19. júní


19. júní - 19.06.1970, Síða 30

19. júní - 19.06.1970, Síða 30
Kæru fundarkonur. Formaður Kvenréttindafélags íslands fór þess á leit við mig, að ég segði fáein orð um Landspítalasöfnun- ina, en ég er ein af þeim konum, sem kosin var í söfn- unarnefndina, og mun ég aðeins stikla á stóru. Aðdragandinn að söfnun þessari er sá, að á aðal- fundi Bandalags kvenna í Reykjavík dagana lfí. og 19. nóvember 1968 hafði Sleinunn Finnbogadóttir Ijós- móðir framsögu fyrir beilbrigðismálanefnd bandalags- ins um stækkun Fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Landspítalans, og lagði hún fram ýtarlega greinargerð um málið, ásamt tillögu sem var einróma samþykkt á fundinum. Einnig var samþykkt einróma að senda lil- lögu nefndarinnar, ásaml greinargerð Steinunnar, öllum alþingismönnum, heilbrigðismálaráðherra og fjárveit- inganefnd Alþingis. Á stjórnarfundi Kvenrétlindafélags íslands 21. febr- úar 1969 var lekið undir þessa samþykkt bandalagsins. Var frétlalilkynning send blöðum og útvarpi, sem var á þessa leið: „Sljórn Kvenrétlindafélags Islands tekur eindreg- ið undir eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var á aðal- fundi Bandalags kvenna í Reykjavík 18. til 19. nóvember og send var ásaml ýtarlegri greinargerð til heilbrigðis- málaráðherra, fjárveitinganefndar Alþingis, og allra þingmanna, samkvæmt samþykkt fundarins. Hljóðar lil- lagan svo: Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík vill hér- með benda heilbrigðisyfirvöldum á þá brýnu nauðsyn að stækka Fæðingardeild Landspítalans, og við þá stækkun verði komið upp sérstakri kvensjúkdómadeild með fyllstu aðstöðu til nútima geislalækninga. Fundurinn skorar því á háttvirt Alþingi að veita nú Erindi flutt á Hallveigarstöðum á aðalfundi Kvenréttindafélags Islands, 25. febrúar 1970. Bjarnveig Bjarnadóttir: Landspítalasöfnun kvenna þegar á þessu þingi fé til þess að hefja án lafar löngu fyrirhugaða viðbyggingu þessara deilda Landspítalans“. Umræður um mál þetla drógusl á langinn á Alþingi. Til þess að leggja áherzlu á nauðsyn þess að málið yrði tekið hið bráðasta fyrir, og fengi þar jákvæða lausn, skrifuðu nokkrar konur greinar í dagblöðin. Og athygli vakti sjónvarpsþátturinn „Setið fyrir svör- um“, en sjónvarpið hafði farið þess á leit við Guðmund jóhannesson lækni á Kvensjúkdómadeildinni, og Stein- unni Finnbogadóttur Ijósmóður, að þau sætu fyrir svör- um í þættinum, en honum sljórnaði Eiður Guðnason. Þessi samtalsþáttur leiddi ýmislegt í Ijós, miður æskilegt, sem fáum var kunnugt um ulan veggja stofn- unarinnar, eins og t. d. sú staðreynd, að þar er aðeins eitt skurðborð, senr notað er jöfnum höndum fyrir kon- ur með alvarlega sjúkdóma, og heilhrigðar fæðandi konur, sem á hjálp þurfa að halda þegar að fæðingu kemur. Þessi sjónvarpsþátLur hafði áreiðanlega töluverð áhrif á framgang málsins. Um þetta leyti komu fram raddir að hefja fjár- söfnun. Átli sú söfnun að leggja áherzlu á vilja okkar og óskir ,og einnig það, að við vildum af eigin ramm- leik leggja fé af mörkum í þetta sjúkrahús okkar. Samþykkt var á fundi í Kvenréttindafélagi Islands 23. apríl 1969 að leita samstarfs kvennasamtakanna í landinu um almenna landssöfnun, og hrugðusl þau skjótt við. Skiptu þau með sér verkum á þetman hátt: Kvenfélagasamband Islands tók að sér að hafa sam- band við kvenfélög úli á landsbyggðinni, og leita álits þeirra og vilja til að styðja málið, m. a. með fjársöfnun. Kvenréttindafélag íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík lóku að sér málið hér á höfuðborgarsvæðinu. Varð fljótlega samstaða um málið allt, og samþykkt sú 4 4 28 19. Júni'

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.