19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 32

19. júní - 19.06.1970, Side 32
en umræður og athugun á þeim skiptum höfðu staðið yfir í 10-12 ár, og lausn ekki fengizt. Einnig þetta mál var leyst á farsælan hátt á stutlum tíma, og hefur Landspítalinn nú fengið til umráða fram- tíðarlóð í nágrenni spílalans. Það er í rauninni ótrúlegt, að hvorutveggja þetta, viðbygging og lóðaskipti var ákveðið á nokkrum mánuðum. Slíkt hefði varla skeð svo fljótt og farsællega, ef konur hefðu ekki sameinazt svo heilshugar um málið. Og með sanni má segja, að konur hafi hér unnið stórsigur með sameinuðu átaki. Fyrir nckkrum dögum var konum úr söfnunarnefnd- inni boðið að skoða teikningar að hinni fyrirhuguðu viðbótarbyggingu. Kom boðið frá prófessor Pétri Jak- obssyni, og létu konurnar ekki á sér standa og mættu á tilteknum tíma í húsakynnum Ljósmæðraskólans, en þar er skrifstofa prófessorsins. Tók hann á móti okkur ásamt forstöðukonu Kvensjúk- dómadeildarinnar, Þórunni Þorsteinsdóttur, og Kristínu Tómasdóttur yfirljósmóður Fæðingardeildarinnar. Teikningin sýndi þetta: Á 1. hæð verður kvensjúkdómadeildin, á 2. hæð sæng- urkonudeild, á 3. hæð 2 skurðstofur, sín í hvorum enda, önnur fyrir kvensjúkdóma, hin fyrir hreinar aðgerðir, það er að segja afbrigðilegar fæðingar. Einnig verður þar sérstök svæfingarstofa ,og annað herbergi sem tekur við sjúklingum úr aðgerðarstofum áður en þeir eru fluttir inn á hina almennu sjúkrastofu. Og algert ný- mæli, og slórt framfaraspor, er afmarkað pláss, og til þess sérstaklega útbúið að annast og taka við fyrirburð- um, sem þurfa sérstaklega mikla umönnun. Er t. d. sér- stök aðstaða þarna til þess að skipta um blóð, ef með þarf. Vel hefur verið séð fyrir allri hreinlætisaðstöðu, og á báðum deildum, kvensjúkdóma- og fæðingardeildinni, er gert ráð fyrir stórum dagstofum. Dr. Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering barnalækn- ir og Bárður Isleifsson arkitekt kynntu sér fyrirkomu- lag slíkra bygginga í Helsingfors, Gaulaborg og Dundee í Skotlandi. Umsögn um þessa teikningu okkar var góð á öllum þessum stöðum. Og jafnframt var gefin góð ábending um lengingu við gömlu deildirnar. Þessi fyrir- hugaða viðbót byggist í suðaustur frá gömlu bygging- unni. Og hugmyndin er að tengja hana með undirgangi við Röntgendeild Landspítalans, þar sem komið hefur verið fyrir hinum dýrmætu kópaltækjum. Það var auðfundið að prófessorinn og forstöðukonur deildanna voru ánægð með framvindu þessa máls. Og gleðilegt var að heyra það, að starfsfólk deildanna hefur verið haft með í ráðum í sambandi við ýmsa tilhögun á hinum nýju væntanlegu deildum. En stundum heyrist, að ekki sé ætíð leitað álits þeirra, sem koma til íneð að slarfa á slíkum stöðum sem þessum, - starfsfólks, sem þekkir til hlítar allar aðstæður, og er því fært um að gefa góð ráð. Að lokum vil ég geta þess, að á þessum aðalfundi, hinn 25. febrúar, tilkynnti framkvæmdastj óri „19. júní“ að ritstjórnin hefði í samráði við stjórn K.R.F.I. ákveð- ið að gefa Landspítalasöfnuninni 40 þúsund króna gjöf, sem er ágóði af sölu blaðsins árið 1969, og var sú ráð- stöfun samþykkt á fundinum. Og þannig standa málin nú. Læt ég þá máli mínu lokið, og vona, að konur hafi orðið smávegis fróðari um gang málsins þessa eftirminnilegu mánuði á árinu 1969. Hagsmunasamtök einstæðra . . . Frarnhald af bls. 27. einstæðra foreldra í þessu efni og sá sérstaki frádrátt- ur, sem jjeir hafa nú, er naumast umtalsverður. Sam- tökin lýstu í vetur yfir stuðningi við frumvarp, sem Pétur Sigurðsson og Pálmi Jónsson lögðu fram á ])ingi um 50% skattafrádrátt einstæðra mæðta. Það frum- varp komsl hins vegar aldrei Jengra en til fjárhagsnefnd- ar ])ingsins, þrátt fyrir að reynt væri að knýja á. 1 und- irbúningi mun nú vera skattafrumvarp frá ríkisstjórn á næsta hausti og er þess að vænta að þar verði tillit lekið til einstæðra foreldra. Félagið hefur bent á að fara megi aðrar leiðir en einhliða frádrátt og m. a. hvalt lil að heimilisfrádráttur og persónufrádráttur verði aukinn, kostnaður við barnagæzlu verði frádráttarbær o. fl. og sýnist mér i fljótu bragði að fáum geti blandazt hugur um að þessar óskir séu að meira eða minna leyli sann- gjarnar og sjálfsagðar. Við höfum í þriðja lagi reynt að vinna að þeim mál- um, sem að Reykjavíkurborg snúa sérstaklega og höfum þar sett þessi mál á oddinn: að harnaheimili verði opin lengur og á henlugri tímum en nú er, þ. e. að starfsemi barnaheimila verði miðuð við þarfir þ eirra, sem þurfa að notfæra sér þau, i ríkara mæli en nú. að borgin komi lil inóts við einstæða foreldra i húsnæð- ismálum. í þriðja lagi leggjum við mikið kapp á að gerð verði tilraun með eins konar skólaheimili eða tóm- stundaheimili í tengslum við skólana. Þar gætu börn komið eftir skóla, fengið matarbita og unað þar við leiki og nám undir eftirliti meðan foreldri vinnur úti. Við leggjum á ])að áherzlu, að við viljum elcki að þessi heimili, ef ])au kcmast á laggirnar, verði einungis opin börnum einstæðra foreldra, heldur geti öll börn nolfært sér þau. Framliald á bls. 41. 30 19. J ÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.