19. júní


19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1970, Blaðsíða 22
María Pctursdóttir, jormaður Hjúkrunarjélags Is- lands. Mcð hmni á myndinni eru I. Kamal, Pakist- an og M. C. Bergkvist, Svíþjóð. Líknarstörf og kvenfrelsi Liðin eru 150 ár frá fæðingu Florence Nightingale. Hjúkrunarstéttin á henni meira að þakka en nokkurri annarri hjúkrunarkonu. I blaðaviðtali s. 1. ár lét forseli Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna í Ijós þá skoðun, að hjúkrunarmálum væri áreiðanlega hetur borgið nú, ef Florence Nightingale hefði verið samtíðarmaður okkar. Skipulagshæfileikar hennar voru miklir. Hún var gædd bæði góðum gáfum og raunsæi, og kunni að bera málin fram á þann hátt, að jafnvel þá tóku karlmenn mark á, þótt flutningsmaðurinn væri kona. Margir sagnfræðingar telja, að hún hafi veitt réttinda- haráttu kvenna meiri sluðning en flestar aðrar konur, vegna þess hvað hún varð þekkt og áhrifamikil kona í þjóðfélaginu, en beinn þáltlakandi í kvenréttindahar- áttu mun hún aldrei hafa verið. Englendingar áttu á síðara hluta 19. aldar fleiri merk- ar hjúkrunarkonur, og ber hér sérstaklega að nefna frú Ethel Bedford Fenwick, sem var hinsvegar mikil kven- réttindakona og náinn vinur frú Pankhurst, en í mörg- um málum á öndverðum meiði við Florence Nightingale og suma aðra leiðtoga hjúkrunarkvenna. Hún þótti nokkuð ráðrík, og stóð cft gustur af henni í haráttunni, en hún átli mörg hugðarefni, hafði yndi af fallegum fötum, sígildri hljómlist, góðum bókum og ýmsum list- rænum munum. Að frumkvæði hennar var stofnað árið 1899 Alþjóðasamband hjúkrunarkvenna (The Inter- nalional Council cf Nurses), fyrsta alþjóðastéttarfélag kvenna, en þar gælir áhrifa frá Alþjóðasambandi kvenna (The International Ccuncil of Women), sem stofnað hafði verið 1888. Hugmyndum sinum um al- 20 þjóðlegt samstarf hjúkrunarkvenna kom frú Fenwick á framfæri i júnímánuði árið 1899 á kvennaþingi ICW í London, en hún var í undirbúningsnefnd fyrir það þing og þar kjörin gjaldkeri, en ritari nefndarinnar var Margaret Breay, sem síðar varð fyrsti gjaldkeri og rit- ari Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna, en frú Fenwick var kosin fyrsti forseti sambandsins. Nú hafa hjúkrun- arkonur í sjö áratugi notið alþjóðlegs samstarfs, en í sambandinu eru 74 félög og heildarfélagatala er um '% milljón. Hér hefur verið stiklað á stóru lil að benda á gagn- kvæm áhrif á framvindu hjúkrunarfélagsmála og kven- réttinda seint á 19. öldinni. Svo sem vitað er, höfðu kon- ur fyrr á öldum fábreytilega möguleika lil sjálfstæðra starfa, en við hjúkrun og líknarstörf fengu þær starfs- svið utan heimila, er þeim hentaði, og náðu stundum einar sér, en oftar sameinaðar, aðstöðu til áhrifa í þjóð- félaginu, og það jafnvel á tímum miðalda, er ætlast var til, að heimilin eða klauslrin væri eini starfsvettvangur þeirra. Árið 1184 endurskipulagði belgískur prestur, Lam- bert le Begue, kvenfélag, sem átti eftir að verða geysi- fjölmennt, en innan raða þess voru margar sterkar, um- bótasinnaðar cg sjálfstæðar konur, er buðu byrginn yfirvaldi kirkjunnar og unnu við sívaxandi vinsældir um margra alda skeið. Systurnar, sem voru kallaðar Beguinur, unnu ekki eiða, eins og nunnur, en þær voru ógiftar konur eða ekkjur, sem máttu yfirgefa regluna að eigin ósk. Margar þeirra voru vel efnaðar, en sam- eiginlega öfluðu þær fjár lil framkvæmda á ýmsan hátt, með barnakennslu, handavinnu og hjúkrun, og starf- ræklu víða sjúkrahús og aðrar líknarstofnanir, en yfir- sljórn öll var í þeirra eigin höndum. Starfsemi þeirra var ofl þyrnir í augum valdhafa kirkjunnar, sem álitu að hér væri gefið of mikið frjáls- ræði, þólt allar Beguinur gæfu loforð um að lifa lífi sinu í hreinleika og hlýðni, svo lengi sem jtær væru í syslrafélaginu. Hvað eftir annað var reynt að bannfæra starfsemi þeirra. Presturinn, Lamberl le Begue, sem var mikill trúmaður, var dreginn fyrir rétt og hneppt- ur í fangelsi vegna gagnrýni hans á kirkjuna. Hann dó síðar í Rómaborg, en þangað lagði hann leið sína til að leggja mál sitt fyrir páfa. Hálfri öld eftir lát hans voru í félaginu 1500 syslur, starfandi þá einnig í Þýzkalandi, Frakklandi og Sviss, en á 15. öld voru syslurnar taldar vera um 200.000. 19. JÚNÍ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.