19. júní


19. júní - 19.06.1966, Page 36

19. júní - 19.06.1966, Page 36
Sigrftur Einars frá Munaöarnesi: Þegar ég var sautján ára og komst undir regnbogann Að vera sautján ára, er dásamlegt fyrir stúlku. Það hljómar svo fallega: sautján ára, saut-ján ára. Þegar sú langþráða stund er upprunnin, þessi morgunn lífsins í ævintýraljóma draumsins um Ljósaland, þegar ung stúlka er fullþroskuð, kom- in á trúlofunaraldur, tekin gild i dansinn og er nú ekki lengur stelpukjáni, sem enginn tekur mark á. Að vera sautján ára og mega líta frjáls í kringum sig, mæta hýru auga og fá kannske biðil, mega að minnsta kosti eiga sinn drauma- prins og svolítið ástarblóm í hjartanu. Þá er sól yfir sundum, óskir, vonir og þrár vakna i hugan- um og dafna þar eins og fíflar í varpa. En unaður draumsins er samt eins og þurr kaka, ef aldrei fæst uppfylling óska né vona, því alltaf þarf eitt- hvað að vera að ske, einhverjar óskir að rætast, en oft láta þær bíða eftir sér nema maður verði svo heppinn að eiga óskastund. Til dæmis með þvi að komast undir regnbogann. En sú þraut reynist erfiðari en hún sýnist, því regnboginn er mesti grallari og hleypur alltaf undan, ef ein- hverjum dettur sú firra í hug að komast undir hann eða ná til hans. Samt skeði þetta ótrúlega ævintýri, þegar ég var á sautjánda ári. Einn fallegan vordag með úðaregn í lofti og sól bak við ský, birtist hann i allri sinni dýrð og litskrúði, hinn voldugi regnbogi, og ég sá ekki betur en að hann stigi upp af snæhettunni á Eiríksjökli, ræki hábunguna upp í himnaskör- ina hjá Guði og setti síðan hinn endann niður á Oddatána á landareigninni hans föður míns. Þetta var ekki nema steinsnar frá bænum, þar sem ég stóð úti. Hann sat þarna rólegur og hreyfðist ekki. Ég var þá ekkert að tvínóna við það, heldur tók til fótanna og fremur flaug en hljóp niður túnið, yfir mýrarkelduna, móabarðið, engjalækinn og alla leið niður á Oddatá, þar sem stóri-lækurinn renn- ur út í ána. Svo eldfljót var ég, þótt ég segi sjálf frá, að ég tel vafasamt, að Ólympíuspretthlaupari hefði orðið mér hlutskarpari, enda var ég móð og að niðurlotum komin, er ég náði þessum mikils- verða áfanga. En hvað skeður? Stend ég ekki þarna umvafin litskrúði og geisladýrð hins guðdómlega regnboga og flogin í fang hinnar langþráðu óska- stundar. En þá eru allar óskirnar, sem ég hafði verið að safna í leynihólf hugans, gleymdar og horfnar, eins og þeim hefði verið sópað burtu, og ég stend þarna ráðþrota, má engu andartaki glata, því óskastundin bíður ekki, hún er eins fljót að hverfa og koma. En þá skýtur upp úr djúpi hug- ans þeirri einu ósk, sem aldrei þaðan vék, en flaut alltaf ofan á hinum göfugu og skynsamlegu óskunum mínum, eins og til dæmis þeim að verða nýt manneskja, ætt minni til sóma, þjóð minni til þarfa og samfélagi mínu til ánægju, og svo hinar nytsamlegu: að verða rík, eignast falleg föt, dugandi mann og góðan hest. Nei. Á þessari stundu voru allar þessar óskir og fleiri viturlegar óskir faldar inni í skúmaskotum hugans, en hin, frekj- an, sem alltaf flaut ofan á eins og vindbelgur á vatni, var umsvifalaust töluð fullum rómi inn í gulan, rauðan, grænan, bláan dýrðarljóma regn- bogans. En kinnroðalaust get ég ekki ennþá, eftir langan aldur, sagt þessa ósk mína upphátt og varla liugsað, svo ég ætla heldur að skrifa þessi fáu orð, sem ég þuldi í logandi fart frá því, hvað kom En fyrst verð ég að skýra frá þvi, hvað kom mér til að bera fram svo feimnislega ósk. Ég, sem ekki var nema á sautjánda ári, lítil og •! ' 34 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.