19. júní


19. júní - 19.06.1959, Side 24

19. júní - 19.06.1959, Side 24
„Kistillinn, sem hann Bólu-Hjálmar gaf henni ömmu minni“, þannig fórust föður mínum orð, er hann sýndi okkur börnunum kistil einn skraut- legan, sem hann geymdi í læstri kistu í gamla þing- húsinu á Lýtingsstöðum. Þessi setning hefur ekki breytzt að öðru en því, að við systkinin höfum síðan kallað hann „kistilinn, sem hann Bólu- Hjálmar gaf henni langömmu“. Ég mun nú leitast við að skýra eftir beztu vit- und frá kistli þessum og með hverjum atvikum hann komst í eigu mína. Kistil þennan gerði skáldið og hagleiksmaðurinn Bólu-Hjálmar, og hinzta ganga hans fram í Aust- urdal í Skagafirði var til þess gerð að færa lang- ömmu minni, Ingibjörgu Einarsdóttur húsfreyju á Merkigili, kistilinn að gjöf. Ingibjörg var kona Jóns bónda Höskuldssonar, en hann var einn þeirra Höskuldsstaðabræðra, og er margt manna frá þeim komið. Faðir Jóns var Höskuldur Guð- mundsson, ættaður úr Árnessýslu. Dvaldist Hös- kuldur með Skúla Magnússyni, er hann var sýslu- maður Skagfirðinga og bjó á Stóru-ökrum. Féll vel á með þeim. Þó var Höskuldur talinn skap- maður mikill, er ógjarna lét hlut sinn við hvern, sem var að eiga, og eru sagnir af því, að hann hafi tekizt á við sýslumanninn, húsbónda sinn. En sá varð skilnaður Höskulds og Skúla, að fyrir atbeina Skúla fékk hann góðan landskika undan Stóru-ökrum, og reisti Höskuldur þar býlið Hös- kuldsstaði. Höskuldur var kvæntur Þuríði Steingrímsdóttur frá Flugumýri, Þorsteinssonar Steingrímssonar af hinni alkunnu Steingrímsætt. Þuríður var skör- ungur mikill, sem hún átti kyn til. Jón Höskuldsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Inga Þorfinnsdóttir, og var hann þriðji maður hennar, en Ingibjörg Einarsdóttir Ásgríms- sonar frá Borgargerði í Akrahreppi var síðari kona hans. Brynjólfur Jónsson lýsir henni svo: „Hún var kvenna fríðust, geðgóð og vel innrætt.“ Jón og Ingibjörg eignuðust mannvænleg börn. Eitt þeirra var Lilja. Var faðir minn, Jóhann Lárus, sonur hennar og Jóns Þorvaldssonar frá Eyrarlandi við Akureyri. Af Þorvaldi og Margréti á Eyrarlandi er mikill ættbogi kominn. Jóhann Lárus faðir minn ólst upp hjá afa sín- um og ömmu á Merkigili, og hafði amma hans mikið dálæti á honum. Faðir minn minntist ömmu sinnar jafnan, er hann heyrði góðs manns getið, og sagði okkur í gamni og alvöru frá því, með hverjum atvikum hann lenti undir væng hennar. Það bar við eitt sinn á Merkigili, að fólk var í seli, og man ég ekki, hvort verið var að marka og rýja eða færa frá. Fólk var langþreytt og van- svefta og hafði hallað sér um stund í fjárhúsgarða. Faðir minn var þá ungbarn og svaf í garðanum hjá móður sinni. Vaknaði Ingibjörg amma mín við það, að drengurinn valt fram úr garðanum og niður í króna. Tók hún hann til sín og lagði hjá sér. Sleppti hún ekki af honum hendinni þaðan í 22 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.