19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 25
Hvernig er náminu hátmð? HjúkrunarnámiÖ tekur 3 ár, og er samfellt nám vetur og sumar. Námið er bóklegt og verklegt. Hvað viltu segja urn verklega námið? Segja má að verulegu hluti námsins sé verklegur. Fer verklega námið fram á hinum ýmsu deildum Lands- spítala og/eða Borgarspítala. Nokkur hluti nema vinn- ur og á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Verklega nám- ið er mjög tilbreytingaríkt, þar sem námið miðast við, að við kynnumsl flestum hliðum hjúkrunar og hljótum alhliða reynslu við hjúkrun ýmissa sjúklinga. Lengst störfum við á handlæknis- og lyflæknisdeildum, 25 vik- ur á hverri deild, þó ekki samfelldan tíma. Á kvensjúk- dóma- og fæðingadeild, skurð- og/eða slysastofu svo og á Kleppsspítala störfum við í tíu vikur á hverri deild. Á barnadeild störfum við í 13 vikur, jafnframt störfum við nokkurn tíma á húð- og kynsjúkdómadeild eða laugasjúkdómadeild. Einnig fáum við nokkur kynni af heilsuverndar- og heimahjúkrun. Hljótið j)ið verklega kennslu, á meðan j>ið starjið á hinum ýmsu deildum? Nokkuð hefur þótt brenna við, að nám okkar á sjúkra- deildum væri fremur vinna en nám, þar sem mikill hörg- ull er á hjúkrunarkennurum. Nám okkar hefur að miklu leyti hvílt á hjúkrunarkonum hverrar deildar, svo og dug hverrar okkar við að afla sér fræðslu. Á síðast- liðnu ári var tekin upp sú nýbreytni, að hjúkrunarkenn- ari vinnur með nema á sjúkradeild í nokkur skipti og leiðbeinir honum við ýmis verkefni. Ég naut slíkrar kennslu á deild, og fannst mér hún gefa góða raun, og er von til þess, að unnt verði að auka mjög kennslu á sjúkradeildum í framtíðinni. Hefur meðal nema yfirleitt verið gerður mjög góður rómur að jiessari viðleitni. Nú hafa og verið tekin upp munnleg og verkleg hjúkrunar- próf á sjúkradeildum, og er það öllu raunhæfara og skemmtilegra að hjúkra sjúklingi á sjúkrastofu í hjúkr- unarprófi en bekkjarsystur eða dúkku í hlutverki sjúkl- ings í verklegri kennslustofu í skólanum. Hvernig er bóklega námið skipulagt? Bóklega námið fer aðallega fram á námskeiðum, sem eru 4 alls, og í heild taka þau allt að tíu mánuði. Ég verð að segja, að mér finnst okkur vera miðlað furðu mikilli fræðslu tiltölulega á ekki lengri tíma. Bóklega námið er mjög fjölþætt og greinarnar margar, en um sumar er varla hægt að segja, að við fáum meira en inn- sýn í. Á aðrar er lögð meiri áherzla, og skal þá fyrsl nefna hjúkrunarfræði, sem skiptir mestu máli. Aðrar að- algreinar eru líffæra- og lífeðlisfræði, lyflæknisfræði og lyfjafræði, handlæknisfræði, sálarfræði, geðsjúk- dómafræði, barnasjúkdómafræði, kvensjúkdómafræði Margrét Gústajs- rlóttir, hjúkrunarnemi. Hjúkrunarnám og fæðingarhjálp, hjúkrunarsiðfræði, hjúkrunarsaga og næringarefnafræði. Bókleg kennsla samhliða verklega náminu hefur auk- izt mjög á síðustu þrem árum í formi svokallaðrar deild- arkennslu. Við sækjum kennslustundir eða fyrirlestra 4 tíma á viku, 4-5 vikur samfleytt. í deildarkennslu er stefnt að virkri þáttlöku nema í kennslunni með því, að tveir nemar vinna saman að því að setja upp kennslu- stund og fjalla þá um hjúkrun ákveðins sjúklings. I lok hvers deildarkennslutimabils er tekið próf eða skrif- uð ritgerð með hliðsjón af einhverju því efni, sem fjall- að hefur verið um í kennslunni. Hver liópur eða „holl“ fær slíka kennslu með vissu millibili á verklega náms- tímanum, og hefur deildarkennslan orðið til að skapa meira jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms. Hver eru inntökuskilyrði í Hjúkrunarskóla íslands? Núna er það gagnfræðapróf, en með haustinu 1972 munu eingöngu fá inngöngu í skólann umsækjendur úr framhaldsdeild gagnfræðaskóla eða umsækjendur með hliðstæða eða frekari menntun. Námið verður þá mjög aukið og endurbætt með tilliti til betri undirbúnings nýrra nemenda skólans. Hvernig jinnst j)ér félagslíf meðal nemenda vera? Satt að segja er félagslíf afskaplega dauft í skólanum. Ég býst við, að sú þróun hafi orðið, að jafnframt þvi, sem færri nemendur höfðu búsetu í heimavist, hafi smám saman dregið úr félagslífinu. Fratnhald á bls. 25 19. JÚNÍ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.