19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 23
Hjúkrunarstarfið er og hefur verið þjónustustarf. Be- guinur voru fúsar að þjóna, en gersamlega lausar við alla þrælslund, cg létu hvorki yfirvald kirkjunnar né aðra kúga sig. Engin kvenréttindahreyfing var komin til sögunnar, en belgíski presturinn víðsýni sá, að athafna- frjálsar konur gátu áorkað miklu þjóðfélaginu til heilla. Þær brugðust ekki heldur trausti hans. Og sagan endurtekur sig. Annar þjónn kirkjunnar, Vincent de Paul, stofnaði árið 1633, Líknarsystrafélag i Frakklandi. Eins og Beguinur, heilagur Frans frá Assisí o. fl. sá hann glöggt hjálparþörf munaðarleys- ingja, sjúkra, fálækra, gamalmenna og annarra, en var líka glöggskyggn á siðferðilega skyldu kirkjunnar til að leitast við eftir mætli að bæta úr neyð allra manna. Þá var enn einu sinni brolin sú hefð kaþólsku kirkjunnar að halda öllum þeim ,sem inntu af hendi líknarstörf inn- an klausturmúra. Liknarsyslurnar frönsku fóru í sjúkra- vitjanir frjálsar ferða sinna, klæddar einkennisbúning- um sínum án andlitsskýlu, en þeim voru lagðar strang- ar lífsreglur, þeim sjálfum og reglu þeirra til styrktar og varnar. Líknarsysturnar kusu úr sínum hópi forstöðukonu til 3ja ára í senn, og var endurkosning leyfileg aðeins einu sinni. Vald hennar var löluvert, hún skipulagði nám og starf líknarsystra. Sér til aðstoðar hafði hún eina systur og til viðbótar tvær lil að annast gjaldkerastörfin. Þær voru kjörnar til eins árs í senn. Þetta sýnir, að Vin- cenl de Paul, eins og Lambert le Begue, treysti konunum sjálfum til stjórnunarstarfa. Líknarsysturnar urðu fljólt vel þekklar og virtar með- al samtíðarmanna sinna. Reglan átti eftir að breytast nokkuð frá því, sem hún var í upphafi, en hugsjónin bak við hélzt, og árangurinn af starfi líknarsystra fór vax- andi og náði víðsvegar um heim. Á fyrri hluta 19. aldar kemur svo enn á ný fram á sjónarsviðið prestur, að þessu sinni lúlerskur prestur, sem segja má að feti í fótspor hinna tveggja með því að beita sér fyrir samtökum kvenna til þess að gera hug- sjónamál sín um líknarstörf sem árangursríkust. Vincent de Paul hafði sér við hlið við uppbyggingu syslrafélagsins dugmikla og skilningsríka ekkju, Louise le Gras, og lúterski presturinn, Theodór Fliedner, naut ráða og aðstoðar fyrri konu sinnar, Friðrikku Miinster, og síðar seinni konu, Karólínu Bertau, er hann endur- vakti og skipulagði díakoniSsuhreyfingu fyrslu kristnu safnaðanna. Þelta er mynd af frímerk- inu, sem gefið verður út 19. júní. Verður það prent- að í bláum litum. I ncrskri hjúkrunarsögu er vilnað til bókarinnar „Frau- en enldecken ihren Auftrag" en þar segir eitthvað á þessa leið: „Myndin var og er dularfull og mótsagna- kennd. Fliedner, karlmaður, stofnar kvenfélag. Hjón verða braulryðjendur fyrir ógiftar konur. Félag rækir kirkjulegt starf diakonissanna. Hefði kirkjan átt frumkvæði, er hætt við því, að niargir hefðu snúizl öndverðir gegn diakonissureglunni af ótta við, að nú kæmi nýtt klaustursfyrirkomulag. Hin ógifta kona varð að glíma við boð og bönn vegna hlevpidóma þjóðfélagsins. Elisabeth Fry var gift kona, þess vegna var hún viðurkennd. Amalía Sieveking gerði uppreisn cg var nægilega sterk lil að halda velli. Flor- ence Nightingale barðist og árum saman fyrir athafna- frelsi. Það var styrjöld, sem gaf henni nauðsynlegt tæki- færi.“ Kvenfélögin, sem nefnd liafa verið hér að framan, voru þekktust og fjölmennust þeirra, er fengust við bjúkrun fyrr á öldum. Það vcru klerkarnir, sem fengu konum frjálsræði til starfa og yfirstjórn málanna. Florence Nightingale slofnaði ekkert kvenfélag, en hún varð fyrirmynd margra kvenna og stuðlaði mjög að vexti og framgangi hjúkrunarstéttarinnar á ýmsan hátt, og hjúkrun varð atvinnugrein að mestu skipuð konum og því til styrktar frelsisbaráltu kvenna. Fjöhnargar nýjar hliðstæðar starfsgreinar eru komnar til sögunnar, þar sem konur eru að minnsla kosti jafn hlutgengar og karlmenn. Þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, sem hjúkra, hafa mikið breytzt frá því, sem áður var. Að sama skapi hafa kröfur hjúkrunarstéttarinnar varðandi menntun, starfsskilyrði, laun og ýmis réttindamál orðið að breytast lil samræm- is við kröfur annarra stétta, svo að vel hæfar hjúkrunar- konur fáist til að gegna veigamiklu og margþættu hlul- verki i heilbrigðisþjónustu í nútímaþjóðfélagi. 19. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.