19. júní - 19.06.1959, Page 22
skinna og öðru því, er til skógerðar var haft. En
nú skal vikið að skógerðinni sjálfri.
íslenzkir skór hafa efalaust frá öndverðu verið
dregnir saman í opið með einhverjum hætti —
með þveng eða þræði — og bundnir með hæl-
böndum upp um öklann. Á 18. og 19. öld, eða svo
langt sem vitneskja nær, hafa útiskór jafnan verið
verptir, eins og hér verður lýst, og kallaðir verptir
skór í daglegu tali. Skó þurfti að gera og bæta all-
an ársins hring, en mest var þó unnið að skógerð,
áður en heyannir hófust á sumri og fyrir jólin að
vetrinum. Góðar búkonur létu jafnan fyrir slátt-
inn gera þrenna til ferna verpta skó handa hverj-
um heimilismanni og brydda spariskó handa þeim,
sem ekki áttu þá fyrir.
Húsmæður, sem ekki höfðu fyrir stóru heimili
að sjá, sniðu jafnan sjálfar skinnin og tóku til í
alla skó. Karlmenn þurftu þó að aðstoða við að
rista niður í lengjur þykkar húðir af kúm eða
hrossum. Tilsniðið efni í skó var kallað skœ8i, tvö
skæði i eina skó, tvenn skæði í tvenna skó. Skæðið
var ferkantað, um það bil 26 sm að lengd og 15
sm breitt i meðalkvenskó, en 29 sm langt og 19
sm breitt í meðalkarlmannsskó, en þurftu þó all-
miklu stærri utan yfir tvenna til þrenna sokka.
Annars var jafnan miðað við, að hver maður þyrfti
stuttspönn sína og hálfa fingurhæð í skæðislengd
utan yfir eina sokka, en stuttspönn er bilið milli
þumalfingurs og vísifingursgóma (langspönn milli
þumalfingurs og löngutangargóma). Breidd fótar-
ins var breytilegri.
Verptir skór, t. d. úr leðri, voru þannig gerðir:
Skæðin voru mæld, höfð mjórri til hælsins og
hæltotan sniðin af, þ. e. a. s. skorinn ávali á hæl-
inn. Þá var tekinn grófur seymistygill, þræddur
á þrístrenda nál, bundinn hnútur á endann ög
brugðið ull í hnútinn, svo að hann rynni ekki af
í bleytu. Ekki mátti ullin vera svört, því að þá var
þeim búin feigð, sem skónum átti að slíta. Síðan
var annað skæðið lagt saman á langveginn, hár-
amnum snúið inn og saumur gerður á hæl og tá,
þannig að nálinni var stungið í skæðisraðirnar á
víxi, en aldrei gegnum báðar í einu nema við
fyrsta sporið. Féllu þá raðirnar saman, svo að eng-
inn varð saumgarðurinn; hnýtt var við síðasta
sporið og brugðið ull í hnútinn. Þetta var kallað
skósaumur. Stundum voru þó tásaumarnir gerðir
með lausastangi — þéttu þræðingarspori — eink-
um þó á skó úr sauðskinni.
Er lokið var að gera saumana á bæði skæðin,
voru ristir varpþvengir, þ. e. skornar ræmur af
þvengjaskinninu endilöngu. Voru þeir hafðir 1 cm
á breidd eða breiðari, ef skinnið var þunnt. Þeir
voru bleyttir lítið eitt og síðan teygðir vel og slíp-
aðir, eða snúið var upp á þá. Varpþvengir voru
að jafnaði hafðir svo langir, að þeir gátu jafn-
framt verið hælbönd. Nú var annar þvengurinn
þræddur á skónál — varpanál. Hún var tvifjöðr-
uð og flugbeitt. Var síðan byrjað að verpa skó-
inn (verpa: kasta; sá, sem verpir skó, kastar frá
sér, stingur nálinni frá sér inn í skóinn), hægra
megin við hælsauminn um það bil 2 cm frá hon-
um. Við fyrsta sporið var þvengurinn ekki dreg-
inn út að enda, heldur skilinn eftir 25—30 cm
langur spotti í hælband. Skórinn var lítið dreginn
saman fyrst, en mest yfir tærnar og haldið áfram
að verpa, þar til komið var að hælsaumnum vinstra
megin og þó 2 cm frá honum. Var þá nóg eftir
af þvengnum í hitt hælbandið. Varpið var lagað
til, svo að það félli að fætinum, þegar skórinn
var settur upp, hælböndin voru krosslögð aftan á
hælnum og bundin upp um öklann. Ristarbönd
úr þvengjaskinni voru jafnan höfð á útiskóm til
að verjast því, að snjór eða óhreinindi færu niður
með vörpunum. Ristarböndin voru dregin í skó-
inn með skónál. Byrjað var um mitt skóopið inn-
anfótar, rétt neðan við varpið, stungin fjögur spor
meðfram varpinu á karlmannsskó með tveggja
cm millibili, bandið síðan lagt yfir skóopið og
dregið eins í hinum megin. Endar bandsins voru
bundnir saman yfir ristina, þegar skórinn var sett-
ur upp, og lágu þá tvö böndin yfir hana, sem
héldu skónum vel að fætinum. 1 Islenzkum þjóð-
háttum segir, að leðurskór hafi stundum verið
verptir með togþræði, en hælbönd og ristarbönd
höfð úr skinni.
Ekki mun vitað, hvenær bryddir skór fóru fyrst
að tíðkast, en spurzt hefur til þeirra með vissu
skömmu eftir 1800 og voru þá eingöngu hafðir
spari. Vera má, að þeir hafi verið til komnir löngu
fyrr. I gömlu vísubroti eru nefndir skór með rauð-
um bryddingum. En á síðustu tugum 19. aldar var
orðið alsiða að brydda alla inniskó. Eftir aldamót-
in, þegar saumavélar voru komnar á hvern bæ,
fóru konur að gera sauma á skó í saumavél, og
bryddingar voru þá einnig saumaðar þannig á skó,
ef skinnið var ekki mjög þykkt eða stælið.
En nú skal skyggnzt inn á lítið heimili á seinni
hluta 19. aldar, þar sem jólaskógerðin fer fram,
það er nokkrum dögum fyrir jól.
20
19. .1 fJNl