19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 42

19. júní - 19.06.1970, Side 42
Beinn kostnaður við ferðina og fundinn er uni 30 þúsund krónur. Þær konur, sem kynnu að vilja vara á fundinn. tali við formann K.R.F.I. sem fyrst. Einnig þær, sem vilja gerast kaup- tndur að International Woinen’s News. Eva Kolstad fulltrúi Norðurknda í Kvennanefndinni hjá Sam- einuðu þjóðunum (Status of Women Commission) sendi skýrslu af starfi nefndarinnar. A aðalfundi K.R.F.I. í febrúar, ílutti Bjarnveig Bjarnadóttir. söfnunarnefnJarfulltrúi, ítarlegt erindi um aðdraganda og fram- kvæmd Landspítalasöfnunar kvcnna 1969. Allt samstarf þessara allsherjarkvcnnasamtaka Islands hefir orðið með ágætum. Ilinum upprunilega tilgangi með þessari söfnun hefir verið náð. Pétur Jakobsson prófessor hauð í apríl söfnunarnefndinni og formönnunt viðkomandi kvennasamtaka að sjá teikningar að hinni fyrirhuguðu viðhótarhyggingu. Er sýnt að þetta verða hin myndarlegustu húsakynni, sem uppfylla þær kröfur, sem nútíma tækni og framfarir í læknav'sindum gera til slíkra deilda. FÉLAGSKVEÐJA Margoft hefir verið að því fundið, og með sönnu. að konur eru hlédrægari en skyldi í íslcnzku þjóðfélagi. Þessi hlédrægni mun sumpart stafa af vanmáttarkennd, sem aftur á rót sína í úreltum sjónarmiðum fyrri tíða viðvíkjandi réttri hegðan kvenna. Þó erti íslenzkar konur sér fyllilega meðvitandi um að margt mætti betur fara en orðið er. Alltof sjaldan taka þær málin það föstum tök- um að allt verður undan að láta. En þegar svo vel tekst til að konur ganga einhuga og sam- hentar að framkvæmd einhvers máls, þá sýnir sig að þeirra getur bæði orðið mátturinn og dýrðin. Er Landspítalasöfnun kvenna 1969 gleggst dæmi þar um í seinni tíð, Sú kvað vera mest gæfa mannsins, að allir hæfileikar hans njóti sín sem jafnast, - alefling andans. Spakur maður hefir sagt að venjulegur maður noti um æfina í mesta lagi tíunda hluta þess atgerfis sem honurn er gefið. Trú- legt er að spekingur þessi miði hér, eins og vant er, við karlmenn. Allt hátterni kvenna um aldir bendir til þess að þær hafi lengst af notað ennþá lægri hlutfallstölu gáfna sinna, og eru þar auðvit- að að verki þjóðfélagsaðstæður. Nú eru miklir umbrotatímar. Aldrei hafa konum gefizt fleiri tækifæri en einmitt nú til fjölhreytilegs lífs. Þess vegna ríður á að horfa ekki um öxl til aflóga viðhorfa sem ennþá eru dragbítur á eðlilegri þátttöku kvenna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Sá, sem það gerir, á það á hættu að verða að saltstólpa í tím- anum, eins og kona Lots forðum. Sagt er að íslenzkar konur geti nú orðið allra kerlinga elztar. En langlífið eitt er ekki nóg. Maðurinn þarf að geta notið sín um æfinnar ár. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf -. Sigurveig Guðmundsdóttir - formaður - Almennt rabb um leiki barna. . . frh. aj bls. 7 vrði þess var, og var alllaf reiðubúinn að hjálpa, ef drengurinn komst í vanda, svo að hann fékk aldrei tæki- færi til að gefast upp eða verða þreyttur á starfi sínu. Sjúkrakennari lét í ljós hrifningu yfir vandvirkni hans cg stöðugan áhuga á, hvernig næsta hlaðsíða yrði, og hafði það örfandi áhrif á drenginn. Eftir að Oli lilli hafði lckið við útdráttarbókina, var hann mjög hreyk- inn af henni. Sjálfstraust og áhugi hafði nú kviknað með hcnum, og fann hann sér nú ýmislegt fleira til dundurs, þar til hann fór heim lil þess að byrja í skól- anum. Anna, þriggja ára hnáta með meinsentd í eyra, var mjög hræðslugjörn og tortryggin síðan hún hafði verið lögð inn á spitalann eftir langt ferðalag, og foreldrar hennar höfðu ekki aðstæður lil þess að koma í heim- sóknir til hennar. Hún grét, ef fólk kom nálægt henni, og fékkst ekki til að leika sér að neinum leikföngum. Dögum saman reyndi sjúkrakennari að hæna hana að leikföngum cg leik, cn árangurslaust, jafnframl því, sem að telpan vildi ekki þýðast nokkra manneskju. Tók þá sjúkrakennari upp á því, í hinum daglegu heimsóknum, að raula vinsælar barnavísur, án þess þó að skipta sér nánar af telpunni. Telpan fór að veita þessu eftirtekt og virtist hafa gaman af; sjúkrakennarinn sótti þá á og fór að leika vísurnar fyrir framan teljuna og fékk hana til að hlæja, en ef hann ætlaði að nálgast hana meir, eða tala við hana, sótti í hið fyrra horf og telpan setti upp skeifu. Eftir nokkra daga var telpan farin að raula og leika með. Þá leyfði hún að sjúkrakennarinn tæki sig á hnén. Upp frá þessu fagnaði hún alltaf heimsókn kenn- arans, leikföngum og leikjum. Þetta liefur aðeins verið rabb og sundurlausir þættir, en efnið er það veigamikið, að ekki er hægt að gera því fullkomin skil í einni blaðagrein. Ég vona, að þeir, sem lesa þessar línur, hafi fengið aukinn skilning á því, hvað sjúkrakennsla er, og hve mikill þáttur hún getur verið í því, að hjálpa veiku barni til þess að fá full- komna lækningu. Á Barnaspítala Hringsins er starfræklur nokkurskon- ar athafnaskóli. 011 börnin, hvort sem þau eru á fótum, í hjólastólum eða rúmum, eru þátttakendur - svo fram- arlega sem heilsan leyfir. Yngri börnunum er séð fyrir góðum leikmöguleikum og læra þau að tjá sig í látbragðsleik og rytmik. Eldri börnin læra m. a. föndur, meðferð lita, leir- mótun og handbrúðugerð. Þau lesa einnig saman létt leikrit, tefla og spila. 40 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.