfir aðdáun og þakklæti yfir fordæminu, sem þessi tápmikla, bjartsýna kona hefur gefið okkur. Herdís Ólafsdóttir. STÖKUR. Þegar voriS við mér skín, vildi ég þig finna. Löng er ekki leiS til þín, leiðin óska minna. >}< Leikur þýður Ijúflingsblœr, létt á silfurþráðum. Vonin unga við mér hlœr, vinurinn kemur bráðum. Valborg Bentsdóttir. 16 19. JfJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.