19. júní


19. júní - 19.06.1976, Síða 6

19. júní - 19.06.1976, Síða 6
eftir síðustu aldamót. Hins vegar þegar kona getur verið í samlífi við karlmann, án þess að vera undirorpin ótíma- bærum barneignum. Hún getur haft í hendi sér fjölda fæðinga. M. Það vegur kannski þyngst. G. En það er ekki fyrr en á allra síðustu árum. Bj. Þekking á takmörkun barneigna verður almenn í byrjun seinustu heimsstyrjaldar. M. 1 heimsstyrjöldunum fengu konur aukna vitneskju um veröldina utan veggja heimilisins — þær voru kallaðar út á vinnu- markaðinn — vinnuafl vantaði. Við stríðslok fóru þeir karlmenn, sem lifðu af aftur út í atvinnulífið og þá var reynt að ýta konunum inn á heimilin á ný. Hluti kvenna reis gegn þessu jafnframt því sem þær fóru að gera auknar kröfur um menntun. En svo kemur bylting með pillunni og öðrum nær öruggum getnaðarvörnum, vegna þess að þá allt í einu sjá konurnar opnastmöguleika á því að skipuleggja líf sitt. Bj. Mér finnst að hvörfin í lífi kvenna á þessari öld hafi verið við þetta tvennt — bætt lífsskilyrði með breyttum atvinnuháttum og frelsi frá því að eiga fleiri börn en þær vilja. En þessi skil stóðust ekki á í tíma — það skakkar nær fjórum áratugum. Efnahags- sveiflan upp á við hér á landi stóð frá 1908 og fram á fyrri heims- styrjöldina, en eins og við sögðum áðan þá virðist raunverulegur möguleiki á takmörkun barneigna hjá almenningi koma til skjalanna u. þ. b. 40 árum seinna. Mér finnst, og mér þætti gaman að vita hvort þið eruð á sama máli um, að á þessu tímabili hafi konan orðið að velja 4 um annað tveggja — vera ,,karrier“-kona eða eiginkona og móðir. Urðu þá ekki til þessar sérstöku kennslukonu-„týpur“ kaupkonur o. þ. h.? G. Heldurðu að það hafi nokkurn tíma verið val? Be. Það er ekki víst að það hafi verið val í raun — aðeins tækifæri sem konurnar fengu til að starfa og svo hafi þær bara . . . Bj. Finnst ykkur ekki að það hafi verið dálítið stór hópur — á þessum árum — af konum, sem giftust ekki en höfðu sjálfstætt starf. Be. Heldurðu að það hafi verið vegna þess að þær tóku störfin fram yfir. G. Mjög lítill hluti. M. Ég held að alltaf hafi verið konur, sem tóku störfin fram yfir. Það eitt, að konur fara að sækja á um inngöngu i skóla og vilja fá framhaldsmenntun sýnir mikinn kraft og dug. Þær öfluðu sér þekkingar og völdu sér sjálfar lífsstarf. Það hafa alltaf verið einstaklingar, einnig konur, sem hafa fengið þá köllun að helga sig ákveðnu starfi og fundu sér verkefni, sem þeir gátu kastað sér út í. En ég býst við að meiri hluti vinnandi kvenna á þessu tímabili hafi verið konur, sem annað hvort giftust ekki eða neyddust til þess af efnahagsástæðum að vinna fyrir sér. Bj. Þegar ég virði þetta tíma- skeið fyrir mér í ljósi aðstæðna kvenna sýnist mér hlutskipti þeirra oftast liggja á milli þess að — annað hvort gátu þær stundað launuð störf eða þær gengu í hjúskap. Nú virðist mér vanda- málið hjá konum vera að samræma þetta tvennt — fæstar vilja velja á milli starfs og fjöl- skyldulífs. Nútíma konan vill hvoru tveggja og hún telur sig eiga rétt á því. Be. A minum bernskuslóðum var einu sinni kennslukona, sem var bæði falleg og vel gefin, en á dansleikjum sat hún alltaf hjá, þegar aðrar dönsuðu og fólk var að segja — einkennilegt að ungu mennirnir skuli ekki líta á þessa glæsilegu konu. Þessi staða virtist koma af sjálfu sér vegna kringumstæðna hennar. G. Það er forvitnilegt að setja fram spurningu í sambandi við þetta — hvers vegna í ósköpunum giftast svona margar, sem hafa litla hæfileika, eru ekki duglegar og kannski ekki einu sinni fallegar? Bj. Við erum hér komnar út í viða mikið mál, sem kunningi minn hefur, að ég hygg svarað í eitt skipti fyrir öll — það verður að myndast kveikja! M. Inn í þetta tímabil hér á landi fléttast baráttan fyrir kosningarétti og öðrum grund- vallarréttindum í samfélaginu og þá sýndu konur skipulags- og baráttuhæfileika og hörku. G. Og voru stimplaðar sem ókvenlegar, ég held að karlmenn hafi og séu enn aldir upp til að vera hinn sterkari aðili í hjónabandi a. m. k. út á við; þ. e. a. s. vera betur menntaðir, fást við stjórnun, skipulagningarstörf o. s. frv., þess vegna finnst þeim það ókvenlegt að konur séu þessum hæfileikum gæddar og þær eru þess vegna ekki kyn- ferðislega aðlaðandi í augum karlmannanna. M. í raun og veru er það alveg makalaust, að enn skuli þurfa að ræða réttindabaráttu kvenna, þegar þess er gætt hversu langt er frá því að hugmyndir um

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.