19. júní - 19.06.1959, Síða 37
baksneyzlu sinni af Grikkjum, væri tóbaksfram-
leiðslunni borgið. Olívurækt er einnig mikil og
olívuolía aðalútflutningsvaran. Vínberin eru sér-
lega góð, smá og kjarnalaus.
Gömul menning og ný.
Ég minntist áður á, að Parthenon væri það
fyrsta, sem sæist, þegar komið er til Aþenu, og
auðvitað varð mér tíðförult þangað. En á Akro-
pólishæð er fjöldinn allur af gömlum hofum og
öðrum byggingum. Er grátlegt að hugsa til þess,
að þessi mikla og fagra marmarahöll, sem þó hafði
orðið fyrir skemmdum af Tyrkjum og öðrum,
skyldi vera lögð í hálfgerða rúst nú á seinni öld-
um. En það gerðist árið 1687, þegar Tyrkir og
ítalir börðust um yfirráð i Aþenu. Tyrkir notuðu
musterið fyrir púðurgeymslu, og þegar sprengja
frá Itölum féll á það, var auðvitað ekki að sökum
að spyrja. Þó er það enn í dag eitt af furðuverk-
um veraldar.
örskammt er frá Akrópólis til Aresarhæðar, þar
sem sagt er, að Páll postuli hafi boðað Grikkjum
kristni. Þaðan sér yfir gamla markaðstorgið, þar
sem Sókrates reikaði um með lærisveinum sínum.
Ég treysti mér ekki til að lýsa þeim tilfinningum,
sem gripu mig á þessum stað, þar sem sagan eins
og rís lifandi allt í kring.
Og ekki má gleyma Heródesar Attícusar-leik-
húsinu, sem reist var á annarri öld eftir Krist.
Af því stendur ekki annað eftir en leifar af fram-
hliðinni og svo sætaraðirnar, byggðar í hálfhring
og rúma 5000 áhorfendur. Það er svo haglega gert,
að einu gildir, hvort setið er i efsta sæti eða neðsta,
alls staðar heyrist jafnvel. Þar átti ég yndisleg-
ustu stundirnar á öllu ferðalaginu við að horfa á
harmleik Sofoklesar, „ödipus konúng“, fluttan á
sama hátt og gert var 400 árum fyrir Krist.
Skáldum sínum og spekingum eiga Grikkir að
þakka, hvílík öndvegisþjóð þeir voru.
1 Grikklandi er nú hafið mikið viðreisnarstarf
við ræktun og uppbyggingu landsins. Á styrjaldar-
árunum, þegar barizt var í fjöllunum að heita
mátti um hvert skarð, eyðilagðist ógrynni af þorp-
um og bændabýlum. En þau voru öll hátt uppi
í fjallshlíðunum, þar var hægara að verjast árás-
um Tyrkja. Þegar farið var að byggja þorpin upp
aftur, vildi stjórnin flytja þau niður í dalina, þar
sem ræktarlandið er. En bændurnir tóku það ekki
í mál, þorpin urðu að vera á sínum gamla stað.
Eftir þingið var 30 fulltrúum boðið í 5 daga
SKELIN MÍN.
Ég ú mér litla öðuskel
svo undur fína að sjá,
þó einu sinni á œgisströnd
hún orpin sandi lá.
Hann afi suður við Svartahaf
mér sendi þessa skel,
þú heyrir í henni hafsins nið,
ef hlustar fast og vel.
Þú heyrir brotna brim við strönd
og byltast úfinn sœ,
þá heldurðu Svartahafið sjálft
sé hjá okkur inni í bæ.
Agnia Barto.
Agnia Barto heitir rússnesk skáldkona og hefur
skrifað margar barnabækur. Þetta litla ljóð er úr
einni þeirra, sem heitir Litil ljóð fyrir lítið fólk og
er gefin út á mörgum tungumálum. Agnia Barto
var hér á ferð nýlega. — H. B. B.
k--------- ------------------------------------J
ökuferð til Norður-Grikklands til að skoða barna-
heimili, sem Drottningarsjóður, sem svo er nefnd-
ur, kostar. Drottningin beitti sér fyrir fjársöfnun
heima og erlendis eftir stríðið, og nú fær þessi
sjóður einnig margvíslega skatta, t. d. af tóbaki,
áfengi og skemmtunum. Við komum á heimili
fyrir munaðarlaus börn, sums staðar var búið að
byggja lítil, lagleg hús, en annars staðar var enn
notazt við gamla hermannaskála. Alls staðar fögn-
uðu börnin okkur með söng og dansi og virtust
hraust og glöð. Það er burtrekstrarsök, ef kennari
eða eftirlitsmaður rekur barni löðrung. Alla stjórn
og umsjón með þessum stofnunum annast konur,
að miklu leyti í sjálfboðavinnu. Víða eru líka fé-
lagsheimili, þar sem unglingum í nágrenninu er
kennd alls konar handavinna og þeir geta komið
saman til að skemmta sér við söng og þjóðdansa
undir eftirliti forstöðukonunnar.
Þennan tíma, sem við vorum í Grikklandi, voru
oft hörð átök í Kýpurdeilunni, og ekki furða,
þótt mörgum væri þungt í skapi til Englendinga.
En aldrei urðu samt ensku konurnar þess varar,
að þær væru látnar gjalda þess á nokkurn hátt.
Virðist mér þetta sanna orð þau, sem formaður
gríska kvenréttindasambandsins sagði við opnun
þingsins. Sigríður J. Magnússon.
19. JtJNl
35