19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 25
frá. Gaf hún honum kistilinn og fleira auk ágæts uppeldis. Þegar móðir mín gekk með mig, dreymir hana eldri konu, sem segir við hana: „Veiztu, hvað bamið á að heita, sem þú gengur með?“ Móðir min svarar ekki og hugsar, að hún viti ekki, livort það verði drengur eða stúlka. Draumkonan svarar sér þá sjálf: „Það á að heita Ingibjörg." Móðir mín lýsti konunni svo fyrir föður mínum, að hann þekkti þar ömmu sína, því að hún var í Merkigils-fötunum, en móðir mín hafði aldrei séð hana. Ég hlaut nafnið og kistilinn. Móðir mín dó, þegar ég var tveggja ára. Ég mun nú fara fljótt yfir sögu, sem ég nam af föður mínum, er hann sagði frá Austurdal í Skaga- firði og íbúum hans á þeim árum, er Hjálmar Jónsson, sem síðar var kenndur við Bólu, tók Nýja- bæ, byggði þar upp og búnaðist vel. Þó vænti ég, að eitthvað hafi hann látið ósagt af því, er fyrir eyru og augu hefur borið. En hins minnist ég ekki, að hann færi með ósatt orð né hallmælti nokkrum manni. Hins vegar þekkti hann Hjálmar á sinn hátt betur en nokkur núlifandi manna, og eru lesendur beðnir að hugfesta það, ef þeim virðist sú mynd af Hjálmari, er hér glyttir í, frábrugðin því, er þeir eiga að venjast. Jón langafi minn og Ingibjörg kona hans bjuggu rausnarbúi á Merkigili, en það er nyrzti bær í Austurdal, en Nýibær, þar sem Hjálmar bjó, var fremsti bærinn í dalnum. Hjálmar kom oft að Merkigili, er hann átti leið um dalinn, þá ungur maður. Faðir minn lýsir honum sem hæglátum manni. — Milli Merkigils og Nýjabæjar er kirkju- staðurinn Ábær. Þar bjó Guðmundur Guðmunds- son. Hafði hann verið til sjóróðra hjá Guðmundi Jónssyni dannebrogsmanni í Skildinganesi, síðar á Lágafelli. Valgerður dóttir Guðmundar i Skil’d- inganesi og Guðmundur felldu hugi saman, eri með því að þeim var. ekki leyft að ganga í hjópaVj band, nam Guðmundur Valgerði á brott ih^ð sfer um nótt og hélt stytztu jeið norður að Goðdölum í Vesturdal, en þar var þá prestssetur. Segir sag- an, að hann hafi reitt hana fyrir framan sig. Guð- mundur og Valgerður gengxv' í hjónaband. Hún var ágæt kona, og er maígt nýtra manna af þeim komið, en sættir og góðar mágsemdir tókust síðar. Guðmundur á Ábæ og Jón á Merkigiil voru ríkir menn og harðskeyttir. Allar þessar jarðir, Nýi- bær, Ábær og Merkigil, voru miklar landjarðir og landkostir að sama skapi. Faðir minn taldi þó Ábæjar- og Nýjabæjarland bezt, þar drypi smjör af hverju strái, skyrið hennar ömmu hefði verið mysulaust og smjörið að því skapi mikið í mjólk- inni. Þar er ljómandi berjaland og fjallagrös, scm þá voru mikið notuð til manneldis, enda langt að sækja björg í kaupstað og torfærur á öllum leiðum. Ég get hér einungis bæjanna austan megin í dalnum, enda koma þeir einir mest við sögu. Kunnugt var föður mínum um nágrannakryt milli Nýjabæjar annars vegar og Ábæjar og Merki- gils hins vegar. Varð Hjálmar þar harðast úti, því að hann varð að flýja dalinn. Hafði faðir minn fá orð um þann hildarleik, sem þar hcfur verið háður. Símon Dalaskáld kom oft að Lýtingsstöð- um og ræddi um þessi mál, og man ég sumt af því, en læt það liggja kyrrt. En ég hef dregið þá ályktun, að víkingablóð hafi runnið í æðum þeirra ábúenda í Austurdal, sem hér hefur verið frá skýrt, og kemur mér Sturlungaöldin í hug með harm- leikjum og mannlegum kostum og breyskleika. En harmleikir gerast, meðan menn eru, nú sem þá. Listaskáld nútímans tjáir það i Vegfarand- anum: Og stofnar falla, og strengur brestur, og stjarna hrapar, sem áður skein. Af blindum sálum er Baldur veginn, og bölið ræktar sinn mistiltein. (Davíð Stefánsson). VÞegar svo hafði verið þrengt kosti Hjálmars, að ha^pn taldi sér ekki lengur vært í Austurdal, gerði hapn samning við tengdamóður sína, sem þá var fekkj^ á Uppsölum í Blönduhlið,;um að fá part af 19. JtJNl 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.