19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 4
Margrét Guðnadóttir er fyrsta konan, sem skipu'ð liejur verið prófessor við Háskóla Islands. „19. júní“ þótti því vel við eiga að rœða við hana og kynna hana lesendum blaðsins. Margrét er fœdd 7. júlí, 1929, að Landakoti á Vatns- leysuströnd, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hún setlist í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi úr sta-rðfrœðideild vorið 1949. Um haustið innritaðist hún í lœknisfræði við Háskóla Islands, og útskrifaðist þaðan sem lœknir vorið 1956. - Alíturðu, Margrét, að þú sem kona sérl á nokkurn hátt i verri aðstöðu en hinir prófessorarnir? - Nei, alls ekki. Mér hefur alltaf fundizt, að í lækna- stétt væri ekki gerður munur á körlum og konum, þann- ig að þær konur, sem vinna vel, nytu alveg eins mikils trausts meðal stéltarbræðra sinna og aðrir læknar. Fyrstu konurnar í læknastétt, þær Kristín Olafsdóttir og Katrín Thoroddsen, ruddu hrautina þannig, að mjög auðvelt hefur verið fyrir kvenlækna að komast áfram síðan. Aftur á móti hafa kvenlæknar ekki verið hneigðir fyrir félagsmál - þær hafa haft hægt um sig í félags- starfinu og mjög fáar verið t. d. i stjórn læknafélagsins. - Þú hefur þá ekki reiknað með að það yrði þér neinn fjötur um fót, að þú ert kcna, þegar þú sóttir um þessa stöðu? - Ég gerði mér enga grein fyrir því að það væri nokk- uð merkilegt, að kona fengi stöðu í sérgrein sinni. Ég hafði hreint ekki hugsað út í að þetta myndi vekja nckkra sérstaka athygli. - Veizlu til þess, að kona hafi áður sótt um prófess- orsembætti við Háskólann? - Þetta er í fyrsta sinn sem kona hefur haft sérmennl- un til að sækja um svona stöðu í Iæknadeildinni. Ég veit ekki hvað hefur gerzt í öðrum deildum, ég þekki það ekki. En þarna er um að ræða fáar stöður, sem losna sjaldan, og oft í sérgreinum, sem fáir hafa lagt suncl á. Það hefur sem sagt ekki reynt mikið á aðstöðu kvenna á þessum veltvangi hingað til. En margar konur hafa kennt, og kenna, við Háskólann sem stundakenn- arar. - Hvernig stóð á því að þú valdir veirufræðina sem sérgrein? - Seinuslu tvö sumrin sem ég var í Háskólanum, vann ég í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, fyrra sumarið við lungnabólgurannsóknir með dr. Birni Sigurðssyni, og vorið eftir að athugunum í sambandi við útbreiðslu á inflúenzufaraldri. Eftir að ég lauk námi við Idáskólann, réð ég mig í eitl ár að Keldum, og vann þar með dr. Birni að rannsóknum eflir mænusóltarfar- aldurinn haustið 1955, og athugunum á ónæmisáslandi gegn mænusótt í sambandi við bóluselningu, sem hófst 1956. Að því ári loknu útvegaði dr. Björn mér styrk frá Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna til fram- haldsnáms í veirufræði, og nam ég á þeim styrk í nokkra mánuði í Brellandi og síðan um tíma í Bandaríkjunum. -Var það þá sem þú varst ráðin sem sérfræðingur að Keldum? - Nei, að þessu námi loknu hlaut ég eins árs styrk úr Vísindasjóði og lagði þá stund á frekara nám í þessari sömu grein við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Ég var þar fram til vors 1960 við rannsóknir á mænusótt og greiningu á veirusóttum í mönnum. Vorið 1960 kom ég heim og fékk sérfræðingsstöðu í veirufræði að Keld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.