19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 26

19. júní - 19.06.1959, Qupperneq 26
landi hennar. Fær hann eyðibýlið i Bólstaðagerði og byggir þar upp. 1 daglegu máli breyttist nafn- ið í Bóla. Þegar Hjálmar er að flytja frá Nýjabæ að Bólu, átti hann leið fram hjá Merkigili. Jón Höskulds- son hafði veður af því og þóttist eiga erindi við hann og fór í veg fyrir hann. Ingibjörg kona Jóns fór á eftir honum, því að hún óttaðist, að þeir mundu deila óþyrmilega, og var ótti hennar ekki ástæðulaus, enda mun hún hafa þekkt skaplyndi beggja. Kom Ingibjörg að þeim Hjálmari og Jóni, og deildu þeir út af spýtu, sem báðir vildu helga sér. Harðnaði rimman svo, að Hjálmar reiddi höggið hátt að Jóni, en Ingibjörg amma mín vildi stilla til friðar. Gekk hún fram fyrir skjöldu og vildi skilja þá. Lendir þá höggið, sem Jóni var ætlað, á handlegg hennar, og brotnar hann við. Skildi þar með Jóni og Hjálmari. Merkigilshjónin hverfa heim til sín, en skáldið og hagleiksmaður- inn, sem sjaldan eða aldrei mun hafa handleikið kvistalausa spýtu, heldur áfram ferð sinni niður í Blönduhlíð. Honum er heitt í hamsi, og munn- mæli herma, að á leiðinni hafi hann ort Tímarímu, þar sem hann gerir upp sakir við granna sína í dalnum. Hitt er svo annað mál, að kistillinn, en ekki Timaríma, er lokaþáttur Hjálmars i skipt- unum við Merkigilshjónin. Margir harmar og sárir biðu Hjálmars, eftir að hann fluttist frá Nýjabæ. Árin liðu, skapið varð biturt, en sjálfur var hann vinmargur einstæðing- ur, dæmdur til einfara í hugsun og lífi. Ungur og lítt bugaður hafði hann byrjað búskap á fremsta bæ i Austurdal. Beiskjulaust hefur hann ekki horf- ið þaðan. En fundur hans og Jóns á Merkigili og deila stórbóndans og hins allslausa listamanns um nýtilegan við í kistil eða fjöl mun ekki hafa liðið honum úr minni. Óvíst er lika, hvern dilk þessi fundur hefur dregið á eftir sér í orðrómi og um- ræðu innan sveitar. Og ekki er það heldur hvers- dagsatburður að limlesta konu. Og gamalmennið Bólu-Hjálmar fer síðustu för sína um Austurdal þeirra erinda að rétta öðru sinni spýtu að Ingi- björgu á Merkigili, en að þessu sinni er það kistill fagurlega skorinn. Svo lýsti faðir minn honum, að hann hefði komið fótgangandi með kistilinn undir vinstri hendi, en stafinn í þeirri hægri, gamall maður og farinn að heilsu. Með þeim hug kom hann undir lokin og færði dýrmæta gjöf og hlýj- ar óskir Ingibjörgu Einarsdóttur, húsfreyjunni, sem hann var saupsáttur við, er hann kvaddi dalinn. Kistill þessi er allur útskorinn og hagleikssmíði. Hann er 40 sm langur, 20 sm breiður og 23 sm á hæð. Á framhlið hans er aldingarðurinn Eden og skilningstréð góðs og ills. Eva réttir epli að manni sínum, en hann seilist eftir því, og standa þau hvort sínu megin við tréð. Á lokinu er engill, „líknarandi". Um hann er grafið með höfðaletri: Madama Ingibjörg Einarsdóttir Á. K. Á göflum og bakhlið er skrautflúr ýmislegt. Innan á lokið var limt blað með kvæði, er Hjálm- ar hafði ort til Ingibjargar og skrifað með rauðu bleki, en aldrei sá ég það blað. Ég heyrði þá föður minn og Símon Dalaskáld eitt sinn tala um kistilinn, og minntust þeir á vís- urnar innan á lokinu. Ég spurði eins og hvert ann- að barn: „Um hvað voru vísurnar, pabbi?“ Hann svarar: „Það voru fyrirbænir fyrir henni ömmu minni“. Þá segir Símon: „Það var iðrunarsálmur, góða mín.“ Einhvem veginn lærði ég þessar lín- ur úr fyrsta erindinu: Tvinnastokkinn treflahrund taki og eignast nái. Bróðir minn Jónas Jóhannsson er greinagóður maður. Hann mundi eitt erindi úr kvæðinu; það er svona: En á lokið lét ég þó líknaranda fljúga, sem að veitir frið og fró, frelsi og huggun drjúga. En þegar ég heyrði þetta erindi og bar það saman við kassann, birti fyrir augum mér. I anda sá ég höfund Tímarímu taka undir þessar hendingar Davíðs: Og er ekki guðlaus glæpur að gefa hugsunum mál, sem blinda borgarans augu og blekkja þjóðanna sál. Ég hef reynt að draga tjaldið frá einum þætti í lífi Bólu-Hjálmars, og hefur hann jafnan gleymzt, þegar rnn hann hefur verið ritað. En allur sann- leikur er betri en hálfur. Að því er ég veit réttast og sannast, hefur líknarandinn, sem kom fljúgandi til hennar ömmu minnar, fylgt niðjum hennar og engan sviðið undan örvum skáldsins. Inga hét ein dóttir Jóns og Ingibjargar. Hún giftist Jóhannesi hreppstjóra í Hofstaðaseli. Þeirra dóttir var Ingibjörg móðir Vilhjálms Stefánssonar. Trúi ég, að „líknarandinn“ hafi tíðum fylgt þess- um ágæta Islendingi á hans löngu og ströngu för, 24 19. JtJNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.