19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 11

19. júní - 19.06.1970, Page 11
strax og hann kemur í skrifslofuna. Um þessar mundir neyðast margir til að selja íbúðir sínar og því sjálfsagt að notfæra sér það. Hann hefur greiðan aðgang að bönkunum gegnum Flokkinn. Dýr húsaleigan sér um endurgreiðsluna. Gesturinn við gluggaborðið er orðinn óþolinmóður. Fjáraflamennirnir komu um sama leyti og hann og hafa þegar fengið afgreiðslu. Hann vindur höfðinu við lil þess að gela séð á Dómkirkjuklukkuna. Hún er farin að ganga tvö. Snjónum heldur áfram að kyngja niður, og færðin er slæm. Virðulegir, vel húnir menn koma frá bílastæðinu á bak við Alþingishúsið og feta sig var- lega upp hálar tröppurnar. I sömu andrá gengur þunguð kona fyrir gluggann, fá- tæklega til fara og með tvö smábörn sér við hlið. Gesl- urinn snýr andlitinu frá glugganum, þótt hann viti að tjöldin skýli hcnum. - Getur maður þá aldrei fengið að vera í friði fyrir þessu hyski! Samvizka hans er hrein. Ogæfa þessa fólks er oftast sjálfskaparvíti. Hann hefur einungis staðið vel í stöðu sinni og gætt hags- muna bargarstjórnar og skattgreiðenda. Yfirboðarar lians hafa ekkert út á hann að setja. Loks kemur þjónninn til að leggja á borðið. Gestin- um finnst hann verði að sýna það í einhverju að hann eigi löluvert undir sér, þrált fyrir kunnáttuleysi í frönsku. Slíkl hefur alltaf stórkostleg áhrif á þjóna. - Hann þreifar á diskunum og segir kuldalega og með dálillum þjósti.: „Diskarnir eru kaldir. Viljið þér gera svo vel að hita þá?“ „Sjálfsagt", svarar þjónninn og tekur diskana með rér. Eftir skamma slund kemur hann aflur og framreiðir matinn með leikni fagmannsins. Gesturinn helgar sig máltíðinni. Dómkirkjuklukkan slær tvö stutt högg. Ekk- ert liggur á . . . Þungaða konan leiðir börnin inn í sund við hliðina á Idótel Borg, en þar er inngangur í húsið sem hún á erindi í. Henni hugkvæmist ekki að fara með lyftunni en klöngrast upp stigana fram hjá dyrum merktum: Al- mennar tryggingar, upp á fjórðu hæð. Hún er alltof sein í því. Skrifstofan er troðfull og loftið þungt. Biðraðirnar ná alveg fram á stigapallinn. Þetta er hljóðlálur hópur með vesöld og örvinglan skráða í andlitsdrættina. Þarna eru atvinnulausir verka- menn, sem ekki hafa haft fyrir því að klæðast spariföl- unum eða eiga þau engin. Einstæðar mæður með barn á handleggnum. Gamalmenni sem kjósa fremur að sjá um sig sjálf en eyða síðuslu ævidögunum á elliheimili. en geta þó ekki dregið fram lífið á ellilífeyrinum einum saman. Öryrkjar og olnbogabörn þjóðfélagsins. En einn- ig miðaldra, vel klætt fólk er virðist óvant að leita á náðir hins opinbera. Fulltrúarnir eru allir mættir nema einn, og smám saman fer að saxast á biðröðina framan við dyr þeirra. Þurfalingarnir tínast út úr einkaskrifstofunum með gult blað í hendinni, sem þeir kvitta og leggja uppburðarlitlir á hilluna í gjaldkeralúgunni. Gjaldkerinn lítur á upp- hæðina strangur á svip, telur vandlega fáeina seðla úr peningakassanum og réttir viðkomanda án þess að stökkva bros sem svar við auðmjúkum þakkarorðum. Þeir sem afgreiðslu hafa hlolið hraða sér út úr skrif- stofunni líkt og staðnir að ódæðisverki. Biðtíminn er orðinn langur fyrir þunguðu konuna á stigapallinum. Hún er í hiðröð þess fulltrúa sem enn er ókominn. Stólar standa í röð upp við veggina í skrifstof- unni, en þólt konan sjái autt sæti, þorir hún ekki að fara úr biðröðinni af ólta við að glata rétti sínum. Alltaf bætist við hópinn,og komið hefur fyrir að úthlutun hafi verið stöðvuð í miðju kafi vegna fjárskorts. Aldrei hefur verið jafn mannmargt i skrifstofunni og í dag, enda fyrsti dagur mánaðarins og auk þess föstu- dagur. Gólfið er blautl og óhreint af öllu traðkinu. Mæðurnar sleppa því ekki yngstu börnunum af höndum sér en sveigja hakið og lála þungann hvíla á annarri mjöðminni til hægðarauka. Hvimandi augnaráð og hræðsla við að rekast á þekkl andlit einkennir biðstofu smánarinnar. Tveir rosknir menn ræðast við i hálfum hljóðum: „Það er ekkert spaug þegar manni er sagt upp vinn- unni“, segir annar þeirra í afsökunartóni. „Ég er búinn að vera vinnulaus frá því í vor, og atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar nema sex mánuði í senn. Svo verður maður að stimpla sig næstu sex mánuði án þess að fá neitt.“ „Sama sagan hér“, segir hinn. „Ég er ekki nema rúm- lega sextugur en of gamall til að fá vinnu og of ungur til að komast á ellistyrk.“ „Tja, ekki verður maður nú feitur á honum.“ „Það er þó betra en ekki neitt. . . Hvað á að verða um okkur roskna fólkið þegar framboð á ungu starfs- fólki eykst jafnt og þétt?“ „Það er eins og þeir vilja hafa það. Eftirspurnin á að vera lægri en framboðið til þess að halda launakröfun- um í skefjum.“ Mennirnir líta flóltalega í kringum sig eins og til að aðgæta hvort afsökun þeirra hafi verið tekin gild. Þeir eru sómasamlega klæddir og finna sárt lil þess að þarna eiga þeir ekki heima. 19. JÚNÍ 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.