19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 9
Kennsla og öll þjálfun á heilalömuðum börnum gera miklar kröfur til sjúkrakennarans um þolinmæði, ein- beitingu og hugmyndaflug. Oft verður kennsla að fara eingöngu fram í leikformi. Á almennum barnaspitölum og öðrum sérstökum sjúkrastofnunum, eins og t. d. sjúkrastofnunum fyrir geðveik og taugaveikluð börn, þar sem hópur (team) sérfræðinga starfar saman að meðferð sjúklings undir handleiðslu barnalæknis eða barnageðlæknis, er marg- vísleg kennsla og þjálfun orðinn sjálfsagður þáttur í meðferðinni. Starf sjúkrakennara á almennum barnaspítölum Ég vii í stórum dráttum reyna að lýsa starfi sjúkra- kennara á almennum barnaspítala. Það er áríðandi, að sjúkrakennarinn hafi þekkingu á þroskaferli heilbrigðra barna og unglinga og innsýn í þau neikvæðu áhrif, sem veikindi og langvarandi dvöl á sjúkrahúsi gelur hafl á hcgðun cg andlegan og líkamlegan þroska harna. Þessi þekking gerir sjúkrakennarann hæfari til að meta þarfir hvers einstaklings og skipuleggja betur dagskrá, sem ekki er aðeins dægradvöl, heldur stuðlar að skjótari hata, hvort sem um er að ræða likamleg eða andleg veikindi. Sjúkrakennarinn leiðbeinir barninu í slarfi og opnar fyrir því ýmsa nýja möguleika, ný áhugasvið og lækifæri til fjölbreyltari reynslu, sem stuðlar að mennt- un og þroska hvers einstaklings. Fyrir börn á öllum aldri þarf að hafa hugmyndaríkt fyrirkomulag í sam- handi við föndur og myndlistakennslu, svo að sköpun- ar- og tjáningarþörf þeirra fái að njóta sín sem bezt og leggja verkefnin þannig fram, að hörnin þurfi að ráða fram úr ýmsum vandamálum og viðfangsefnum sjálf. Það, sem átt er við með því, að sjúkrakennsla geti liaft bætandi áhrif á andiega heilsu, er t. d. það, að með samtölum, leik, og iðju beinist hugur sjúklingsins að því, sem verið er að aðhafast, en um leið frá hans per- sónulega ástandi og neikvæðu hugsunum, og verður þá siður hætta á því, að kviðaórar hans og áhyggjur vegna veikindanna slandi honum fyrir hata. Sjúklingur, sem er orðinn áhugalaus vegna vantrúar á getu sína til nokkurs gagns, gelur örvast andlega við þá möguleika, sem sjúkraiðjan veitir honum og í honum myndast vísir að sjálfstrausti. Óli, 12 ára drengur, lá í rúminu eflir að hafa yfir- stigið langvinnan lungnasjúkdóm. Þó fannst honum liann vera mjög veikur enn og var mjög áhyggjufullur út af því. Hann var dapur og alveg sannfærður um, að hann mætli ekki reyna neitt á sig í rúminu og virlist alveg áhugalaus og trúlaus á, að hann myndi nokkurn líma komasl á fætur framar og út fyrir múra spítalans. Ej við getum ekki sjálj hluupiS út í náltúruna, j>á kemur hán inn til okkar. Ef á hann var yrt, svaraði hann yfirleitt ekki. Ef reynt var að vekja áhuga hans fyrir hinum ýmsu möguleikum, svaraði hann, þegar bezt lét, með mæðusvip: „Ég get það ekki“. Eflir margar árangurslausar tilraunir, var honum kcmið þannig á lagið, að honum voru sýndar mvndabækur frá börnum i fjarlægum löndum. Fyrst lét hann sem að hann sæi þær ekki. Þá vcru bækurnar skildar eftir á náttborðinu hjá honum i heilan sólar- hring með þeim ummælum að hann mætti líta á þær, ef hann kærði sig um; jafnframt var hann beðinn að sjá um, að bækurnar skemmdust ekki eða týndust, en hann vissi, að þetta voru dýrmætar hækur, sem öðrum börnum hafði ekki verið leyft að hafa eftir hjá sér. (Með því að sýna hcnum þetta traust, var reynt að kveikja hjá honum agnar neista af sjálfstrausti). Dag- inn eftir spurði hann nokkurra spurninga í sambandi við myndirnar og þáði síðan fleiri myndabækur og hlustaði á frásagnir sjúkrakennarans. Nokkru seinna voru skildir eftir á náttborðinu hjá honum nokkrir fallegir litlir munir, sem önnur börn höfðu úthúið, án þess þó, að hann væri hvatlur til þess að reyna sjálfur að útbúa eitthvað. Daginn eftir spurði hann hvað fleira sniðugt væri að sjá uppi í athafnaherberginu. Honum var sagt, að hann gæli komið þangað, ef hann vildi, og séð sjálfur, hvað þar væri á boðstólum. Hann kom upp eflir tvo daga og eftir að hafa skoðað sig um þar, dall honum í hug að fara að útbúa útdráttarbók. Hann safn- aði myndum frá krýningu Elísabetar annarrar og skrif- aði sjálfur texta við myndirnar. Sjúkraiðjukennarinn fylgdist mjög vel með starfi hans, án þess þó að hann Framhald á bls. 40. 19. JÚNÍ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.