19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 10

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 10
Við einn hinna háu bcgaglugga í borðsalnum á Hótel Borg situr lílill og pervisinn maður. Glugginn snýr i vestur cg gegnum þéttcíin tjöldin grisjar í hvíta mjöll- ina á Austurvelli og fannbarða styttu frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar, þar sem hún frá stalli sínum beinir auglilinu að örlagavaldi þjóðarinnar. Gesturinn rýnir í matseðilinn. Hann leggur það ekki í vana sinn að borða hádegisverð í veitingahúsum, en þau hjónin eiga að sitja veizlu hjá liinu opinbera þá um kvöldið, og frúin ákvað að cyða deginum í að velja sér nýjan kjól. - Því er öðru vísi háttað með karlmenn- ina. Þeir þurfa ekki að breyta til. Þeir geta gripið til kjólfalanna þegar á þarf að halda, en konur geta ekki sóma síns vegna sýnt sig oftar en i hæsta lagi tvisvar í sama kjólnum. Réttirnir á matseðlinum eru skráðir á íslenzku og ensku nema sá allra dýrasti, sem skráður er að nokkru leyti á frönsku. Geslurinn við gluggaborðið er ekki sterkur í frönskunni cg á því erfitt um val. Hann langar lil að gera sér dagamun, en embættismanni í trúnaðar- stöðu cr minnkun í að kunna ekki frönsku. - Þó er ef til vill hægt að fara að þessu með gát, þannig að þjón- inn renni ekki grun i vandkvæði hans. Það er rólegt í bcrðsalnum og gestir fremur fáir. Ein- kennisklæddir þjónarnir cru farnir að gefa honum auga. - Ætti hann að kalla á ungþjóninn? Nei, það er ekki sambTðið virðingu hans. Hann skyggnist um eftir yfir- þjóninum, en um leið er einn þjónanna kominn að borð- inu með nólubók og blýant, reiðubúinn að taka við pöntuninni. „Með hverjum þessara rétta mælið þér“, spyr gestur- inn yfirlætislega til þess að dylja vanmeLakennd sína. „Schnitzel Cordon Bleu“. Þjónninn styður fingrinurn svipbrigðalaust og án umhugsunar á dýrasta réttinn og nefnir hann með lýtalausum framburði. Gesturinn kink- ar kclli í viðurkenningar skyni og bætir við pöntunina sveppasúpu og rjómarönd sem ábæti. Hann er ánægður með sjálfan sig. Þetta hafði heppn- azt vonum framar. Hann litast um í borðsalnum á með- an hann bíður eftir matnum. Upp við súlurnar í miðjuin salnum sitja nokkrir útlendingar að snæðingi, og skammt þar frá tvær miðaldra frúr sem drekka kaffi og líkjör. Þær hafa farið úr pelskápunum og smeygt þeim yfir stólbökin. Andlit þeirra og hár er vandlega snyrt, og þær skáblína á útlendingana undan löngum, fölskum augnhárum. Hann kannast við þær. Báðar eru giftar sér eldri mönnum í góðum stöðum. - Þær hafa lagt fæturna í kross, svo að stutt pilsin færast cfar og sýna ósæmi- lega hátl upp á lærin. Hann gelur ekki varizt að láta augun hvíla eitl andarlak á vel sköpuðunt fólleggjum þeirra. Við hringborðið frammi við dyrnar situr hópur fjár- aflamanna og ræðir hina nýju gróðamöguleika, eftir að ísland gerðist aðili að EFTA. Borð þeirra er hlaðið ljúffenguslu krásum og vínföngum, og yfirþjónninn gengur sjálfur um beina. Þeir eru orðnir þrútnir í and- liti af víninu cg nckkuð háværir. Augun eru útstæð cg rök. Maginn uppblásinn. Hnakkaspikið flæðir yfir hálslínið cg leggst í fellingum ofan á jakkakragana. Þeir hlæja dátt og baða út feitum höndunum, milli þess sem þeir skála. „Oruggasta fjárfestingin er lóðir og aftur lóðir. Það verður geysieflirspurn eftir lóðum þegar fram í sækir, og þær hækka slöðugt í verði. IJið tæra, ómengaða and- rúmsloft dregur athyglina að landinu, ha-ha-ha!“ Þetta minnir hann á að hringja til lögfræðings síns 4 o O 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.