19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 17
hjálparbekkir fyrir börn með minni háttar greindar- skerðingu; athugunarbekkir fyrir börn með væg hegðunarvand- kvæði; heyrnardaufrabekkir, sjóndapurrabekkir og loks bekkir fyrir hreyfihömluð börn. ! bekkjum þessum er nemendafjöldinn frá 5-15 eflir þvi, hve sértæk kennslan er. Ekki er unnt að kenna öllum afbrigðilegum nemend- um í almennu skólunum, þótt það sé talið æskilegast. Af- brigðileguslu einstaklingunum verður að búa uppeldis- aðstöðu utan þeirra, og ber þar margt til, m. a. lítil tíðni liinna alvarlegri afbrigða, mikil þörf á læknisfræðilegri, sálfræðilegri og félagsfræðilegri þjónustu cg siðast en ekki sízt vandasöm, sérhæfð og kostnaðarsöm kennsla. IJeir skólar og stofnanir, sem hér um ræðir, eru: van- vilaskólar og fávitastofnanir ýmiss konar fyrir mjög greindarskerl börn, heyrnleysingjaskólar, blindraskólar, skólar fyrir heilalömuð börn (cerebral parese), uppeld- isstofnanir fyrir börn með aivarleg hegðunarvandkvæði, hæli fyrir sálsjúk börn og skólar fyrir börn með grófa málgalla. Ef öll sérkennsla, innan ahnennu skólanna og í sér- stofnunum ulan þeirra, er talin saman, lætur nærri, að hún nái til 15% nemendafjöldans á skyldunámsstigi í |)róuðum skólakerfum, eins cg hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Ilér á landi er sérkennsla afbrigðilegra nemenda enn- þá á frumstigi, þegar á heildina er litið, þótt ýmislegl hafi verið vel gert á afmörkuðum sviðum, bæði fyrr og síðar. Þörf er stórátaks lil að koma þessum mikilvæga þætti skólakerfisins í viðunandi horf, og ættu foreldrar almennt að láta sig þetta nauðsynjamál meira skipta en þeir haja gert til þessa og knýja á um úrbœtur. Mikilsverðustu atriðin, sem hafa ber i liuga við upp- bvggingu sérkennslunnar, eru þessi: Grundvöll að sérkennslu þarf að leggja ineð skýrum lagafyrirmælum. Kennararnir, sem við sérkennsluna fást, þurfa að vera sérmenntaðir til starfans. Val nemenda lil sérkennslu þarf að fara fram að und- angenginni vandaðri greiningu sérfræðinga. Sérstakar námsskrár og sérhæfð kennslugögn verða að vera fyrir hendi. Húsnæði og annar búnaður verður að vera við hæfi. Sízt er ástæða til að draga fjöður yfir það, að sér- kennsla afbrigðilegra nemenda er dýr - raunar mjög dýr - en hverju skipta peningar, þegar um er að ræða þá skyldu siðaðs þjóðfélags að skapa vanheilum börn- um viðunandi uppeldisskilyrði? Vísindakona - prófessor Framliahl aj bls. 3. hugarfarsbreyting. Fyrir luttugu árum var það næstum undanlekning ef stúlka hélt áfram námi eftir giftingu, svo ég nú ekki tali um ef hún eignaðist barn. Nú líta þessar ungu stúlkur fyrst og fremst á sig sem einstakl- inga, sem langar til að starfa að ákveðnum verkefnum. Þær reyna að ljúka námi, ekki bara að gamni sinu, heldur með það í huga að halda áfram að vinna við sína sérgrein. Og þó að þær eignist börn meðan á nám- inu stendur, láta þær slíkt ekkert tefja sig eða hindra. - Hvernig hefur þér svo tekizl sjálfri að samræma vísindastörfin og heimilishaldið með þínum tveim börnum? - Það liefur gengið vel hjá mér, en þetta er auðvitað undir ýmsu komið, til dæmis því, hvcrl börnin eru heil- hrigð og þroskast eðlilega. Og svo líka, að góð hjálp sé heima, á meðan börnin eru lítil. Margrét hefur orð á því að mörgu þyrfti að breyta til þess að auðvelda mæðrum að vinna utan heimilis, til dæmis að skapa lestraraðstöðu fyrir börnin í skólunum, og svo ótal margt annað, sem væri efni í aðra blaða- grein. Sólveig Pálmadóttir Um athugun á skólaþroska Framliald aj bls. 13. deildar er einungis ráðgefandi, bæði gagnvarL foreldr- um og skóla. Foreldrar sýna yfirleitt góðan skilning á mikilvægi þessarar alhugunar og samvinna milli þeirra og sál- fræðideildar er yfirleitt ágæt. Hvernig til tekst um u|)phaf skólagöngu barna getur haft afdrifarikar afleiðingar á námsárangur þeirra síð- ar. Það er því von mín, að þessar línur hafi skýrt nckk- uð fyrir foreldrum hvernig athugun á skólaþroska barna fer fram og verði lil þess að örva þá til að leita aðstoð- ar, séu þeir í vafa um, hvort barn þeirra sé reiðubúið til að hefja skólagöngu. 19. .] Ú N í 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.