19. júní


19. júní - 19.06.1966, Page 17

19. júní - 19.06.1966, Page 17
Rétturiim til að lifa Eftir Helen Judd. Konur, sem hafa þurft að berjast fyrir rétti sín- um í þeim löndum heims, sem eru tiltölulega auð- ug, fylgjast af samúð með högum kvenna í hin- um fátækari löndum og hafa mikinn hug á að örva þær til átaka, í því skyni að bæta kjör sin. En þó að þessar konur vilji vel, er skilningur þeirra oft háður þeirra eigin menningarhefð, og þær skortir kunnugleik til þess að gera sér grein fyrir raunverulegri undirrót þeirra meina, sem þær vilja ráða bót á. T. d. hafa margir látið í ljós miklar áhyggjur út af högum þeirra kvenna, sem fást við landbúnað í austurríkjum Afríku. ÞjóSfélagsIegur rétlur viðurkenntlur. Við komumst að raun um, að þjóðfélagslegur réttur kvenna hefur verið viðurkenndur samtímis því að nýlendustjórn var afnumin og ríkin urðu sjálfstæð. Sumstaðar hafa einfaldlega verið sett lög um fullt jafnrétti kvenna við karla. Sami rétt- ur til menntunar hefur verið viðurkenndur. Ef stúlkur hafa tilskilda undirstöðumenntun geta þær stundað nám í menntaskólum (oft samskólum) og ' síðar háskólum. Hafi þær öðlazt sambærilega hæfni hafa þær sama rétt og karlar til að gegna opinberum embættum sem læknar, lögfræðingar og jafnvel hermenn. Lagaleg réttarstaða kvenna var allt sem hægt var að fara fram á. Þær líta ekki svo á, að þær séu undirokaðar af karlmönn- unum, en yfirgnæfandi meiri hluti kvenna er klafabundinn af hinni erfiðu lífsbaráttu. Þar við bætist, að þótt allar konur hafi nú rétt til mennt- unar — ef þær hafa efni á því — hefur mestur hluti þeirra kvenna, sem komnar eru yfir sextán ára aldur, verið í skóla aðeins eitt eða tvö ár, og eins líklegt, að þær hafi gleymt öllu, sem þær lærðu. Þegar skýrt er frá sérlega góðum árangri af lestrarkennslu-herferð í þessu i'íki eða hinu, er Frú Constance Cummings-John, fyrsta konan, sem varS borgarstjóri í Freetown í Sierra Leone á vesturströnd Afríku. það stundum vegna þess, að nemendurnir hafa áður notið kennslu. Þeir höfðu lært dálítið að lesa sem börn, en það fymzt og gleymzt. Konur og börn eru verkaniennirnir. Það er fátækt og skortur, sem tröllríður daglegu lífi fólks í hálendisríkjunum í Mið- og Austur- Afriku. Léleg vatnsból, villidýr, ófrjósamur jarð- 15 19. JtJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.