19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 21
Alþjóðasamband hj úkrunarkvenna segir í stefnuskrá sinni (Slatement on Nursing Educalion, Nursing Pract- ice and Service and the Social and Economical Welfare of Nurses) að hjúkrunarkonan sé ]icgn þess þjóðfélags sem hún vinnur í og í starfi sinu lekur hún þátt í heil- brigðismálaþjónustu ýmiskonar. Frá sjónarmiði Norð- urlandabúa er þessi staðhæfing sem varðar öll lönd, mjög svo sjálfsögð. I dag er það talið eðlilegt að hjúkr- unarkcnan sé þjóðfélagsþegn eins og allir aðrir. Skyldur hennar við þjóðfélagið eru þær sömu og annarra þegna. En raunverulega eru þetla ný sannindi fyrir okkur. Fyrir skömmu störfuðu hjúkrunarkonur ekki aðeins heldur einnig lifðu i lieimi sem var skilinn frá venjulegu lífi, það er á sjúkrahúsinu. Nú er búið að opna sjúkrahúsið úl til þjóðfclagsins eða réttara sagl, það er orðinn hluti þess. Hér í Finnlandi hafa hjúkrunarkvennasamtökin talið skyldu sína að ala hjúkrunarkonur upp við þjóðfélags- lega ábyrgð. Pær tilraunir eru nú teknar að bera árang- ur. Kyllikki Pohjola sem hefir setið á þingi um 30 ára skeið, hefir verið brautryðjandi á þessu sviði. I>að er fyrsl nú á allrasíðustu árum sem hjúkrunarkonur liafa fetað í fótspor hennar. Fleiri en 100 hjúkrunarkonur eiga setu í bæjar- og sveitastjórnum, og við þingkosn- ingar í marz 1970 buðu 25 hjúkrunarkonur sig fram, 4 þeirra vcru kjörnar og tvær þeirra í annað sinn. Það er athyglisvert að gefa því gaum að þessar hjúkrunar- konur voru úr 4 mismunandi stjórnmálaflokkum, hæði hægri- og vinstrisinnuðum. I starfi sínu her hjúkrunarkonan sem þátttakandi í samstarfshóp sömu ábyrgð og kennari, verkfræðingur eða hver annar sérfræðingur í sinni grein. í grundvallaratriðum tel ég því að hjúkrunarkona ætti ekki sem slarfsmanneskja að sæta neinni sérábyrgð gagnvart þjóðfélaginu. Það leiðir af eðli starfs hennar að henni ber að taka þátt í heilbrigðisþjónustu þjóð- félagsins, starfsemi hjúkrunarkvenna, menntun hjúkrun- arkvenna og þróun þjóðfélags- og efnalegrar aðstöðu stéttarinnar. Hjúkrunarkonan gegnir þýðingarmiklu starfi, sem hlýtur að hafa áhrif á allt er viðkemur heil- brigðisþjónustu og hjúkrun, svo og eigin fjölskyldu. Auk þess stendur í sömu yfirlýsingu Alþjóðasam- bands hjúkrunarkvenna um ábyrgð þjóðfélagsins: Þjóðfélaginu ber að sjá svo um að launa- og starfskjör Toini Nousianen, jor- maður Suomen Sairaanhoitajalillo. Ábyrgð hjúkrunarkvenna í þjóð- félaginu og ábyrgð þjóðfélagsins gagnvart hjúkrunarkonum örvi alla til að ganga að þessu starfi, að hjúkrunarkon- ur haldist í starfi og að þær sem horfið hafa úr starfi eigi aflurkvæmt þangað. Hér er komið að meginatriði. Hjúkrunarkonum hefir lærzt að þekkja þjóðfélagsábyrgð sina og þjóðfélagið hefir viðurkennt að sú ábyrgð hvíli á þeim. En þetta þjóðfélag kærir sig kollótt er það á að taka á sig ábyrgð gagnvart þessuin hjúkrunarkonum. Það kom í ljós í Finnlandi árið 1968 að þarna var um alvarleg vanda- mál að ræða þegar ósamkomulag um kjaramál varð svo mikið að gripið var til hjúkrunarkvennaverkfalls. Alvarlegt ósamræmi sýnir sig nú við skipulagningu á mennlun og möguleikum á vinnu, þar sem reiknað hefir verið út að árið 1972 verði 2500 atvinnulausar hjúkr- unarkonur í Finnlandi. Við höfum reyndar einnig ástæðu til að vera uggandi vegna þeirrar staðreyndar, að þjóðfélagið hlustar ekki á þá aðila sem hafa fagþekk- ingu til að bera á sviði hjúkrunarmála, þegar það byggir upp heilbrigðisþjónustu sína. En þ ví meir sem hjúkrunarkonur taka þátt i pólitísk- um umræðum um heilbrigðismál eins og önnur fagfélög, og því víðtækari og raunhæfari framkvæmdaáætlanir sem þær geta lagt fram einnig frá þjóðfélagslegu sjón- armiði, því öruggari getum við verið um það að þjóð- félagið mun vakna til ábyrgðar gagnvart hjúkrunar- konum. 19. J Ú N í 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.